Árás Bandaríkjanna á Íran: „Íran, yfirgangsseggur Miðausturlandanna, verður að boða til friðar“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. júní 2025 08:14 Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannfundinum í nótt auk JD Vance, varaforseta, Pete Hegseth, varnarmálaráðherra og Marco Rubio, utanríkisráðherra. AP Bandaríski herinn gerði árásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran í gærkvöldi. Forseti Bandaríkjanna sagði á blaðamannafundi að rannsóknarstöðvarnar hafi gereyðilagst í árásunum en íranskir embættismenn segja að svo sé ekki. Þeir hafa svarað fyrir sig með árás á Ísrael. Ákvörðunin hefur vakið upp mismunandi viðbrögð meðal embættismanna víða um heim. „Fyrir stuttu síðan gerði bandaríski herinn gríðarstóra árás á þrjár mikilvægar kjarnorkurannsóknarstöðvar Írans: Fordó, Natanz og Esfahan,“ sagði Donald Trump á blaðamannafundi klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma. Hann hafði greint frá árásinni fyrr á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social. Árásin átti sér stað klukkan ellefu að íslenskum tíma en rétt fyrir miðnætti staðfestu embættismenn í Íran að árásirnar hefðu átt sér stað. Fordó er stærst þriggja skotmarkanna og hefur forsetinn áður sagst vera þeirrar skoðunar að koma þyrfti í veg fyrir notkun Írana á henni. Fordó er grafin djúpt í fjall í Íran. Í Natanz eru tvær auðgunarstöðvar, önnur þeirra er talin stór og er neðanjarðar. Í Esfahan fer fram fjölbreytt starfsemi samkvæmt Reuters, allt frá gerð skilvinduhluta til undirbúnings úrans til auðgunar. „Allir hafa árum saman heyrt þessi nöfn á meðan þeir byggðu þetta hrikalega tortímingar framtak. Okkar markmið var að eyðileggja kjarnorkuauðgunargetu Írans og stöðva kjarnorkuógnina frá helsta ríki heims sem styður hryðjuverk.“ Forsetinn segir að árásin hafi verið árangursrík þar sem bandaríska hernum hafi tekist að gjöreyðileggja allar kjarnorkurannsóknarstöðvarnar. Samkvæmt Alþjóðlegukjarnorkumálastofnuninni er engin aukning kjarnageislunar á svæðinu. Embættismenn í Íran eru hins vegar ósammála þeirri staðhæfingu samkvæmt umfjöllun Reuters. Mohammad Manan Raisi, íranskur þingmaður í kjördæminu Qom nálægt Fordow segir rannsóknarstöðin ekki hafa verið alvarlega skemmda. Þá sagði Hassan Abedini, aðstoðarforstjóri íranska ríkisútvarpsins að Íran hefði rýmt kjarnorkuverin þrjú nokkru áður en árásin átti sér stað. Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt hófu Íranir árás á Ísrael. Samkvæmt BBC var flugvöllurinn Ben Gurion meðal skotmarka Írana en alls voru sextán Ísraelar særðir eftir árásina. Ayatollah Ali Khameinei, æðstiklerkur Írans, gaf út yfirlýsingu fyrr í vikunni sem sagði að skyldu Bandaríkjamenn taka þátt í átökunum yrði því mætt með „óbætanlegu tjóni.“ „Íran, yfirgangsseggur Miðausturlandanna, verður að boða til friðar,“ sagði Bandaríkjaforsetinn. Trump kallaði eftir frið á svæðinu, ef Íranir myndu ekki fylgja því myndi átökunum ljúka í harmleik. „Munið að það eru mörg skotmörk eftir. Skotmarkið í kvöld var það erfiðasta af þeim öllum, og kannski það mannskæðasta, en ef friður kemst ekki fljótt á, munum við ráðast á hin skotmörkin af nákvæmni, hraða og færni. Flest þeirra er hægt að útrýma á nokkrum mínútum.“ Aðgerðin unnin í samstarfi við Ísraela Ísraelar gerðu árás á kjarnorku- og flugskeytaframleiðsluinnviði Írans föstudaginn 13. júní. Síðan þá hafa Ísraelar og Íranir skipst á árásum og gagnárásum daglega. Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísraela sagði yfirlýst markmið stríðsins við Íran væri að koma höggi á kjarnorku- og flugskeytaframleiðslu þeirra. Hátt í sjö hundruð manns hafa látist í Íran og um þrjátíu í Ísrael. Þátttaka Bandaríkjanna í átökunum hefur verið yfirvofandi síðustu daga og sagði Trump á fimmtudag að hann þyrfti tvær vikur til íhuga ákvörðunina. Bandaríkin og Ísrael eru miklir bandamenn. „Ég vil þakka og færa forsætisráðherra Bibi Netanjahú hamingjuóskir. Við höfum unnið saman sem teymi og kannski ekkert teymi sem hefur unnið saman eins áður, og við höfum komist langt í að útrýma þessari hræðilegu ógn við Ísrael,“ sagði Trump á blaðamannafundinum í nótt. Í yfirlýsingu frá Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði hann aðgerðina hafa farið fram í nánu samstarfi við Ísrael. „Í byrjun árásanna lofaði ég ykkur að kjarnorkustöðvar Írans yrðu eyðilagðar, á einn hátt eða annan. Ég hef staðið við þetta loforð,“ sagði Netanjahú. Trump gaf sér einnig tíma til að þakka ísraelska hernum fyrir „dásamlegt starf“ þeirra og bandarísku flugmönnunum sem flugu B-2 Spirit-sprengjuflugvélunum. Samkvæmt umfjöllun New York Times var um að ræða sex B-2 Spirit-sprengjuflugvélar sem slepptu tylft sprengja sem er hvor um sig þrettán þúsund kíló. Sprengjunum var varpað á Fordó kjarnorkuversins sem er djúpt neðanjarðar. Einnig var einni þess konar sprengju varpað á Natanz. Að auki sendu kafbátar sjóhersins þrjátíu flugskeyti í átt að Natanz og Esfahan kjarnorkuveranna. „Vonandi þurfum við ekki þeirra aðstoð aftur í svona verkefnum. Ég vona það.“ Trump sagði einnig að enginn annar her í heiminum hefði getað framkvæmt þess konar árás og það hafi aldrei verið her til sem hefði getað það. „Við elskum þig, Guð, og við elskum frábæra herinn okkar. Verndum þau. Guð blessi Miðausturlöndin. Guð blessi Ísrael, og Guð blessi Bandaríkin,“ eru orðin sem Donald Trump lauk blaðamannafundinum á. „Hættuleg stigmögnun“ Árásin hefur vakið upp afar mismunandi viðbrögð meðal embættismanna víða um heim. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði hana hættulega stigmögnun og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir kjarnorkuframleiðslu Írans mikla ógn við alþjóðasamfélagið. Hann kallar eftir því að Íranir haldi áfram vopnahlésviðræðum til að ljúka átökunum. Hamas-samtökin, sem stýra Gasaströndinni og eiga einnig í átökum við Ísrael, sögðu árásina lýsa augljósri árásargirni Bandaríkjamanna. Hútar í Jemen hafa einnig lýst yfir stuðningi við Íran og segja Bandaríkin ógna friði heimsins. Rick Crawford, fulltrúi repúblikana í Arizona-fylki, sagðist í færslu á X vera þakklátur að Trump vissi hvar rauða línan væri. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra væru að gera það ljóst að heimurinn styddi ekki framleiðslu kjarnorkuvopna í Íran. Thomas Massi, fulltrúi repúblikana í Kentucky-fylki, sagði árásina fara gegn stjórnarskrá landsins. Alexandria Ocasio-Cortez, þingmaður demókrata, sagði árásina vera skýra ástæðu til að leitast eftir embættismissi forsetans. Íran Ísrael Bandaríkin Kjarnorka Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
„Fyrir stuttu síðan gerði bandaríski herinn gríðarstóra árás á þrjár mikilvægar kjarnorkurannsóknarstöðvar Írans: Fordó, Natanz og Esfahan,“ sagði Donald Trump á blaðamannafundi klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma. Hann hafði greint frá árásinni fyrr á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social. Árásin átti sér stað klukkan ellefu að íslenskum tíma en rétt fyrir miðnætti staðfestu embættismenn í Íran að árásirnar hefðu átt sér stað. Fordó er stærst þriggja skotmarkanna og hefur forsetinn áður sagst vera þeirrar skoðunar að koma þyrfti í veg fyrir notkun Írana á henni. Fordó er grafin djúpt í fjall í Íran. Í Natanz eru tvær auðgunarstöðvar, önnur þeirra er talin stór og er neðanjarðar. Í Esfahan fer fram fjölbreytt starfsemi samkvæmt Reuters, allt frá gerð skilvinduhluta til undirbúnings úrans til auðgunar. „Allir hafa árum saman heyrt þessi nöfn á meðan þeir byggðu þetta hrikalega tortímingar framtak. Okkar markmið var að eyðileggja kjarnorkuauðgunargetu Írans og stöðva kjarnorkuógnina frá helsta ríki heims sem styður hryðjuverk.“ Forsetinn segir að árásin hafi verið árangursrík þar sem bandaríska hernum hafi tekist að gjöreyðileggja allar kjarnorkurannsóknarstöðvarnar. Samkvæmt Alþjóðlegukjarnorkumálastofnuninni er engin aukning kjarnageislunar á svæðinu. Embættismenn í Íran eru hins vegar ósammála þeirri staðhæfingu samkvæmt umfjöllun Reuters. Mohammad Manan Raisi, íranskur þingmaður í kjördæminu Qom nálægt Fordow segir rannsóknarstöðin ekki hafa verið alvarlega skemmda. Þá sagði Hassan Abedini, aðstoðarforstjóri íranska ríkisútvarpsins að Íran hefði rýmt kjarnorkuverin þrjú nokkru áður en árásin átti sér stað. Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt hófu Íranir árás á Ísrael. Samkvæmt BBC var flugvöllurinn Ben Gurion meðal skotmarka Írana en alls voru sextán Ísraelar særðir eftir árásina. Ayatollah Ali Khameinei, æðstiklerkur Írans, gaf út yfirlýsingu fyrr í vikunni sem sagði að skyldu Bandaríkjamenn taka þátt í átökunum yrði því mætt með „óbætanlegu tjóni.“ „Íran, yfirgangsseggur Miðausturlandanna, verður að boða til friðar,“ sagði Bandaríkjaforsetinn. Trump kallaði eftir frið á svæðinu, ef Íranir myndu ekki fylgja því myndi átökunum ljúka í harmleik. „Munið að það eru mörg skotmörk eftir. Skotmarkið í kvöld var það erfiðasta af þeim öllum, og kannski það mannskæðasta, en ef friður kemst ekki fljótt á, munum við ráðast á hin skotmörkin af nákvæmni, hraða og færni. Flest þeirra er hægt að útrýma á nokkrum mínútum.“ Aðgerðin unnin í samstarfi við Ísraela Ísraelar gerðu árás á kjarnorku- og flugskeytaframleiðsluinnviði Írans föstudaginn 13. júní. Síðan þá hafa Ísraelar og Íranir skipst á árásum og gagnárásum daglega. Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísraela sagði yfirlýst markmið stríðsins við Íran væri að koma höggi á kjarnorku- og flugskeytaframleiðslu þeirra. Hátt í sjö hundruð manns hafa látist í Íran og um þrjátíu í Ísrael. Þátttaka Bandaríkjanna í átökunum hefur verið yfirvofandi síðustu daga og sagði Trump á fimmtudag að hann þyrfti tvær vikur til íhuga ákvörðunina. Bandaríkin og Ísrael eru miklir bandamenn. „Ég vil þakka og færa forsætisráðherra Bibi Netanjahú hamingjuóskir. Við höfum unnið saman sem teymi og kannski ekkert teymi sem hefur unnið saman eins áður, og við höfum komist langt í að útrýma þessari hræðilegu ógn við Ísrael,“ sagði Trump á blaðamannafundinum í nótt. Í yfirlýsingu frá Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði hann aðgerðina hafa farið fram í nánu samstarfi við Ísrael. „Í byrjun árásanna lofaði ég ykkur að kjarnorkustöðvar Írans yrðu eyðilagðar, á einn hátt eða annan. Ég hef staðið við þetta loforð,“ sagði Netanjahú. Trump gaf sér einnig tíma til að þakka ísraelska hernum fyrir „dásamlegt starf“ þeirra og bandarísku flugmönnunum sem flugu B-2 Spirit-sprengjuflugvélunum. Samkvæmt umfjöllun New York Times var um að ræða sex B-2 Spirit-sprengjuflugvélar sem slepptu tylft sprengja sem er hvor um sig þrettán þúsund kíló. Sprengjunum var varpað á Fordó kjarnorkuversins sem er djúpt neðanjarðar. Einnig var einni þess konar sprengju varpað á Natanz. Að auki sendu kafbátar sjóhersins þrjátíu flugskeyti í átt að Natanz og Esfahan kjarnorkuveranna. „Vonandi þurfum við ekki þeirra aðstoð aftur í svona verkefnum. Ég vona það.“ Trump sagði einnig að enginn annar her í heiminum hefði getað framkvæmt þess konar árás og það hafi aldrei verið her til sem hefði getað það. „Við elskum þig, Guð, og við elskum frábæra herinn okkar. Verndum þau. Guð blessi Miðausturlöndin. Guð blessi Ísrael, og Guð blessi Bandaríkin,“ eru orðin sem Donald Trump lauk blaðamannafundinum á. „Hættuleg stigmögnun“ Árásin hefur vakið upp afar mismunandi viðbrögð meðal embættismanna víða um heim. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði hana hættulega stigmögnun og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir kjarnorkuframleiðslu Írans mikla ógn við alþjóðasamfélagið. Hann kallar eftir því að Íranir haldi áfram vopnahlésviðræðum til að ljúka átökunum. Hamas-samtökin, sem stýra Gasaströndinni og eiga einnig í átökum við Ísrael, sögðu árásina lýsa augljósri árásargirni Bandaríkjamanna. Hútar í Jemen hafa einnig lýst yfir stuðningi við Íran og segja Bandaríkin ógna friði heimsins. Rick Crawford, fulltrúi repúblikana í Arizona-fylki, sagðist í færslu á X vera þakklátur að Trump vissi hvar rauða línan væri. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra væru að gera það ljóst að heimurinn styddi ekki framleiðslu kjarnorkuvopna í Íran. Thomas Massi, fulltrúi repúblikana í Kentucky-fylki, sagði árásina fara gegn stjórnarskrá landsins. Alexandria Ocasio-Cortez, þingmaður demókrata, sagði árásina vera skýra ástæðu til að leitast eftir embættismissi forsetans.
Íran Ísrael Bandaríkin Kjarnorka Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira