Segist vita hvar klerkurinn feli sig en vilji ekki drepa hann strax Agnar Már Másson skrifar 17. júní 2025 17:07 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lætur gamminn geisa á ný á Truth Social. AP/Alex Brandon Bandaríkjaforseti virðist ýja að því að Bandaríkjaher sé að blanda sér í átök milli Ísraels og Íran. Hann segir að „við“ vitum hvar æðstiklerkur Írana feli sig en vilji ekki drepa hann að svo stöddu. Hann krefst „skilyrðirslausrar uppgjafar“. Eins og svo oft áður hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti látið gamminn geisa inni á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Trump hefur birt þrjár færslur á síðustu klukkustund í framhaldi af fundi með öryggisráði Hvíta hússins vegna ástandsins milli Íran og Ísraels. Íranir hafa haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist fara fækkandi þar sem Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran en nú gefur Trump í skyn að Bandaríkjamenn hafi einnig tekið þátt í því. Í fyrstu færslunni segir Trump að „við“ höfum „algjöra yfirráð“ yfir háloftunum yfir Íran. Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda síðustu daga en Trump nefnir í færslunni að loftvarnakerfi Írana jafnist ekkert á við hergögn „framleidd í Bandaríkjunum“. Trump heldur áfram í annarri færslu: „Við vitum nákvæmlega hvar hinn svokallaði „æðsti leiðtogi“ er í felum. Hann er auðvelt skotmark en er öruggur þar. Við ætlum ekki að taka hann úr umferð (drepa!), að minnsta kosti ekki að svo stöddu. En við viljum ekki að eldflaugum sé skotið á borgara, eða bandaríska hermenn. Þolinmæði okkar er á þrotum.“ Forsetinn vísar þar til æðstaklerks Írans, Ayjatollah Ali Khameini. Orðanotkun forsetans vekur athygli, einkum notkun hans á orðinu „við“. Þetta gerir hann þrátt fyrir að fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafi ítrekað sagt síðustu daga að Bandaríkin hafi ekki átt þátt í loftárásum Ísraelshers á Íran. Og forsetinn er stuttorður í þriðju færslunni: „SKILYRÐISLAUS UPPGJÖF!“ Ísraelsmenn hafa síðustu mánuði þrýst á Bandaríkjaforseta í leit að stuðning til að ráðast á kjarnorkuinnviði í Íran en hann hefur síðustu mánuði veitt þeim þrýstingi viðnám. Nú virðist staða hans hafa breyst. Trump sagðist fyrr í dag „ekki vera að leita að vopnahlé“ heldur vildi binda „alvöru enda“ á stríðið. Í framhaldi af því ítrekaði hann afstöðu sína um að Íranir mættu ekki alls ekki öðlast kjarnorkuvopn en undanfarna mánuði hefur forsetinn leitast eftir samningi við Írana þess efnis. Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Eins og svo oft áður hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti látið gamminn geisa inni á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Trump hefur birt þrjár færslur á síðustu klukkustund í framhaldi af fundi með öryggisráði Hvíta hússins vegna ástandsins milli Íran og Ísraels. Íranir hafa haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist fara fækkandi þar sem Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran en nú gefur Trump í skyn að Bandaríkjamenn hafi einnig tekið þátt í því. Í fyrstu færslunni segir Trump að „við“ höfum „algjöra yfirráð“ yfir háloftunum yfir Íran. Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda síðustu daga en Trump nefnir í færslunni að loftvarnakerfi Írana jafnist ekkert á við hergögn „framleidd í Bandaríkjunum“. Trump heldur áfram í annarri færslu: „Við vitum nákvæmlega hvar hinn svokallaði „æðsti leiðtogi“ er í felum. Hann er auðvelt skotmark en er öruggur þar. Við ætlum ekki að taka hann úr umferð (drepa!), að minnsta kosti ekki að svo stöddu. En við viljum ekki að eldflaugum sé skotið á borgara, eða bandaríska hermenn. Þolinmæði okkar er á þrotum.“ Forsetinn vísar þar til æðstaklerks Írans, Ayjatollah Ali Khameini. Orðanotkun forsetans vekur athygli, einkum notkun hans á orðinu „við“. Þetta gerir hann þrátt fyrir að fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafi ítrekað sagt síðustu daga að Bandaríkin hafi ekki átt þátt í loftárásum Ísraelshers á Íran. Og forsetinn er stuttorður í þriðju færslunni: „SKILYRÐISLAUS UPPGJÖF!“ Ísraelsmenn hafa síðustu mánuði þrýst á Bandaríkjaforseta í leit að stuðning til að ráðast á kjarnorkuinnviði í Íran en hann hefur síðustu mánuði veitt þeim þrýstingi viðnám. Nú virðist staða hans hafa breyst. Trump sagðist fyrr í dag „ekki vera að leita að vopnahlé“ heldur vildi binda „alvöru enda“ á stríðið. Í framhaldi af því ítrekaði hann afstöðu sína um að Íranir mættu ekki alls ekki öðlast kjarnorkuvopn en undanfarna mánuði hefur forsetinn leitast eftir samningi við Írana þess efnis.
Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira