Íranir hóta „óbætanlegu tjóni“ skerist Bandaríkin í leikinn Agnar Már Másson skrifar 18. júní 2025 11:50 Ali Khamenei, æðsti klerkur Íran, lýsti yfir stuðningi við Hezbollah eftir fall leiðtoga samtakanna í dag. Getty/Skrifstofa æðsta klerks Íran Æðstiklerkur Íran segir að landið ætli ekki að gefast upp og hótar Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau hlutast til í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út. Árásir Ísraelsmanna á Íran héldu áfram í nótt og hafa aukist að umfangi. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. Reuters greina aukinheldur frá því að Trump íhugi að slást í fylgd með Ísrael og hlutast til átökunum. Reykur rís upp úr hús í kjölfar loftárásar Ísraelsmanna, sem segja á bygginguna nýtta í starfsemi ríkisútvarpsins. Stringer/Getty „Allsherjarstríð“ „Öll íhlutun Bandaríkjamanna væri uppskrift fyrir allsherarstríð á svæðinu,“ sagði Esmaeil Baghaei, talsmaður utanríkisráðuneytis Írana, í viðtali við Al Jazeera í morgun í kjölfar þess að Trump lét gamminn geisa á Truth Social í gær og kallaði í hástöfum eftir „skilyrðislausri uppgjöf“, væntanlega að hálfu Íran. Upp úr klukkan 11 í dag að íslensku tíma las talsmaður íranskra stjórnvalda upp úr ávarpi Ayatollah Ali Khamenei æðstaklerks í ríkissjónvarpi Írans. Klerkurinn er í felum en Trump sagðist þó að „við“ vissum hvar hann fæli sig. Í ávarpinu var haft eftir klerknum að hvers kyns íhlutun að hálfu Bandaríkjahers myndi vafalaust verða mætt með „óbætanlegu tjóni“. „Íranir eru ekki þeir sem gefast upp,“ var enn fremur haft eftir Khamenei þar sem hann virðist svara færslum Trumps. Þá sagði hann að Ísraelsmenn myndu fá að gjalda fyrir sínar gjörðir. Ísraelsmenn hafi hæft 40 skotmörk Ísraelsher segist hafa hæft 40 skotmörk í Íran í dag. „Um 25 orrustuþotur réðust á rúmlega 40 eldflaugainnviði sem miðað var að Ísraelsríki, eldflaugageymslur og hermenn írönsku ríkisstjórnarinnar,“ segir í færslu Ísraelshers á X. Stór sprenging heyrðist í Teheran í nótt og fylgdu fleiri í kjölfarið. Stjórnvöld þar í landi hafa ekkert gefið út um hvað þar gekk á en árásir Ísraela virðast hafa beinst austurhluta borgarinnar, þar sem hersveitir Byltingarvarðarins reka sinn herskóla. Þá segjast Ísraelar hafa fellt enn einn hershöfðingjann og segja að nú sé Íranski herinn höfuðlaus, allir æðstu stjórnendur hans hafi verið ráðnir af dögum. Íranir hafa svarað með drónaárásum á Ísrael og tala látinna í átökunum stendur nú í um 225 í Íran og 24 í Ísrael, þar sem loftvarnir þeirra skjóta flesta drónana og eldflaugarnar niður. Íran Donald Trump Ísrael Bandaríkin Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Árásir Ísraelsmanna á Íran héldu áfram í nótt og hafa aukist að umfangi. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. Reuters greina aukinheldur frá því að Trump íhugi að slást í fylgd með Ísrael og hlutast til átökunum. Reykur rís upp úr hús í kjölfar loftárásar Ísraelsmanna, sem segja á bygginguna nýtta í starfsemi ríkisútvarpsins. Stringer/Getty „Allsherjarstríð“ „Öll íhlutun Bandaríkjamanna væri uppskrift fyrir allsherarstríð á svæðinu,“ sagði Esmaeil Baghaei, talsmaður utanríkisráðuneytis Írana, í viðtali við Al Jazeera í morgun í kjölfar þess að Trump lét gamminn geisa á Truth Social í gær og kallaði í hástöfum eftir „skilyrðislausri uppgjöf“, væntanlega að hálfu Íran. Upp úr klukkan 11 í dag að íslensku tíma las talsmaður íranskra stjórnvalda upp úr ávarpi Ayatollah Ali Khamenei æðstaklerks í ríkissjónvarpi Írans. Klerkurinn er í felum en Trump sagðist þó að „við“ vissum hvar hann fæli sig. Í ávarpinu var haft eftir klerknum að hvers kyns íhlutun að hálfu Bandaríkjahers myndi vafalaust verða mætt með „óbætanlegu tjóni“. „Íranir eru ekki þeir sem gefast upp,“ var enn fremur haft eftir Khamenei þar sem hann virðist svara færslum Trumps. Þá sagði hann að Ísraelsmenn myndu fá að gjalda fyrir sínar gjörðir. Ísraelsmenn hafi hæft 40 skotmörk Ísraelsher segist hafa hæft 40 skotmörk í Íran í dag. „Um 25 orrustuþotur réðust á rúmlega 40 eldflaugainnviði sem miðað var að Ísraelsríki, eldflaugageymslur og hermenn írönsku ríkisstjórnarinnar,“ segir í færslu Ísraelshers á X. Stór sprenging heyrðist í Teheran í nótt og fylgdu fleiri í kjölfarið. Stjórnvöld þar í landi hafa ekkert gefið út um hvað þar gekk á en árásir Ísraela virðast hafa beinst austurhluta borgarinnar, þar sem hersveitir Byltingarvarðarins reka sinn herskóla. Þá segjast Ísraelar hafa fellt enn einn hershöfðingjann og segja að nú sé Íranski herinn höfuðlaus, allir æðstu stjórnendur hans hafi verið ráðnir af dögum. Íranir hafa svarað með drónaárásum á Ísrael og tala látinna í átökunum stendur nú í um 225 í Íran og 24 í Ísrael, þar sem loftvarnir þeirra skjóta flesta drónana og eldflaugarnar niður.
Íran Donald Trump Ísrael Bandaríkin Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira