Segja aftur ráðist á neðanjarðarauðgunarstöð í Íran Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2025 09:48 Gervihnattarmynd af auðgunarstöð Írana í Fordó eftir loftárás Bandaríkjamanna í gær. AP/Planet Labs PBC Sprengjum var aftur varpað á neðanjarðarauðgunarstöð í Fordó í Íran í dag, að sögn íranska ríkisútvarpsins. Stöðin er ein þriggja sem Bandaríkjamenn réðust á með risasprengjum sem eru hannaðar gegn neðanjarðarbyrgjum. Ekki er greint frá því í ríkisfjölmiðlinum hver kastaði sprengjunum né hvers konar skemmdir hafi orðið af völdum þeirra, að sögn AP-fréttastofunnar. Ísraelar hafa hins vegar haldið uppi loftárásum í Íran í dag og síðustu daga. Ísraelskir fjölmiðlar segja að herinn hafi ráðist á veg sem liggur að stöðinni í Fordó. Stöðin í Fordó er grafin tugi metra ofan í fjall en þar eru Íranir sagðir auðga úran fyrir kjarnorkuáætlun sína. Bandarísk stjórnvöld hafa réttlætt árásirnar á kjarnorkustöðvar Írana með þeim rökum að klerkastjórnin hafi verið komin nálægt því að þróa kjarnorkuvopn. Það gengur þvert á álit bandarísku leyniþjónustunnar frá því í vor. Hafi frjálsar hendur til að ráðast á Bandaríkjamenn Írönsk stjórnvöld hafa ekki upplýst hversu mikið tjón varð á stöðvunum. Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, sagðist í morgun telja að miklar skemmdir hljóti að hafa orðið í ljósi þess hversu öflugum sprengjum var varpað á þær og hvers viðkvæmar skilvindur sem eru notaðar til auðgunar úrans séu fyrir titringi. Lagði Grossi þó áherslu á að enginn væri í aðstöðu til þess að meta skemmdirnar á neðanjarðarstöðinni í Fordó. Formaður herforingjaráðs Írans sagði í morgun að árási Bandaríkjamanna veiti íranska hernum „frjálsar hendur“ til þess að ráðast á Bandaríkjaher og gegn bandarískum hagsmunum. Íranir eru jafnframt sagðir búa sig undir að loka fyrir skipaumferð um Hormússund, eina mikilvægustu siglingaleið í heimi, ekki síst fyrir olíuflutninga. Íran Ísrael Bandaríkin Kjarnorka Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkjamenn gera loftárásir á Íran Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Þeirra á meðal er neðanjarðarmiðstöðin í Fordó til auðgunar úrans sem er grafin áttatíu metrum undir fjalli. Er hún talin hryggjarstykkið í kjarnorkuvopnaframleiðslugetu Írana. 22. júní 2025 00:01 Íranir séu vikum eða mánuðum frá kjarnorkusprengju Hernaðarsagnfræðingur segir árásir umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Íran í nótt ekki koma sér á óvart. Allt bendi til þess að Íranir séu á barmi þess að koma sér upp sér kjarnorkusprengju og Ísraelar líti á það sem tilvistarógn. 13. júní 2025 09:09 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira
Ekki er greint frá því í ríkisfjölmiðlinum hver kastaði sprengjunum né hvers konar skemmdir hafi orðið af völdum þeirra, að sögn AP-fréttastofunnar. Ísraelar hafa hins vegar haldið uppi loftárásum í Íran í dag og síðustu daga. Ísraelskir fjölmiðlar segja að herinn hafi ráðist á veg sem liggur að stöðinni í Fordó. Stöðin í Fordó er grafin tugi metra ofan í fjall en þar eru Íranir sagðir auðga úran fyrir kjarnorkuáætlun sína. Bandarísk stjórnvöld hafa réttlætt árásirnar á kjarnorkustöðvar Írana með þeim rökum að klerkastjórnin hafi verið komin nálægt því að þróa kjarnorkuvopn. Það gengur þvert á álit bandarísku leyniþjónustunnar frá því í vor. Hafi frjálsar hendur til að ráðast á Bandaríkjamenn Írönsk stjórnvöld hafa ekki upplýst hversu mikið tjón varð á stöðvunum. Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, sagðist í morgun telja að miklar skemmdir hljóti að hafa orðið í ljósi þess hversu öflugum sprengjum var varpað á þær og hvers viðkvæmar skilvindur sem eru notaðar til auðgunar úrans séu fyrir titringi. Lagði Grossi þó áherslu á að enginn væri í aðstöðu til þess að meta skemmdirnar á neðanjarðarstöðinni í Fordó. Formaður herforingjaráðs Írans sagði í morgun að árási Bandaríkjamanna veiti íranska hernum „frjálsar hendur“ til þess að ráðast á Bandaríkjaher og gegn bandarískum hagsmunum. Íranir eru jafnframt sagðir búa sig undir að loka fyrir skipaumferð um Hormússund, eina mikilvægustu siglingaleið í heimi, ekki síst fyrir olíuflutninga.
Íran Ísrael Bandaríkin Kjarnorka Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkjamenn gera loftárásir á Íran Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Þeirra á meðal er neðanjarðarmiðstöðin í Fordó til auðgunar úrans sem er grafin áttatíu metrum undir fjalli. Er hún talin hryggjarstykkið í kjarnorkuvopnaframleiðslugetu Írana. 22. júní 2025 00:01 Íranir séu vikum eða mánuðum frá kjarnorkusprengju Hernaðarsagnfræðingur segir árásir umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Íran í nótt ekki koma sér á óvart. Allt bendi til þess að Íranir séu á barmi þess að koma sér upp sér kjarnorkusprengju og Ísraelar líti á það sem tilvistarógn. 13. júní 2025 09:09 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira
Bandaríkjamenn gera loftárásir á Íran Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Þeirra á meðal er neðanjarðarmiðstöðin í Fordó til auðgunar úrans sem er grafin áttatíu metrum undir fjalli. Er hún talin hryggjarstykkið í kjarnorkuvopnaframleiðslugetu Írana. 22. júní 2025 00:01
Íranir séu vikum eða mánuðum frá kjarnorkusprengju Hernaðarsagnfræðingur segir árásir umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Íran í nótt ekki koma sér á óvart. Allt bendi til þess að Íranir séu á barmi þess að koma sér upp sér kjarnorkusprengju og Ísraelar líti á það sem tilvistarógn. 13. júní 2025 09:09