Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Agnar Már Másson skrifar 18. júní 2025 17:11 Vahid Ahmadsomali er 49 ára íranskur verkfræðingur búsettur á Íslandi. Íranskur flóttamaður á Íslandi lýsir áhyggjum af fjölskyldu sinni sem er föst í Teheran, þar sem stríð hefur nú geisað í fimm daga. Hann segir að eiginkona sín og barn séu búin að fá dvalarleyfi hér á landi en fyrirtækið sem skaffar vegabréfsáritanir í Íran sé lokað vegna stríðsins. Sprengjum hefur ítrekað verið varpað á Teheran, höfuðborg Íran, síðustu fimm daga þar sem stríð milli Írana og Ísraels er komið á sjötta dag. Talið er að um 240 manns hafi fallið í árásum Ísraels á Íran, og 24 í flugskeytaárásum Írana á Ísrael. Vahid Ahmadsomali, 49 ára íranskur verkfræðingur búsettur á Íslandi, lýsir þungum áhyggjum af Sahar, eiginkonu sinni, og Rayan, 16 mánaða barni þeirra, sem hann segir enn vera föst í Íran. „Ég sef ekki á nóttunni,“ segir Vahid í samtali við fréttastofu. „Öll landamæri eru lokuð. Allir flugvellir eru lokaðir,“ bætir hann við. Vahid, Sahar og Ben. Á myndina vantar Rayan sem er 16 mánaða.Visir/Aðsend Vahid kom hingað til lands sem flóttamaður ásamt Ben, einhverfum syni sínum sem er í dag 16 ára, og hlutu þeir alþjóðlega vernd á Íslandi eftir í fyrra. Vahid hlaut starfsleyi sem verkfræðingur á Íslandi í september 2024 en segist ekki hafa tryggt sér vinnu sem slíkur hér á landi enda sé það skilyrði á mörgum vinnustöðum að tala íslensku, sem Vahid hefur enn ekki náð fullum tökum á. Geti ekki fengið vegabréfsáritun vegna lokana af völdum stríðsins Vahid segist hafa sótt um fjölskyldusameiningu í fyrra en Útlendingastofnun eigi enn eftir að afgreiða umsóknina. Stofnunin hafi sagst ekki getað ekki brotið jafnræðisreglur með því að draga flýta fyrir meðferð á einni umsókn. Fjölskyldan Vahids sé aftur á móti þegar komin með dvalarleyfi á Íslandi en skorti vegabréfsáritun, sem sé aðeins hægt að fá í gegnum sendiráð Danmerkur í Teheran, sem hefur útvistað vegabréfsáritunum til fyrirtækisins VFS Global, en bækistöðvar VFS eru lokaðar í Tehran vegna stríðsins að sögn Vahids. Sahar, eiginkona Vahids, og Rayan sonur þeirra.Visir/Aðsend Fjölskyldan hafi því rekið sig á vegg og er nú pikkföst í Íran. Vahid segist sjálfur ekki geta farið að sækja fjölskylduna enda muni „harðstjórnin“ þar taka hann höndum, auk þess sem fyrr segir: landamærin séu lokuð. Nú hafa stjórnvöld í Íran takmarkað netsamband í landinu töluvert til að verjast ísraelskum netárásum. Því er aðeins hægt að nota innra net, að sögn Vahids, en það gerir það að verkum að Vahid nái ekki lengur sambandi við eiginkonu sína. Ástandið ólíklega að batna Hann hefur miklar áhyggjur af ástandinu. „Þessi tvö lönd eru að hamra hvert annað með flugskeytum og gera engan greinarmun á óbreyttum borgurum,“ bætir Vahid við. Og þær blikur sem nú eru á lofti um að Bandaríkin ætli að slást í leikin draga ekki úr áhyggjum Vahids, þvert á móti. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag að Bandaríkin myndu kannski skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. „Þetta er í alvörunni galið ástand,“ segir hann enn fremur. Hann óttast að stríðið muni því dragist enn fremur á langinn. „Ef Bandaríkin bætast við í þetta stríð [...] þá veit ég ekki hvað verður um fólkið mitt í Íran.“ Íran Ísrael Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Sprengjum hefur ítrekað verið varpað á Teheran, höfuðborg Íran, síðustu fimm daga þar sem stríð milli Írana og Ísraels er komið á sjötta dag. Talið er að um 240 manns hafi fallið í árásum Ísraels á Íran, og 24 í flugskeytaárásum Írana á Ísrael. Vahid Ahmadsomali, 49 ára íranskur verkfræðingur búsettur á Íslandi, lýsir þungum áhyggjum af Sahar, eiginkonu sinni, og Rayan, 16 mánaða barni þeirra, sem hann segir enn vera föst í Íran. „Ég sef ekki á nóttunni,“ segir Vahid í samtali við fréttastofu. „Öll landamæri eru lokuð. Allir flugvellir eru lokaðir,“ bætir hann við. Vahid, Sahar og Ben. Á myndina vantar Rayan sem er 16 mánaða.Visir/Aðsend Vahid kom hingað til lands sem flóttamaður ásamt Ben, einhverfum syni sínum sem er í dag 16 ára, og hlutu þeir alþjóðlega vernd á Íslandi eftir í fyrra. Vahid hlaut starfsleyi sem verkfræðingur á Íslandi í september 2024 en segist ekki hafa tryggt sér vinnu sem slíkur hér á landi enda sé það skilyrði á mörgum vinnustöðum að tala íslensku, sem Vahid hefur enn ekki náð fullum tökum á. Geti ekki fengið vegabréfsáritun vegna lokana af völdum stríðsins Vahid segist hafa sótt um fjölskyldusameiningu í fyrra en Útlendingastofnun eigi enn eftir að afgreiða umsóknina. Stofnunin hafi sagst ekki getað ekki brotið jafnræðisreglur með því að draga flýta fyrir meðferð á einni umsókn. Fjölskyldan Vahids sé aftur á móti þegar komin með dvalarleyfi á Íslandi en skorti vegabréfsáritun, sem sé aðeins hægt að fá í gegnum sendiráð Danmerkur í Teheran, sem hefur útvistað vegabréfsáritunum til fyrirtækisins VFS Global, en bækistöðvar VFS eru lokaðar í Tehran vegna stríðsins að sögn Vahids. Sahar, eiginkona Vahids, og Rayan sonur þeirra.Visir/Aðsend Fjölskyldan hafi því rekið sig á vegg og er nú pikkföst í Íran. Vahid segist sjálfur ekki geta farið að sækja fjölskylduna enda muni „harðstjórnin“ þar taka hann höndum, auk þess sem fyrr segir: landamærin séu lokuð. Nú hafa stjórnvöld í Íran takmarkað netsamband í landinu töluvert til að verjast ísraelskum netárásum. Því er aðeins hægt að nota innra net, að sögn Vahids, en það gerir það að verkum að Vahid nái ekki lengur sambandi við eiginkonu sína. Ástandið ólíklega að batna Hann hefur miklar áhyggjur af ástandinu. „Þessi tvö lönd eru að hamra hvert annað með flugskeytum og gera engan greinarmun á óbreyttum borgurum,“ bætir Vahid við. Og þær blikur sem nú eru á lofti um að Bandaríkin ætli að slást í leikin draga ekki úr áhyggjum Vahids, þvert á móti. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag að Bandaríkin myndu kannski skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. „Þetta er í alvörunni galið ástand,“ segir hann enn fremur. Hann óttast að stríðið muni því dragist enn fremur á langinn. „Ef Bandaríkin bætast við í þetta stríð [...] þá veit ég ekki hvað verður um fólkið mitt í Íran.“
Íran Ísrael Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira