Réttlæti fyrir þjóðina, framfarir fyrir landsbyggðina Guðmundur Ari Sigurjónson skrifar 23. júní 2025 08:00 Nú hefst þriðja vikan af umræðum um veiðigjaldafrumvarpið á Alþingi. Tilgangur þess er að tryggja að þau 33% sem þjóðin á lögum samkvæmt að fá af hagnaði af fiskveiðum í kringum landið séu reiknuð af raunverulegu markaðsverði en ekki verði sem útgerðin hefur sjálf áhrif á með innri viðskiptum. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur boðað að þeir sjö milljarðar sem þjóðin fær í sinn hlut með þessari leiðréttingu muni renna beint til samgönguframkvæmda á landsbyggðinni. Með samþykkt frumvarpsins munu því eigendur útgerðarfélaganna, hvort sem þeir eru búsettir í Reykjavík eða annars staðar, greiða réttlátan hlut til þjóðarinnar sem verður nýttur til að efla öryggi og bæta vegasamgöngur á landsbyggðinni. Þetta skiptir máli enda veit fólk sem býr ekki á höfuðborgarsvæðinu eða sem ferðast um landið okkar að þörf er á stórsókn í viðhaldi vega, bættu umferðaröryggi og að byggðarlög verði betur tengd með jarðgangagerð. Þetta hefur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins boðað en nauðsynleg forsenda slíkra framkvæmda er að verkefnin séu fjármögnuð. Útgerðarfyrirtækin hafa hagnast vel á síðustu árum á því að nýta auðlind sem er sameign íslensku þjóðarinnar samkvæmt lögum. Árið 2023 var hagnaður útgerðarfélaganna 67,5 milljarðar króna og nálgast eigið fé félaganna nú 500 milljarða. Með leiðréttu veiðigjaldi og bættum vegaframkvæmdum á landsbyggðinni hefði hagnaður félaganna því farið úr 67 þúsund milljónum niður í 60 þúsund milljónir á ári. Félögin munu áfram standa sterk með öfluga starfsemi hringinn í kringum landið og hafa burði til að ráðast í fjárfestingar og nýsköpunarverkefni sem drífa áfram verðmætasköpun fyrirtækjanna. Útgerðarfélögin eru þó fjölbreytt og það bárust umsagnir frá sjávarútvegssveitarfélögum landsins þegar frumvarpið var birt sem lýstu yfir áhyggjum af því að minni og meðalstór fyrirtæki myndu hugsanlega ekki ráða við hærra veiðigjald og að það gæti leitt af sér sameiningar félaga. Við þessu hefur atvinnuveganefnd brugðist með hækkuðu frítekjumarki sem ver minni og meðalstóru fyrirtækin og veitir þeim afslátt af því að greiða þjóðinni þann 33% hlut í hagnaði sem lögin kveða á um. Á Alþingi hefur þetta mál mikið verið rætt og hafa einstaka þingmenn stjórnarandstöðunnar boðað að þeir stefni á að beita málþófi til að koma í veg fyrir að frumvarpið komist til atkvæðagreiðslu í sumar. Það gera þeir til að koma í veg fyrir að eigendur útgerðarfyrirtækjanna borgi réttan hlut til þjóðarinnar og koma þannig í veg fyrir að fjármögnun sé tryggð í nauðsynlegar samgöngubætur um land allt. Þessi afstaða minnihlutans er alvarleg gagnvart lýðræðinu í landinu en ekki síður alvarleg í ljósi þess að þarna fara fremstir í flokki fulltrúar flokka sem að sátu í ríkisstjórn síðastliðin 7 ár. Það var ríkisstjórnin sem ber ábyrgð á þröngri stöðu ríkissjóðs og ástandi vega vítt um land. Það var greinilega ekki nóg fyrir þessa flokka að veikja rekstur ríkissjóðs og öryggi vegakerfisins þegar þeir voru í ríkisstjórn heldur ætla þeir einnig að vinna gegn því að sú ríkisstjórn sem fékk lýðræðislegt umboð þjóðarinnar í þeirra stað nái að tryggja nauðsynlegar framfarir á landsbyggðinni. Ríkisstjórnarflokkarnir eru hins vegar samstíga og ákveðnir í að klára þetta mikilvæga réttlætismál fyrir þjóðina. Það er skylda okkar sem sitjum á Alþingi að virða lýðræðislega niðurstöðu kosninga og þá þinglegu meðferð mála sem endar með atkvæðagreiðslu. Þar geta þingmenn sýnt með atkvæði sínu hvort þeir standi með þjóðinni í þessu máli eða eigendum stærstu útgerða landsins. En með viðstöðulausu málþófi sínu á þingi er stjórnarandstaðan í raun að berjast gegn framförum á landsbyggðinni. Það er öllum ljóst að ríkisstjórnin mun klára þetta mál. Spurningin er hins vegar þessi: Hversu langt mun stjórnarandstaðan ganga gegn lýðræðinu til að verja hagsmuni nokkurra fjölskyldna? Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Breytingar á veiðigjöldum Byggðamál Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Nú hefst þriðja vikan af umræðum um veiðigjaldafrumvarpið á Alþingi. Tilgangur þess er að tryggja að þau 33% sem þjóðin á lögum samkvæmt að fá af hagnaði af fiskveiðum í kringum landið séu reiknuð af raunverulegu markaðsverði en ekki verði sem útgerðin hefur sjálf áhrif á með innri viðskiptum. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur boðað að þeir sjö milljarðar sem þjóðin fær í sinn hlut með þessari leiðréttingu muni renna beint til samgönguframkvæmda á landsbyggðinni. Með samþykkt frumvarpsins munu því eigendur útgerðarfélaganna, hvort sem þeir eru búsettir í Reykjavík eða annars staðar, greiða réttlátan hlut til þjóðarinnar sem verður nýttur til að efla öryggi og bæta vegasamgöngur á landsbyggðinni. Þetta skiptir máli enda veit fólk sem býr ekki á höfuðborgarsvæðinu eða sem ferðast um landið okkar að þörf er á stórsókn í viðhaldi vega, bættu umferðaröryggi og að byggðarlög verði betur tengd með jarðgangagerð. Þetta hefur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins boðað en nauðsynleg forsenda slíkra framkvæmda er að verkefnin séu fjármögnuð. Útgerðarfyrirtækin hafa hagnast vel á síðustu árum á því að nýta auðlind sem er sameign íslensku þjóðarinnar samkvæmt lögum. Árið 2023 var hagnaður útgerðarfélaganna 67,5 milljarðar króna og nálgast eigið fé félaganna nú 500 milljarða. Með leiðréttu veiðigjaldi og bættum vegaframkvæmdum á landsbyggðinni hefði hagnaður félaganna því farið úr 67 þúsund milljónum niður í 60 þúsund milljónir á ári. Félögin munu áfram standa sterk með öfluga starfsemi hringinn í kringum landið og hafa burði til að ráðast í fjárfestingar og nýsköpunarverkefni sem drífa áfram verðmætasköpun fyrirtækjanna. Útgerðarfélögin eru þó fjölbreytt og það bárust umsagnir frá sjávarútvegssveitarfélögum landsins þegar frumvarpið var birt sem lýstu yfir áhyggjum af því að minni og meðalstór fyrirtæki myndu hugsanlega ekki ráða við hærra veiðigjald og að það gæti leitt af sér sameiningar félaga. Við þessu hefur atvinnuveganefnd brugðist með hækkuðu frítekjumarki sem ver minni og meðalstóru fyrirtækin og veitir þeim afslátt af því að greiða þjóðinni þann 33% hlut í hagnaði sem lögin kveða á um. Á Alþingi hefur þetta mál mikið verið rætt og hafa einstaka þingmenn stjórnarandstöðunnar boðað að þeir stefni á að beita málþófi til að koma í veg fyrir að frumvarpið komist til atkvæðagreiðslu í sumar. Það gera þeir til að koma í veg fyrir að eigendur útgerðarfyrirtækjanna borgi réttan hlut til þjóðarinnar og koma þannig í veg fyrir að fjármögnun sé tryggð í nauðsynlegar samgöngubætur um land allt. Þessi afstaða minnihlutans er alvarleg gagnvart lýðræðinu í landinu en ekki síður alvarleg í ljósi þess að þarna fara fremstir í flokki fulltrúar flokka sem að sátu í ríkisstjórn síðastliðin 7 ár. Það var ríkisstjórnin sem ber ábyrgð á þröngri stöðu ríkissjóðs og ástandi vega vítt um land. Það var greinilega ekki nóg fyrir þessa flokka að veikja rekstur ríkissjóðs og öryggi vegakerfisins þegar þeir voru í ríkisstjórn heldur ætla þeir einnig að vinna gegn því að sú ríkisstjórn sem fékk lýðræðislegt umboð þjóðarinnar í þeirra stað nái að tryggja nauðsynlegar framfarir á landsbyggðinni. Ríkisstjórnarflokkarnir eru hins vegar samstíga og ákveðnir í að klára þetta mikilvæga réttlætismál fyrir þjóðina. Það er skylda okkar sem sitjum á Alþingi að virða lýðræðislega niðurstöðu kosninga og þá þinglegu meðferð mála sem endar með atkvæðagreiðslu. Þar geta þingmenn sýnt með atkvæði sínu hvort þeir standi með þjóðinni í þessu máli eða eigendum stærstu útgerða landsins. En með viðstöðulausu málþófi sínu á þingi er stjórnarandstaðan í raun að berjast gegn framförum á landsbyggðinni. Það er öllum ljóst að ríkisstjórnin mun klára þetta mál. Spurningin er hins vegar þessi: Hversu langt mun stjórnarandstaðan ganga gegn lýðræðinu til að verja hagsmuni nokkurra fjölskyldna? Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun