Þingmenn stjórnarandstöðu sagðir barnalegir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. júní 2025 13:24 Þingmenn stjórnarflokkanna saka stjórnarandstöðuna um málþóf á Alþingi, þingmenn hennar hafi verið barnalegir í framgöngu. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks vísar gagnrýninni til föðurhúsanna. Vísir Þingmenn stjórnarflokkanna saka stjórnarandstöðuna um ófagleg vinnubrögð á Alþingi til að tefja að mál komist í gegn. Þingmaður Viðreisnar telur endurskoða þurfi þann tíma sem þingmenn hafa í ræðustól. Vælukór segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þingfundur hófst að nýju á Alþingi klukkan hálf ellefu í morgun og voru þrettán þingmenn á mælendaskrá um störf þingsins. Á þingfundi í dag eru níu mál á dagskrá og þar á meðal er kosning í bankaráð Seðlabankans. Síðasta mál á dagskrá í dag er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjald. Það er meðal þeirra mála sem stjórnarflokkarnir og stjórnarandstaðan hafa tekist á um síðustu vikur. Vill stytta ræðutíma Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar vill að breytingar verði gerðar á ræðutíma þingmanna á Alþingi ella sé erfitt að koma málum í gegn. „Það getur ekki gengið að hópur þingmanna sem eru kannski með 45 prósent þingmanna á bak við sig komi ekki nokkrum sköpuðum hlut í gegn. Þannig að ég held, virðulegi forseti, að þetta sé mál sem við þurfum að taka til gagngerrar endurskoðunar. Að hér séum við endalaust að karpa um hluti sem við getum svo sannarlega verið sammála um. Mér fannst skrítið að minnihlutinn á síðasta Alþingi næði ekki nokkrum sköpuðum hlut í gegn og fór að velta fyrir mér hvort það þyrfti að setja á kvóta á umræður sem eiga sér stað í þinginu , sagði Guðbrandur Einarsson á Alþingi undir ræðuliðnum Störf þingsins. Líkist börnum með tilfinningavanda Ása Berglind Hjálmarsdóttir þingmaður Samfylkingar furðaði sig einnig á vinnubrögðum stjórnarandstöðunnar á Alþingi í morgun. „Hér hefur ekki aðeins verið talað miklu meira en tíðkast undanfarin ár í hverju málinu á fætur öðru í þeim tilgangi að koma í veg fyrir framgang mála ríkisstjórnarinnar, heldur hafa sumir þingmenn sýnt á sér þannig hliðar að ég hreinlega vona að enginn sé að horfa. Háttvirtir þingmenn hafa komið upp og bókstaflega öskrað á samstarfsfólk sitt líkt og börn með tilfinningavanda sem þau hafa ekki þroska til að ráða við,“ sagði Ása undir liðnum Störf þingsins í morgun. Vælukór Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks vísaði gagnrýninni til föðurhúsanna. „Vælukórinn gleymir alveg, að hugsa í eigin barm og hver getur verið ástæðan fyrir því að umræðan hafi lengst hér í þingsal,“ sagði Vilhjálmur í ræðu sinni. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Er lýðræði bannað ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn? Í dag mun hefjast fyrirstaða til að reyna að koma í veg fyrir að veiðigjöld verði leiðrétt með þeim hætti að þjóðin, eigandi auðlindar, fái sanngjarna hlutdeild í arðinum sem hún skapar. Fyrirstaðan verður leidd af Sjálfstæðisflokknum, pólitískum armi Samtaka íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja (SFS). 18. júní 2025 08:02 Meirihlutinn spari mínútur til að kasta klukkutímum á glæ Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var afgreitt úr þingnefnd í morgun. Þingmaður Miðflokksins segir meirihlutann spara mínútur til þess eins að kasta klukkutímum á glæ á komandi þingfundum með því að flýta meðferð frumvarpsins í nefndinni. Allir tali fyrir daufum eyrum meirihlutans. Formaður nefndarinnar fagnar því að minnihlutinn hafi mætt í vinnuna. 14. júní 2025 11:55 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Innlent Fleiri fréttir Rigning með köflum víðast hvar Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Blautt víðast hvar Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Þingfundur hófst að nýju á Alþingi klukkan hálf ellefu í morgun og voru þrettán þingmenn á mælendaskrá um störf þingsins. Á þingfundi í dag eru níu mál á dagskrá og þar á meðal er kosning í bankaráð Seðlabankans. Síðasta mál á dagskrá í dag er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjald. Það er meðal þeirra mála sem stjórnarflokkarnir og stjórnarandstaðan hafa tekist á um síðustu vikur. Vill stytta ræðutíma Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar vill að breytingar verði gerðar á ræðutíma þingmanna á Alþingi ella sé erfitt að koma málum í gegn. „Það getur ekki gengið að hópur þingmanna sem eru kannski með 45 prósent þingmanna á bak við sig komi ekki nokkrum sköpuðum hlut í gegn. Þannig að ég held, virðulegi forseti, að þetta sé mál sem við þurfum að taka til gagngerrar endurskoðunar. Að hér séum við endalaust að karpa um hluti sem við getum svo sannarlega verið sammála um. Mér fannst skrítið að minnihlutinn á síðasta Alþingi næði ekki nokkrum sköpuðum hlut í gegn og fór að velta fyrir mér hvort það þyrfti að setja á kvóta á umræður sem eiga sér stað í þinginu , sagði Guðbrandur Einarsson á Alþingi undir ræðuliðnum Störf þingsins. Líkist börnum með tilfinningavanda Ása Berglind Hjálmarsdóttir þingmaður Samfylkingar furðaði sig einnig á vinnubrögðum stjórnarandstöðunnar á Alþingi í morgun. „Hér hefur ekki aðeins verið talað miklu meira en tíðkast undanfarin ár í hverju málinu á fætur öðru í þeim tilgangi að koma í veg fyrir framgang mála ríkisstjórnarinnar, heldur hafa sumir þingmenn sýnt á sér þannig hliðar að ég hreinlega vona að enginn sé að horfa. Háttvirtir þingmenn hafa komið upp og bókstaflega öskrað á samstarfsfólk sitt líkt og börn með tilfinningavanda sem þau hafa ekki þroska til að ráða við,“ sagði Ása undir liðnum Störf þingsins í morgun. Vælukór Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks vísaði gagnrýninni til föðurhúsanna. „Vælukórinn gleymir alveg, að hugsa í eigin barm og hver getur verið ástæðan fyrir því að umræðan hafi lengst hér í þingsal,“ sagði Vilhjálmur í ræðu sinni.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Er lýðræði bannað ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn? Í dag mun hefjast fyrirstaða til að reyna að koma í veg fyrir að veiðigjöld verði leiðrétt með þeim hætti að þjóðin, eigandi auðlindar, fái sanngjarna hlutdeild í arðinum sem hún skapar. Fyrirstaðan verður leidd af Sjálfstæðisflokknum, pólitískum armi Samtaka íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja (SFS). 18. júní 2025 08:02 Meirihlutinn spari mínútur til að kasta klukkutímum á glæ Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var afgreitt úr þingnefnd í morgun. Þingmaður Miðflokksins segir meirihlutann spara mínútur til þess eins að kasta klukkutímum á glæ á komandi þingfundum með því að flýta meðferð frumvarpsins í nefndinni. Allir tali fyrir daufum eyrum meirihlutans. Formaður nefndarinnar fagnar því að minnihlutinn hafi mætt í vinnuna. 14. júní 2025 11:55 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Innlent Fleiri fréttir Rigning með köflum víðast hvar Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Blautt víðast hvar Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Er lýðræði bannað ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn? Í dag mun hefjast fyrirstaða til að reyna að koma í veg fyrir að veiðigjöld verði leiðrétt með þeim hætti að þjóðin, eigandi auðlindar, fái sanngjarna hlutdeild í arðinum sem hún skapar. Fyrirstaðan verður leidd af Sjálfstæðisflokknum, pólitískum armi Samtaka íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja (SFS). 18. júní 2025 08:02
Meirihlutinn spari mínútur til að kasta klukkutímum á glæ Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var afgreitt úr þingnefnd í morgun. Þingmaður Miðflokksins segir meirihlutann spara mínútur til þess eins að kasta klukkutímum á glæ á komandi þingfundum með því að flýta meðferð frumvarpsins í nefndinni. Allir tali fyrir daufum eyrum meirihlutans. Formaður nefndarinnar fagnar því að minnihlutinn hafi mætt í vinnuna. 14. júní 2025 11:55