Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar Samúel Karl Ólason skrifar 18. júní 2025 16:15 GBU-57 sprengjan er 13,6 tonn að þyngd en B-2 Spirit sprengjuþoturnar eru þeir einu sem hafa verið notaðar til að varpa þeim. AP/Flugher Bandaríkjanna Ráðamenn í Ísrael hafa um nokkuð skeið reynt að fá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að aðstoða við árásir á Íran. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er sagður hafa tvisvar sinnum beðið Trump persónulega um að fá aðstoð í formi fjórtán tonna sprengju sem hönnuð er til að granda byrgjum sem grafin eru djúpt í jörðu. Þessari sprengju, eða nokkrar slíkar, vilja Ísraelar fá Bandaríkjamenn til að varpa á kjarnorkurannsóknarstöðina í Fordo í Íran, sem grafin er djúpt inn í fjall. Sprengjan heitir formlega GBU-57. Hún er þó einnig kölluð „bunker buster“ og „MOP“ eða „Massvie Ordnance Penetrator“. Hún er um 13,6 tonn að þyngd og eru tiltölulega fáar herflugvélar sem hægt væri að nota til að varpa henni. Líklegast er að Bandaríkjamenn myndu nota B-2 Spirit herþotur til verksins, taki Trump þá ákvörðun að koma Ísraelum til aðstoðar. Þessar þotur hafa lengi verið kallaðar skæðustu sprengjuþotur heims og er gífurlega erfitt að sjá þær á ratsjám. Þær eru einnig mjög dýrar og þess vegna eiga Bandaríkjamenn fáar slíkar í dag. Eingöngu 21 B-2 sprengjuflugvél hefur verið smíðuð en nítján eru enn í notkun. AP fréttaveitan segir að B-2 geti tekið á loft með tvær sprengjur um borð en það eru rúm 27 tonn. Undir áttatíu metrum af steypu og grjóti Kjarnorkurannsóknarstöðin Fordo er sú næst stærsta í Íran þar sem úran er auðgað. Sú stærsta er Natanz en Ísraelar hafa þegar gert umfangsmiklar árásir á hana og telja sig hafa valdið það miklum skemmdum að erfitt sé fyrir Írana að auðga þar úran. Fordo er grafið inn í fjall nærri borginni Qom í Íran. Hún er talin grafin um áttatíu metra undir steypu og grjóti. GBU-57 sprengjurnar eru hannaðar til að nýta þyngd þeirra og hraðann sem þær falla á til að grafa sig djúpt í gegnum jarðveg og jafnvel herta steypu, á sextíu metra dýpi eða lengra. Hægt er að varpa fleiri sprengjum á sama stað, sem færu þá dýpra ofan í jörðina en sú fyrsta. Washington Post segir að ekki liggi fyrir að sprengjunni hafi nokkurn tímann verið varpað í orrustu. Hér að neðan má sjá myndband af tilraunasprengingu frá árinu 2019. Bandaríkin Ísrael Íran Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Íranir hóta „óbætanlegu tjóni“ skerist Bandaríkin í leikinn Æðstiklerkur Íran segir að landið ætli ekki að gefast upp og hótar Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau hlutast til í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út. 18. júní 2025 11:50 Árásum á Teheran fjölgar og enn einn hershöfðinginn felldur Árásir Ísraela á Íran hafa haldið áfram í nótt og aukist að umfangi ef eitthvað er. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. 18. júní 2025 06:38 Trump segir fólki að yfirgefa Tehran hið snarasta Íranar halda áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist þó fara sífellt fækkandi og Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í kvöld að allir íbúar Tehran, höfuðborgar Íran, ættu að flýja en Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda. 16. júní 2025 22:57 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Sjá meira
Þessari sprengju, eða nokkrar slíkar, vilja Ísraelar fá Bandaríkjamenn til að varpa á kjarnorkurannsóknarstöðina í Fordo í Íran, sem grafin er djúpt inn í fjall. Sprengjan heitir formlega GBU-57. Hún er þó einnig kölluð „bunker buster“ og „MOP“ eða „Massvie Ordnance Penetrator“. Hún er um 13,6 tonn að þyngd og eru tiltölulega fáar herflugvélar sem hægt væri að nota til að varpa henni. Líklegast er að Bandaríkjamenn myndu nota B-2 Spirit herþotur til verksins, taki Trump þá ákvörðun að koma Ísraelum til aðstoðar. Þessar þotur hafa lengi verið kallaðar skæðustu sprengjuþotur heims og er gífurlega erfitt að sjá þær á ratsjám. Þær eru einnig mjög dýrar og þess vegna eiga Bandaríkjamenn fáar slíkar í dag. Eingöngu 21 B-2 sprengjuflugvél hefur verið smíðuð en nítján eru enn í notkun. AP fréttaveitan segir að B-2 geti tekið á loft með tvær sprengjur um borð en það eru rúm 27 tonn. Undir áttatíu metrum af steypu og grjóti Kjarnorkurannsóknarstöðin Fordo er sú næst stærsta í Íran þar sem úran er auðgað. Sú stærsta er Natanz en Ísraelar hafa þegar gert umfangsmiklar árásir á hana og telja sig hafa valdið það miklum skemmdum að erfitt sé fyrir Írana að auðga þar úran. Fordo er grafið inn í fjall nærri borginni Qom í Íran. Hún er talin grafin um áttatíu metra undir steypu og grjóti. GBU-57 sprengjurnar eru hannaðar til að nýta þyngd þeirra og hraðann sem þær falla á til að grafa sig djúpt í gegnum jarðveg og jafnvel herta steypu, á sextíu metra dýpi eða lengra. Hægt er að varpa fleiri sprengjum á sama stað, sem færu þá dýpra ofan í jörðina en sú fyrsta. Washington Post segir að ekki liggi fyrir að sprengjunni hafi nokkurn tímann verið varpað í orrustu. Hér að neðan má sjá myndband af tilraunasprengingu frá árinu 2019.
Bandaríkin Ísrael Íran Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Íranir hóta „óbætanlegu tjóni“ skerist Bandaríkin í leikinn Æðstiklerkur Íran segir að landið ætli ekki að gefast upp og hótar Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau hlutast til í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út. 18. júní 2025 11:50 Árásum á Teheran fjölgar og enn einn hershöfðinginn felldur Árásir Ísraela á Íran hafa haldið áfram í nótt og aukist að umfangi ef eitthvað er. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. 18. júní 2025 06:38 Trump segir fólki að yfirgefa Tehran hið snarasta Íranar halda áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist þó fara sífellt fækkandi og Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í kvöld að allir íbúar Tehran, höfuðborgar Íran, ættu að flýja en Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda. 16. júní 2025 22:57 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Sjá meira
Íranir hóta „óbætanlegu tjóni“ skerist Bandaríkin í leikinn Æðstiklerkur Íran segir að landið ætli ekki að gefast upp og hótar Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau hlutast til í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út. 18. júní 2025 11:50
Árásum á Teheran fjölgar og enn einn hershöfðinginn felldur Árásir Ísraela á Íran hafa haldið áfram í nótt og aukist að umfangi ef eitthvað er. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. 18. júní 2025 06:38
Trump segir fólki að yfirgefa Tehran hið snarasta Íranar halda áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist þó fara sífellt fækkandi og Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í kvöld að allir íbúar Tehran, höfuðborgar Íran, ættu að flýja en Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda. 16. júní 2025 22:57