Fréttir Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Varaformaður Miðflokksins hafnar því að hugmyndir hans um áhrif fjölgunar innflytjenda á Íslandi sé rasísk samsæriskenning heldur byggi þær á „tölfræðilegum staðreyndum“. Prófessor í stjórnmálafræði segir málflutning varaformannsins augljóst dæmi um að byrjað sé að daðra við samsæriskenninguna í íslenskum stjórnmálum. Innlent 14.11.2025 06:46 Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í nótt. Eldar kviknuðu víða um borgina og að minnsta kosti ellefu særðust. Fimm voru lagðir inn á sjúkrahús, þeirra á meðal þunguð kona og einn í lífshættu. Erlent 14.11.2025 06:46 Helgi Pétursson er látinn Helgi Pétursson, tónlistarmaður, fjölmiðlamaður, fyrrverandi borgarfulltrúi og baráttumaður fyrir málefnum eldri borgara, er látinn, 76 ára að aldri. Innlent 14.11.2025 06:27 Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna nágrannaerja, þar sem einn er grunaður um líkamsárás. Innlent 14.11.2025 06:27 Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Nauðsynlegt að er stjórnvöld bregðist við fjölgun ofbeldismála gegn öldruðum að sögn formanns eldri borgara og sérfræðings hjá Neyðarlínunni. Fjöldi ábendinga hafi borist um slík ofbeldismál á síðustu mánuðum. Nauðsynlegt sé að rannsaka málaflokkinn hér á landi og efla vitund um vandann. Innlent 13.11.2025 23:00 Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. Innlent 13.11.2025 22:43 Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Foreldrar í Laugarnesskóla hafa tekið umferðaröryggismál í eigin hendur og mannað gæslu við gangbraut á Reykjavegi þar sem í tvígang hefur verið ekið á börn á leið frá skóla síðasta mánuðinn. Foreldri við skólann segir þær úrbætur sem hafa verið gerðar ekki nógu góðar. Innlent 13.11.2025 22:23 Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir ekki til fjármagn til að bregðast við óþægindum sem íbúar í Dalhúsum í Grafarvogi verða fyrir vegna mikillar aðsóknar að skíðasvæðinu í Húsahverfi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að tillaga þeirra um úrbætur á svæðinu hafi verið felld á fundi ráðsins. Innlent 13.11.2025 22:09 Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Í kvöld fóru fram í Dómkirkjunni í Reykjavík styrktartónleikar fyrir kristna flóttamenn frá héraðinu Nagorno-Karabakh í Armeníu. Birgir Þórarinsson, fyrrverandi alþingismaður, hélt utan um tónleikana. Innlent 13.11.2025 21:46 Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Moskítóflugur fundust á sveitabæ í Ölfusi á þriðjudag en þetta er önnur tegund en sú sem fannst í Kjós í síðasta mánuði. Skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun telur líklegt að þetta sé tegund sem nærist aðallega á fuglum og geti leitað skjóls yfir veturinn og farið af stað þegar hlýna tekur. Innlent 13.11.2025 21:01 Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Kona sem lenti í slysi þegar hún renndi sér niður rennibraut í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík á ekki rétt á skaðabótum frá borginni eða tryggingafélagi hennar. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfestir fyrri dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 13.11.2025 20:04 Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Starfsmaðurinn sem hefur stöðu sakbornings vegna meintrar árásar á Stuðlum starfar enn hjá Barna- og fjölskyldustofu. Málið var ekki tilkynnt til eftirlitsstofnunar eins og lög gera ráð fyrir. Innlent 13.11.2025 19:14 Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Starfsmaðurinn sem hefur stöðu sakbornings vegna meintrar árásar á Stuðlum starfar enn hjá Barna- og fjölskyldustofu. Málið var ekki tilkynnt til eftirlitsstofnunar eins og lög gera ráð fyrir. Innlent 13.11.2025 18:12 Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Þorsteinn Hermann Þorbjörnsson hefur verið sakfelldur í Landsrétti fyrir að svipta sambýliskonu sína lífi á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri í apríl í fyrra og dæmdur í sextán ára fangelsi. Í Héraðsdómi Norðurlands eystra var hann ekki dæmdur fyrir manndráp heldur ofbeldi í nánu sambandi sem leiddi til dauða og aðeins dæmdur til tólf ára fangelsisvistar. Sá dómur var harðlega gagnrýndur. Innlent 13.11.2025 16:41 Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd Alþingis, hefur óskað eftir því að utanríkisráðherra komi á fund nefndarinnar sem fyrst til að ræða tillögu framkvæmdastjórnar ESB um verndarráðstafanir vegna járnblendis en hvorki Íslandi né Noregi verður hlíft við ráðstöfunum samkvæmt tillögunni. Innlent 13.11.2025 16:31 Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Fjölmennur fundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Mosfellsbæ haldinn í gær samþykkti einróma tillögu stjórnar um að haldið verði prófkjör fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor. Innlent 13.11.2025 16:15 Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Félagar í Kennarasambandi Íslands hafa ekki fengið launahækkun samkvæmt ákvæði um launatöfluauka í kjarasamningi sem undirritaður var í nóvember í fyrra. Formaður Kennarasambandsins telur að kennarar eigi fullan rétt á hækkuninni og segir deiluna snúast um orðaleiki, en málinu hefur verið vísað til Félagsdóms. Innlent 13.11.2025 16:15 Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Dýrahjálp Íslands fagnar lagabreytingu sem gerir gæludýraeigendum kleift að flytja með dýr sín í fjölbýli án þess að þurfa samþykki nágranna sinna í húsinu. Því fylgi oft mikil sorg þegar fólk flytur á milli staða og þarf að skilja dýrin eftir. Innlent 13.11.2025 16:03 Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Óttast er að Úkraínumenn séu að gera sömu mistök og þeir hafa gert áður, með því að reyna að halda ákveðnum bæ eða borg of lengi. Sérfræðingar og einhverjir yfirmenn í úkraínska hernum eru sagðir hafa áhyggjur af því að fall borgarinnar Pokrovsk sé orðið óhjákvæmilegt og að áframhaldandi vörn borgarinnar muni reynast dýrkeypt. Erlent 13.11.2025 15:23 Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Dagný Kristinsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, hefur verið send í leyfi á meðan farið verður í úttekt á stjórnunarháttum í skólanum. Tæp þrjú ár eru síðan hún lét af störfum sem skólastjóri Hvassaleitisskóla eftir að fjölmargir kennarar og starfsmenn skólans undirrituðu yfirlýsingu, þar sem þeir lýstu yfir vantrausti á hendur henni. Innlent 13.11.2025 15:00 Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Starfsmaður leikskólans Múlaborgar sem sætir ákæru fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn einu barni í tveimur aðskildum tilvikum játar sök að hluta. Innlent 13.11.2025 14:54 Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Gámaflutningar ehf. hafa verið sýknaðir af kröfum Landslagna ehf., sem lentu í því í fyrra að gámur í eigu félagsins var fluttur án heimildar á Hólmsheiði, þar sem hann fannst tómur. Gámaflutningar voru taldir ábyrgir fyrir þjófnaðinum en Landslagnir voru ekki taldar hafa fært sönnur á tjón sitt. Innlent 13.11.2025 14:22 „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Síðustu tíu ár hafa reynst mörgum þeirra sem lifðu árásina á tónleikastaðinn Bataclan í París mjög erfið. Enginn virðist hafa yfirgefið Bataclan án öra, hvort sem þau voru á líkama eða sál, og eiga margir enn mjög erfitt. Erlent 13.11.2025 13:03 Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði samþykkti á fundi sínum í gær að haldið verði prófkjör fyrir sveitastjórnarkosningar á næsta ári. Prófkjörið mun fara fram 7. febrúar 2026 og kosið verður um sex efstu sætin. Innlent 13.11.2025 12:52 Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir stöðuna í meðferðarkerfinu vera grafalvarlega og ítrekar að gæta skuli varúðar þegar valdi er beitt. Starfsmaður Stuðla er með stöðu sakbornings vegna meintrar árásar innan meðferðarheimilisins. Innlent 13.11.2025 12:13 Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Í hádegisfréttum fjöllum vi áfram um málefni Stuðla en eins og greint var frá í gær sætir starfsmaður meðferðarheimilsins rannsóknar. Innlent 13.11.2025 12:02 „Ég er sá sem getur fellt hann“ Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að frumvarp sem kveður á um birtingu allra gagna sem yfirvöld hafa safnað um Jeffrey Epstein verði tekið til umræðu í næstu viku. Erlent 13.11.2025 11:03 Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Samþykkt hefur verið að Grjótagata í Grjótaþorpinu í miðborg Reykjavíkur verði einstefnugata. Íbúar hafa upplifað umferðaröngþveiti vegna vöruafhendingar á morgnana og líka hraðan næturakstur að næturlagi og sendu umhverfis- og skipulagssviði undirskriftalista vegna málsins síðastliðið sumar. Innlent 13.11.2025 10:35 Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Tino Chrupalla, annar af æðstu leiðtogum flokksins Valkostur fyrir Þýskaland eða AfD, segir Þýskalandi ekki stafa nokkur ógn af Rússlandi Vladimírs Pútín. Það sama segir hann þó ekki um Pólland. Churpalla telur að Þýskalandi gæti stafað ógn af Póllandi. Erlent 13.11.2025 10:09 Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Frakkar minnast þess í dag að tíu ár eru liðin frá því að mannskæðar hryðjuverkaárásir voru framdar í París. Minningarathafnir verða haldnar víða um landið en 130 manns létu lífið í árásum vígamanna hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við Íslamska ríkið þann 13. nóvember árið 2015. Erlent 13.11.2025 09:59 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Varaformaður Miðflokksins hafnar því að hugmyndir hans um áhrif fjölgunar innflytjenda á Íslandi sé rasísk samsæriskenning heldur byggi þær á „tölfræðilegum staðreyndum“. Prófessor í stjórnmálafræði segir málflutning varaformannsins augljóst dæmi um að byrjað sé að daðra við samsæriskenninguna í íslenskum stjórnmálum. Innlent 14.11.2025 06:46
Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í nótt. Eldar kviknuðu víða um borgina og að minnsta kosti ellefu særðust. Fimm voru lagðir inn á sjúkrahús, þeirra á meðal þunguð kona og einn í lífshættu. Erlent 14.11.2025 06:46
Helgi Pétursson er látinn Helgi Pétursson, tónlistarmaður, fjölmiðlamaður, fyrrverandi borgarfulltrúi og baráttumaður fyrir málefnum eldri borgara, er látinn, 76 ára að aldri. Innlent 14.11.2025 06:27
Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna nágrannaerja, þar sem einn er grunaður um líkamsárás. Innlent 14.11.2025 06:27
Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Nauðsynlegt að er stjórnvöld bregðist við fjölgun ofbeldismála gegn öldruðum að sögn formanns eldri borgara og sérfræðings hjá Neyðarlínunni. Fjöldi ábendinga hafi borist um slík ofbeldismál á síðustu mánuðum. Nauðsynlegt sé að rannsaka málaflokkinn hér á landi og efla vitund um vandann. Innlent 13.11.2025 23:00
Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. Innlent 13.11.2025 22:43
Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Foreldrar í Laugarnesskóla hafa tekið umferðaröryggismál í eigin hendur og mannað gæslu við gangbraut á Reykjavegi þar sem í tvígang hefur verið ekið á börn á leið frá skóla síðasta mánuðinn. Foreldri við skólann segir þær úrbætur sem hafa verið gerðar ekki nógu góðar. Innlent 13.11.2025 22:23
Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir ekki til fjármagn til að bregðast við óþægindum sem íbúar í Dalhúsum í Grafarvogi verða fyrir vegna mikillar aðsóknar að skíðasvæðinu í Húsahverfi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að tillaga þeirra um úrbætur á svæðinu hafi verið felld á fundi ráðsins. Innlent 13.11.2025 22:09
Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Í kvöld fóru fram í Dómkirkjunni í Reykjavík styrktartónleikar fyrir kristna flóttamenn frá héraðinu Nagorno-Karabakh í Armeníu. Birgir Þórarinsson, fyrrverandi alþingismaður, hélt utan um tónleikana. Innlent 13.11.2025 21:46
Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Moskítóflugur fundust á sveitabæ í Ölfusi á þriðjudag en þetta er önnur tegund en sú sem fannst í Kjós í síðasta mánuði. Skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun telur líklegt að þetta sé tegund sem nærist aðallega á fuglum og geti leitað skjóls yfir veturinn og farið af stað þegar hlýna tekur. Innlent 13.11.2025 21:01
Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Kona sem lenti í slysi þegar hún renndi sér niður rennibraut í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík á ekki rétt á skaðabótum frá borginni eða tryggingafélagi hennar. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfestir fyrri dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 13.11.2025 20:04
Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Starfsmaðurinn sem hefur stöðu sakbornings vegna meintrar árásar á Stuðlum starfar enn hjá Barna- og fjölskyldustofu. Málið var ekki tilkynnt til eftirlitsstofnunar eins og lög gera ráð fyrir. Innlent 13.11.2025 19:14
Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Starfsmaðurinn sem hefur stöðu sakbornings vegna meintrar árásar á Stuðlum starfar enn hjá Barna- og fjölskyldustofu. Málið var ekki tilkynnt til eftirlitsstofnunar eins og lög gera ráð fyrir. Innlent 13.11.2025 18:12
Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Þorsteinn Hermann Þorbjörnsson hefur verið sakfelldur í Landsrétti fyrir að svipta sambýliskonu sína lífi á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri í apríl í fyrra og dæmdur í sextán ára fangelsi. Í Héraðsdómi Norðurlands eystra var hann ekki dæmdur fyrir manndráp heldur ofbeldi í nánu sambandi sem leiddi til dauða og aðeins dæmdur til tólf ára fangelsisvistar. Sá dómur var harðlega gagnrýndur. Innlent 13.11.2025 16:41
Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd Alþingis, hefur óskað eftir því að utanríkisráðherra komi á fund nefndarinnar sem fyrst til að ræða tillögu framkvæmdastjórnar ESB um verndarráðstafanir vegna járnblendis en hvorki Íslandi né Noregi verður hlíft við ráðstöfunum samkvæmt tillögunni. Innlent 13.11.2025 16:31
Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Fjölmennur fundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Mosfellsbæ haldinn í gær samþykkti einróma tillögu stjórnar um að haldið verði prófkjör fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor. Innlent 13.11.2025 16:15
Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Félagar í Kennarasambandi Íslands hafa ekki fengið launahækkun samkvæmt ákvæði um launatöfluauka í kjarasamningi sem undirritaður var í nóvember í fyrra. Formaður Kennarasambandsins telur að kennarar eigi fullan rétt á hækkuninni og segir deiluna snúast um orðaleiki, en málinu hefur verið vísað til Félagsdóms. Innlent 13.11.2025 16:15
Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Dýrahjálp Íslands fagnar lagabreytingu sem gerir gæludýraeigendum kleift að flytja með dýr sín í fjölbýli án þess að þurfa samþykki nágranna sinna í húsinu. Því fylgi oft mikil sorg þegar fólk flytur á milli staða og þarf að skilja dýrin eftir. Innlent 13.11.2025 16:03
Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Óttast er að Úkraínumenn séu að gera sömu mistök og þeir hafa gert áður, með því að reyna að halda ákveðnum bæ eða borg of lengi. Sérfræðingar og einhverjir yfirmenn í úkraínska hernum eru sagðir hafa áhyggjur af því að fall borgarinnar Pokrovsk sé orðið óhjákvæmilegt og að áframhaldandi vörn borgarinnar muni reynast dýrkeypt. Erlent 13.11.2025 15:23
Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Dagný Kristinsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, hefur verið send í leyfi á meðan farið verður í úttekt á stjórnunarháttum í skólanum. Tæp þrjú ár eru síðan hún lét af störfum sem skólastjóri Hvassaleitisskóla eftir að fjölmargir kennarar og starfsmenn skólans undirrituðu yfirlýsingu, þar sem þeir lýstu yfir vantrausti á hendur henni. Innlent 13.11.2025 15:00
Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Starfsmaður leikskólans Múlaborgar sem sætir ákæru fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn einu barni í tveimur aðskildum tilvikum játar sök að hluta. Innlent 13.11.2025 14:54
Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Gámaflutningar ehf. hafa verið sýknaðir af kröfum Landslagna ehf., sem lentu í því í fyrra að gámur í eigu félagsins var fluttur án heimildar á Hólmsheiði, þar sem hann fannst tómur. Gámaflutningar voru taldir ábyrgir fyrir þjófnaðinum en Landslagnir voru ekki taldar hafa fært sönnur á tjón sitt. Innlent 13.11.2025 14:22
„Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Síðustu tíu ár hafa reynst mörgum þeirra sem lifðu árásina á tónleikastaðinn Bataclan í París mjög erfið. Enginn virðist hafa yfirgefið Bataclan án öra, hvort sem þau voru á líkama eða sál, og eiga margir enn mjög erfitt. Erlent 13.11.2025 13:03
Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði samþykkti á fundi sínum í gær að haldið verði prófkjör fyrir sveitastjórnarkosningar á næsta ári. Prófkjörið mun fara fram 7. febrúar 2026 og kosið verður um sex efstu sætin. Innlent 13.11.2025 12:52
Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir stöðuna í meðferðarkerfinu vera grafalvarlega og ítrekar að gæta skuli varúðar þegar valdi er beitt. Starfsmaður Stuðla er með stöðu sakbornings vegna meintrar árásar innan meðferðarheimilisins. Innlent 13.11.2025 12:13
Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Í hádegisfréttum fjöllum vi áfram um málefni Stuðla en eins og greint var frá í gær sætir starfsmaður meðferðarheimilsins rannsóknar. Innlent 13.11.2025 12:02
„Ég er sá sem getur fellt hann“ Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að frumvarp sem kveður á um birtingu allra gagna sem yfirvöld hafa safnað um Jeffrey Epstein verði tekið til umræðu í næstu viku. Erlent 13.11.2025 11:03
Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Samþykkt hefur verið að Grjótagata í Grjótaþorpinu í miðborg Reykjavíkur verði einstefnugata. Íbúar hafa upplifað umferðaröngþveiti vegna vöruafhendingar á morgnana og líka hraðan næturakstur að næturlagi og sendu umhverfis- og skipulagssviði undirskriftalista vegna málsins síðastliðið sumar. Innlent 13.11.2025 10:35
Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Tino Chrupalla, annar af æðstu leiðtogum flokksins Valkostur fyrir Þýskaland eða AfD, segir Þýskalandi ekki stafa nokkur ógn af Rússlandi Vladimírs Pútín. Það sama segir hann þó ekki um Pólland. Churpalla telur að Þýskalandi gæti stafað ógn af Póllandi. Erlent 13.11.2025 10:09
Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Frakkar minnast þess í dag að tíu ár eru liðin frá því að mannskæðar hryðjuverkaárásir voru framdar í París. Minningarathafnir verða haldnar víða um landið en 130 manns létu lífið í árásum vígamanna hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við Íslamska ríkið þann 13. nóvember árið 2015. Erlent 13.11.2025 09:59