„Ég á erfitt með að trúa þessu upp á hreinræktaðan Árbæing“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2025 11:02 Hér má sjá þessa tvo dóma sem Víkingar fengu á silfurfati í gær. Fyrst vítið sem Valdimar Þór Ingimundarson fiskaði og svo þegar Karl Friðleifur Gunnarsson varði með hendi á marklínu. Sýn Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans Albert Brynjar Ingason og Lárus Orri Sigurðsson ræddu vítadómana tvo í leik Víkings og KR í síðasta þætti Stúkunnar. Það þótti mörgum Víkingar hafa sloppið afar vel, fyrst með því að fá umdeilt víti og svo með því að komast upp með að verja með höndum á marklínunni. Karl Friðleifur Gunnarsson fékk vissulega dæmt á sig víti en slapp við rauða spjaldið. KR-ingar jöfnuðu metin úr vítinu en Víkingar voru áfram ellefu á móti ellefu og unnu leikinn að lokum 3-2. Það var ástæða til að ræða þessa tvo umdeildu dóma í Stúkunni. Klippa: Umræða Stúkunnar um umdeilda dóma í leik Víkings og KR Eins mikil dýfa og þær verða „Aðeins um þetta. Albert, þú öskraðir víti, víti, víti, strax og þetta gerðist. Þetta er aldrei vítaspyrna,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Ég hef aldrei séð Árbæing henda sér svona niður. Auðvitað hélt ég bara að þetta væri víti en þetta er aldrei vítaspyrna. Ég er mikill talsmaður vítaspyrna en þetta er eins mikil dýfa og þær verða,“ sagði Albert. „Sjáum við stöðu dómarans,“ spurði Lárus Orri Sigurðsson. „Við getum örugglega spólað aðeins til baka og hreinlega fengið að sjá þetta aftur. Séð hvert Jóhann Ingi er mættur þegar hann tekur þessa ákvörðun,“ sagði Guðmundur. „Það sést svo vel þegar hann stígur í hægri fótinn og hendir sér niður,“ sagði Albert. „Reynir svo að skilja vinstri fótinn eftir af því að hann náði ekki snertingu við þann hægri,“ sagði Guðmundur. Þú verður bara að trúa því Þeir voru samt á því að hnéð á markverði hafi mögulega snert vinstri fótinn á Valdimari en þá hafi framherjinn verið byrjaður að láta sig falla. „Ég á erfitt með að trúa þessu upp á hreinræktaðan Árbæing,“ sagði Albert. „Þú verður bara að trúa því,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Þetta er risaatriði því þetta er fyrsta markið. Þetta er annað risa risaatriði,“ sagði Guðmundur og sýndi vítið sem KR fékk. „Karl Friðleifi vantaði bara hanska því þetta er bara varsla og þetta er varsla sem Ingvar var aldrei að fara að verja. Hann fer strax í vasann án þess að hugsa þetta,“ sagði Guðmundur. Þetta er klárlega rautt spjald „Þetta er nánast eins og hann sé að verja boltann með hendi á marklínu. Boltinn er á leiðinni inn,“ sagði Lárus Orri. „Þetta er klárlega rautt spjald,“ sagði Lárus. „Ég er sammála því, hann er aldrei að fara að verja þetta,“ sagði Albert. Umræðuna má sjá hér fyrir ofan. Besta deild karla Stúkan KR Víkingur Reykjavík Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Það þótti mörgum Víkingar hafa sloppið afar vel, fyrst með því að fá umdeilt víti og svo með því að komast upp með að verja með höndum á marklínunni. Karl Friðleifur Gunnarsson fékk vissulega dæmt á sig víti en slapp við rauða spjaldið. KR-ingar jöfnuðu metin úr vítinu en Víkingar voru áfram ellefu á móti ellefu og unnu leikinn að lokum 3-2. Það var ástæða til að ræða þessa tvo umdeildu dóma í Stúkunni. Klippa: Umræða Stúkunnar um umdeilda dóma í leik Víkings og KR Eins mikil dýfa og þær verða „Aðeins um þetta. Albert, þú öskraðir víti, víti, víti, strax og þetta gerðist. Þetta er aldrei vítaspyrna,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Ég hef aldrei séð Árbæing henda sér svona niður. Auðvitað hélt ég bara að þetta væri víti en þetta er aldrei vítaspyrna. Ég er mikill talsmaður vítaspyrna en þetta er eins mikil dýfa og þær verða,“ sagði Albert. „Sjáum við stöðu dómarans,“ spurði Lárus Orri Sigurðsson. „Við getum örugglega spólað aðeins til baka og hreinlega fengið að sjá þetta aftur. Séð hvert Jóhann Ingi er mættur þegar hann tekur þessa ákvörðun,“ sagði Guðmundur. „Það sést svo vel þegar hann stígur í hægri fótinn og hendir sér niður,“ sagði Albert. „Reynir svo að skilja vinstri fótinn eftir af því að hann náði ekki snertingu við þann hægri,“ sagði Guðmundur. Þú verður bara að trúa því Þeir voru samt á því að hnéð á markverði hafi mögulega snert vinstri fótinn á Valdimari en þá hafi framherjinn verið byrjaður að láta sig falla. „Ég á erfitt með að trúa þessu upp á hreinræktaðan Árbæing,“ sagði Albert. „Þú verður bara að trúa því,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Þetta er risaatriði því þetta er fyrsta markið. Þetta er annað risa risaatriði,“ sagði Guðmundur og sýndi vítið sem KR fékk. „Karl Friðleifi vantaði bara hanska því þetta er bara varsla og þetta er varsla sem Ingvar var aldrei að fara að verja. Hann fer strax í vasann án þess að hugsa þetta,“ sagði Guðmundur. Þetta er klárlega rautt spjald „Þetta er nánast eins og hann sé að verja boltann með hendi á marklínu. Boltinn er á leiðinni inn,“ sagði Lárus Orri. „Þetta er klárlega rautt spjald,“ sagði Lárus. „Ég er sammála því, hann er aldrei að fara að verja þetta,“ sagði Albert. Umræðuna má sjá hér fyrir ofan.
Besta deild karla Stúkan KR Víkingur Reykjavík Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira