Læknir játar að hafa gefið Perry ketamín Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júní 2025 08:42 Perry glímdi við fíkn í marga áratugi en var sagður á góðu róli þegar hann lést. Getty/Phillip Faraone Læknir sem var ákærður fyrir að hafa útvegað leikaranum Metthew Perry ketamín í sama mánuði og hann lést ætlar að játa sök í málinu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ríkissaksóknarar í Bandaríkjunum sendu frá sér í gær og Guardian hefur eftir. Læknirinn Salvador Plasencia sé ákærður í fjórum ákæruliðum og muni játa sök í þeim öllum á næstu vikum. Hann á yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsisdóm. Auk Plasencia hafa fjórir verið ákærðir fyrir að hafa átt aðkomu að andláti Perry, þar á meðal læknirinn Mark Chavez. Hann rak læknastöð þar sem hann hafði milligöngu um sölu á ketamíni til Plasencia sem afhenti leikaranum lyfið. Chavez hefur þegar játað sök í málinu. Aðstoðarmaður Perry kom að honum látnum í nuddpotti á heimili hans í október 2023. Við krufningu fannst mikið magn ketamíns í blóði Perry, sem var talið að hefði dregið hann til dauða. Skömmu fyrir andlátið er Perry sagður hafa sóst í meira ketamín en læknirinn hans vildi útvega honum. Þá hafi hann haft upp á Plasencia, sem bað Chavez um að útvega sér lyfið. „Hvað ætli þessi hálfviti sé tilbúinn að borga,“ á Plasencia að hafa sent á Chavez í smáskilaboðum á þeim tíma samkvæmt dómskjölum. Sama dag eru þeir sagðir hafa hist og Chavez afhent Plasencia að minnsta kosti fjórar lyfjaflöskur af ketamíni. Þá er Plasencia sagður hafa rukkað Perry 4,500 Bandaríkjadali fyrir efnin, sem samsvara hátt í 600 þúsund krónum. Andlát Matthew Perry Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Fíkn Tengdar fréttir Fimm ákærðir í tengslum við andlát Perry Fimm hafa verið handteknir og ákærðir í tengslum við andlát leikarans Matthew Perry. Meðal þeirra eru þrír læknar en allir ákærðu eru sagðir hafa selt Perry ketamín og lagt sig fram um að leyna því hvað dró hann til dauða. 15. ágúst 2024 18:07 Kanna hvar Perry fékk ketamínið Rannsakendur lögreglunnar í Los Angeles, Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna og bandaríska póstsins vinna nú að því að komast að því hvaðan leikarinn Matthew Perry fékk ketamínið sem dró hann til dauða í fyrra. Perry fannst látinn í sundlaug sinni í Los Angeles í október í fyrra og fannst mikið magn ketamíns í líkama hans. 21. maí 2024 21:42 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem ríkissaksóknarar í Bandaríkjunum sendu frá sér í gær og Guardian hefur eftir. Læknirinn Salvador Plasencia sé ákærður í fjórum ákæruliðum og muni játa sök í þeim öllum á næstu vikum. Hann á yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsisdóm. Auk Plasencia hafa fjórir verið ákærðir fyrir að hafa átt aðkomu að andláti Perry, þar á meðal læknirinn Mark Chavez. Hann rak læknastöð þar sem hann hafði milligöngu um sölu á ketamíni til Plasencia sem afhenti leikaranum lyfið. Chavez hefur þegar játað sök í málinu. Aðstoðarmaður Perry kom að honum látnum í nuddpotti á heimili hans í október 2023. Við krufningu fannst mikið magn ketamíns í blóði Perry, sem var talið að hefði dregið hann til dauða. Skömmu fyrir andlátið er Perry sagður hafa sóst í meira ketamín en læknirinn hans vildi útvega honum. Þá hafi hann haft upp á Plasencia, sem bað Chavez um að útvega sér lyfið. „Hvað ætli þessi hálfviti sé tilbúinn að borga,“ á Plasencia að hafa sent á Chavez í smáskilaboðum á þeim tíma samkvæmt dómskjölum. Sama dag eru þeir sagðir hafa hist og Chavez afhent Plasencia að minnsta kosti fjórar lyfjaflöskur af ketamíni. Þá er Plasencia sagður hafa rukkað Perry 4,500 Bandaríkjadali fyrir efnin, sem samsvara hátt í 600 þúsund krónum.
Andlát Matthew Perry Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Fíkn Tengdar fréttir Fimm ákærðir í tengslum við andlát Perry Fimm hafa verið handteknir og ákærðir í tengslum við andlát leikarans Matthew Perry. Meðal þeirra eru þrír læknar en allir ákærðu eru sagðir hafa selt Perry ketamín og lagt sig fram um að leyna því hvað dró hann til dauða. 15. ágúst 2024 18:07 Kanna hvar Perry fékk ketamínið Rannsakendur lögreglunnar í Los Angeles, Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna og bandaríska póstsins vinna nú að því að komast að því hvaðan leikarinn Matthew Perry fékk ketamínið sem dró hann til dauða í fyrra. Perry fannst látinn í sundlaug sinni í Los Angeles í október í fyrra og fannst mikið magn ketamíns í líkama hans. 21. maí 2024 21:42 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Sjá meira
Fimm ákærðir í tengslum við andlát Perry Fimm hafa verið handteknir og ákærðir í tengslum við andlát leikarans Matthew Perry. Meðal þeirra eru þrír læknar en allir ákærðu eru sagðir hafa selt Perry ketamín og lagt sig fram um að leyna því hvað dró hann til dauða. 15. ágúst 2024 18:07
Kanna hvar Perry fékk ketamínið Rannsakendur lögreglunnar í Los Angeles, Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna og bandaríska póstsins vinna nú að því að komast að því hvaðan leikarinn Matthew Perry fékk ketamínið sem dró hann til dauða í fyrra. Perry fannst látinn í sundlaug sinni í Los Angeles í október í fyrra og fannst mikið magn ketamíns í líkama hans. 21. maí 2024 21:42