„Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki“ Agnar Már Másson skrifar 18. júní 2025 15:21 Donald Trump Bandaríkjaforstei um borð í Air Force 1 í gær. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin kannski munu skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. Forsetinn segist hafa gefið Írönum úrslitakost, eða raunar „úrslita-úrslitakost“. „Ég get ekki sagt ykkur það,“ svaraði Trump blaðamönnum í dag þegar hann var spurður hvort Bandaríkin muni gera árás á Íran en greint hefur verið frá því að Trump íhugi að fyrirskipa árásir á Íran. Hann bætti við: „Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki. Enginn veit hvað ég vil gera en ég get sagt þetta: Íranir eiga mikil vandræði í vændum og vilja halda viðræður.“ Forsetinn endurtók síðan afstöðu sína sem hann hefur ítrekað síðustu daga: Íranir hefðu átt að sýna meiri áhuga í samningaviðræðum áður en Ísraelsmenn gerðu árásina. Trump sagði aftur á móti að talsmenn Írana í kjarnorkuviðræðum myndu mögulega heimsækja Hvíta húsið. Hann kvaðst óviss hversu langan tíma átökin myndu standa yfir í Íran og Ísrael. „Tvö mjög einföld orð: skilyrðislaus uppgjöf,“ sagði Trump og endurtók þar hástafa ummæli sín af Truth Social frá því í gær. „Ég er kominn með nóg.“ Aðspurður sagðist hann hafa gefið Írönum úrslitakost. „Kannski ætti maður að kalla þetta úrslita-úrslitakost,“ bætti hann við en fór ekki nánar út í það. Svo sneri forsetinn sér að öðru umræðuefni, aðallega Rússlandi og Úkraínu. Æðstiklerkur Írana sagði í dag að landið ætlaði ekki að gefast upp og hótaði Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau skárust í leikinn í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út ef Bandaríkin skipti sér frekar af. Ísraelsmenn hafa að undanförnu rökstutt árásir sínar á Íran með því að halda því fram að Íranir væru langt komnir á leið að öðlast kjarnorkuvopn og sagt að samræður Bandaríkjamanna við Írani hefðu hingað til gengið brösuglega. Ísraelar sögðu árásirnar örþrifaráð til að verjast tilvistarógn sinni. En samkvæmt nýlegri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkja bendir fátt til þess að Íranir muni öðlast kjarnorkuvopn von bráðar, að því er CNN og BBC greinir frá. Þeir öðlist það líklega ekki fyrr en eftir hið minnsta þrjú ár. Árásir Ísraelsmanna á Íran héldu áfram í nótt og hafa aukist að umfangi. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
„Ég get ekki sagt ykkur það,“ svaraði Trump blaðamönnum í dag þegar hann var spurður hvort Bandaríkin muni gera árás á Íran en greint hefur verið frá því að Trump íhugi að fyrirskipa árásir á Íran. Hann bætti við: „Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki. Enginn veit hvað ég vil gera en ég get sagt þetta: Íranir eiga mikil vandræði í vændum og vilja halda viðræður.“ Forsetinn endurtók síðan afstöðu sína sem hann hefur ítrekað síðustu daga: Íranir hefðu átt að sýna meiri áhuga í samningaviðræðum áður en Ísraelsmenn gerðu árásina. Trump sagði aftur á móti að talsmenn Írana í kjarnorkuviðræðum myndu mögulega heimsækja Hvíta húsið. Hann kvaðst óviss hversu langan tíma átökin myndu standa yfir í Íran og Ísrael. „Tvö mjög einföld orð: skilyrðislaus uppgjöf,“ sagði Trump og endurtók þar hástafa ummæli sín af Truth Social frá því í gær. „Ég er kominn með nóg.“ Aðspurður sagðist hann hafa gefið Írönum úrslitakost. „Kannski ætti maður að kalla þetta úrslita-úrslitakost,“ bætti hann við en fór ekki nánar út í það. Svo sneri forsetinn sér að öðru umræðuefni, aðallega Rússlandi og Úkraínu. Æðstiklerkur Írana sagði í dag að landið ætlaði ekki að gefast upp og hótaði Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau skárust í leikinn í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út ef Bandaríkin skipti sér frekar af. Ísraelsmenn hafa að undanförnu rökstutt árásir sínar á Íran með því að halda því fram að Íranir væru langt komnir á leið að öðlast kjarnorkuvopn og sagt að samræður Bandaríkjamanna við Írani hefðu hingað til gengið brösuglega. Ísraelar sögðu árásirnar örþrifaráð til að verjast tilvistarógn sinni. En samkvæmt nýlegri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkja bendir fátt til þess að Íranir muni öðlast kjarnorkuvopn von bráðar, að því er CNN og BBC greinir frá. Þeir öðlist það líklega ekki fyrr en eftir hið minnsta þrjú ár. Árásir Ísraelsmanna á Íran héldu áfram í nótt og hafa aukist að umfangi. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna.
Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira