Fréttir

Blautt víðast hvar

Nokkrar minniháttar lægðir hringsóla kringum landið og tilheyrandi úrkomusvæði valda blautviðri víðast hvar um helgina. Norðaustan strekkingur eða allhvass vindur á Vestfjörðum í fyrstu, en annars mun hægari vindur.

Veður

„Hann fékk ein­fald­lega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“

„Þetta var svo dýrkeypt fráfall af því að hann var svo efnilegur; hann var bráðgáfaður, hæfileikaríkur og falleg sál. Mér finnst sárt að hugsa til þess hvað hefði getað orðið – ef bróðir minn hefði fengið þá hjálp sem hann þurfti,“ segir Daníel Örn Sigurðsson en yngri bróðir hans, Steindór Smári Sveinsson svipti sig lífi árið 2018 eftir áralanga baráttu við fíknivanda og geðraskanir. Hann var einungis 32 ára gamall.

Innlent

Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“

Pete Hegseth varnarmálaráðherra, og verðandi stríðsmálaráðherra, Bandaríkjanna hefur fyrirskipað ráðuneytinu að kemba samfélagsmiðla starfsfólks í leit að „óviðeigandi ummælum“ varðandi morðið á áhrifavaldinum öfgafulla Charlie Kirk.

Erlent

Hefja frumkvæðisathugun á dauðs­föllum tengdum bóluefnum

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur tekið tilfelli ungs fólks sem lést skömmu eftir að hafa verið bólusett við kórónuveirunni til rannsóknar. Áhrif bóluefnanna á þungaðar konur er einnig til rannsóknar en ákvörðunin er umdeild og lýst af mörgum sem pólitískum gjörningi til að friðþægja Robert F. Kennedy yngri heilbrigðisráðherra.

Erlent

Alls­herjar­þingið á­lyktar um palestínskt ríki

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti með yfirburðum ályktun sem er ætlað að blása nýju lífi í tveggja ríkja lausn í Palestínu og Ísrael. Ísland greiddi atkvæði með ályktuninni sem var samþykkt innan við sólarhring frá því að haft var eftir Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels að það yrði aldrei palestínskt ríki.

Erlent

NATO eflir varnir í austri

Atlantshafsbandalagið hyggst efla varnir sínar í austurhluta Evrópu eftir að 21 rússnesku flygildi var flogið inn í lofthelgi Póllands.

Erlent

Ríkis­stjórnin þver­brjóti leik­reglur vinnu­markaðarins

Verkalýðsleiðtogar segja áform um afnám áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna og tímabundinnar lausnar þeirra fela í sér einhliða skerðingu á réttindum launafólks. Með þessu þverbrjóti ríkisstjórnin leikreglur vinnumarkaðarins. Verkalýðshreyfingin muni verjast skerðingum á réttindum launafólks af hörku. 

Innlent

Starfs­menn þing­flokks taka pokann sinn

Tveimur starfsmönnum þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefur verið sagt upp. Um er að ræða enn eina breytinguna hjá þingflokknum sem nýlega skipti um framkvæmdastjóra og þingflokksformann.

Innlent

Erna Solberg hættir

Erna Solberg, formaður norska Hægriflokksins, hefur tilkynnt að hún muni segja af sér formennsku í flokknum. Tilkynningin kemur ekki á óvart en Hægriflokkurinn beið afhroð í nýafstöðnum þingkosningum í Noregi á mánudag.

Erlent

For­stöðu­menn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja á­standið óásættan­legt

Fangelsismál á Íslandi eru í langvinnri kerfislægri krísu, boðunarlistar í fangelsi lengjast og á sama tíma fyrnast dómar. Þetta segja forstöðumenn tveggja fangelsa, öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar, Fangavarðafélag Íslands og Afstaða sem gagnrýna öll stefnu stjórnvalda eftir að fram kom að lækka eigi stofnfjárframlag til byggingar á nýju fangelsi tímabundið um 400 milljónir króna á þessu ári. 

Innlent

Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar

Deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins biðlar til stjórnvalda um að gefa Ylju neyslurými þær 12-15 milljónir sem upp á vantar til að hægt sé að reka neyslurýmið alla daga ársins. Það sé samfélagslegt verkefni að bjóða þeim sem leita til þeirra upp á öryggt rými sjö daga vikunnar.

Innlent

Lýð­ræðis­legri um­ræðu og sam­stöðu ógnað

Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum voru kynntar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna í morgun. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir þessi mál hafa setið á hakanum síðustu ár og skortur á rýningu á fjárfestingum erlendra aðila hafa verið ákveðinn akkílesarhæl.

Innlent

Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið hand­samaður

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir „með nokkuð góðri vissu“ að búið sé að handsama grunaðan banamann hægrisinnaða áhrifavaldsins Charlie Kirk. Hinn grunaði er sagður vera karlmaður fæddur árið 2003 að nafni Tyler Robinson. Faðir Tyler hafi komið yfirvöldum á snoðir um son sinn. Boðað hefur verið til blaðamannafundar sem átti að hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma, en hefur nú verið seinkað um að minnsta kosti þrjátíu mínútur.

Erlent

Ís­land gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuld­bindingar

Að óbreyttu stefnir í að Ísland þurfi að kaupa losunarheimildir fyrir að minnsta kosti ellefu milljarða króna til að geta staðið við skuldbindingar í loftslagsmálum, þar sem ekki hefur tekist að halda í við markmið á síðustu árum. Ráðherra hefur gert tillögu að nýju landsákvörðuðu framlagi Íslands til Parísarsamningsins fyrir árið 2035, þar sem meðal annars er stefnt að 50-55 prósenta samdrætti í samfélagslosun og umtalsverðum samdrætti í losun frá landi.

Innlent