Lífið í bænum - fyrir suma Sigurður Kári Harðarson skrifar 16. júní 2025 08:31 Systir mín er helsta fyrirmynd mín í lífinu. Hún glímir við fleiri áskoranir en mörg okkar, m.a. þroskahömlun, málhömlun og einhverfu, en heldur samt ótrauð áfram að gera það sem henni finnst skemmtilegt. Hún æfir þrjár íþróttir í þremur bæjarfélögum, utan Kópavogs. Fótboltinn er í Garðabæ, sundið í Hafnarfirði og skautarnir í Reykjavík. Hún er algjör dugnaðarforkur. Hvort sem það er að taka strætó, fara á æfingar eða mót, hún leggur sig alltaf 100% fram og hennar mottó er „æfingin skapar meistarann.” Við fjölskyldan búum í Kópavogi en henni gefst ekki kostur á að iðka sínar íþróttir í hennar heimabæ. Þið getið ímyndað ykkur hvað það fer mikill tími í ferðalög til og frá æfingum. Hvernig stendur á að Kópavogsbær, annað stærsta sveitarfélag landsins býður ekki upp á fjölbreytt tómstunda- og íþróttastarf fyrir fötluð börn og ungmenni. Hvernig stendur á því að íþróttastarf í bænum sé fyrir suma en ekki alla? Mér finnst umhugsunarvert að þessar risa íþróttahallir sem eru í Kópavogi, Fífan og Kórinn, séu ekki nýttar undir íþróttaiðkun fyrir einstaklinga með fötlun. Mannréttindi fyrir suma, ekki alla Fyrir stuttu, á afmæli Kópavogsbæjar var bæjarstjóri spurð hvað henni fyndist best við Kópavog. Hún svaraði að það væri íbúarnir, fólkið í bænum. Ég er alveg sammála þar sem ég hef búið í Kópavogi allt mitt líf og eignast frábæra vini, verið með frábæra kennara og stundað allar mínar íþrótti þar. Þess vegna skýtur skökku við að bæjarstjóri hóti málssókn til að koma í veg fyrir lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og noti það sem fyrsta úrræði án þess að reyna koma til móts við fatlað fólk og aðstandendur þeirra í Kópavogi. Ef það eru íbúarnir sem gera bæinn að góðum stað – hvers vegna eru þeir þá ekki hafðir í fyrirrúmi þegar kemur að stórum réttlætismálum. Þegar íbúar þurfa að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum, en bæjaryfirvöld bregðast með undanbrögðum í stað þess að bregðast við af alvöru, kemur skýrt í ljós hversu lítill áhugi er fyrir raunverulegum aðgerðum. Þversögnin felst ekki aðeins í orðunum sjálfum, heldur líka í því hver fá þjónustu og hver eru skilin út undan. Skýr skilaboð bæjarstjóra til jaðarsettra hópa. Þegar bæjarstjóri eða sveitarstjórn svarar kalli um aukin mannréttindi – ekki með viðræðum, hlustun eða umbótum – heldur með hótun um málsókn gegn ríkinu vegna tæknilegra atriða- sendir það mjög skýr skilaboð til viðkomandi hóps: þau sem standa höllum fæti, og hafa lengi beðið eftir fullum mannréttindum, eru ekki forgangsatriði. Þau eru í raun vandamál, kostnaður sem þarf að komast hjá. Þetta grefur undan trausti – ekki bara fatlaðs fólks, heldur allra sem trúa að stjórnmálamenn eigi að standa með réttindum, jafnrétti og mannlegri reisn. Hvort sem að þessi fyrirhuguðu málaferli verða að raunveruleika eða ekki, er ljóst að aðgengi fatlaðra að íþróttaiðkun hjá Kópavogsbæ er með minnsta móti og þörf er á róttækum breytingum í þessum málaflokki. Höfundur á einstaka systur og er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Íþróttir barna Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Systir mín er helsta fyrirmynd mín í lífinu. Hún glímir við fleiri áskoranir en mörg okkar, m.a. þroskahömlun, málhömlun og einhverfu, en heldur samt ótrauð áfram að gera það sem henni finnst skemmtilegt. Hún æfir þrjár íþróttir í þremur bæjarfélögum, utan Kópavogs. Fótboltinn er í Garðabæ, sundið í Hafnarfirði og skautarnir í Reykjavík. Hún er algjör dugnaðarforkur. Hvort sem það er að taka strætó, fara á æfingar eða mót, hún leggur sig alltaf 100% fram og hennar mottó er „æfingin skapar meistarann.” Við fjölskyldan búum í Kópavogi en henni gefst ekki kostur á að iðka sínar íþróttir í hennar heimabæ. Þið getið ímyndað ykkur hvað það fer mikill tími í ferðalög til og frá æfingum. Hvernig stendur á að Kópavogsbær, annað stærsta sveitarfélag landsins býður ekki upp á fjölbreytt tómstunda- og íþróttastarf fyrir fötluð börn og ungmenni. Hvernig stendur á því að íþróttastarf í bænum sé fyrir suma en ekki alla? Mér finnst umhugsunarvert að þessar risa íþróttahallir sem eru í Kópavogi, Fífan og Kórinn, séu ekki nýttar undir íþróttaiðkun fyrir einstaklinga með fötlun. Mannréttindi fyrir suma, ekki alla Fyrir stuttu, á afmæli Kópavogsbæjar var bæjarstjóri spurð hvað henni fyndist best við Kópavog. Hún svaraði að það væri íbúarnir, fólkið í bænum. Ég er alveg sammála þar sem ég hef búið í Kópavogi allt mitt líf og eignast frábæra vini, verið með frábæra kennara og stundað allar mínar íþrótti þar. Þess vegna skýtur skökku við að bæjarstjóri hóti málssókn til að koma í veg fyrir lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og noti það sem fyrsta úrræði án þess að reyna koma til móts við fatlað fólk og aðstandendur þeirra í Kópavogi. Ef það eru íbúarnir sem gera bæinn að góðum stað – hvers vegna eru þeir þá ekki hafðir í fyrirrúmi þegar kemur að stórum réttlætismálum. Þegar íbúar þurfa að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum, en bæjaryfirvöld bregðast með undanbrögðum í stað þess að bregðast við af alvöru, kemur skýrt í ljós hversu lítill áhugi er fyrir raunverulegum aðgerðum. Þversögnin felst ekki aðeins í orðunum sjálfum, heldur líka í því hver fá þjónustu og hver eru skilin út undan. Skýr skilaboð bæjarstjóra til jaðarsettra hópa. Þegar bæjarstjóri eða sveitarstjórn svarar kalli um aukin mannréttindi – ekki með viðræðum, hlustun eða umbótum – heldur með hótun um málsókn gegn ríkinu vegna tæknilegra atriða- sendir það mjög skýr skilaboð til viðkomandi hóps: þau sem standa höllum fæti, og hafa lengi beðið eftir fullum mannréttindum, eru ekki forgangsatriði. Þau eru í raun vandamál, kostnaður sem þarf að komast hjá. Þetta grefur undan trausti – ekki bara fatlaðs fólks, heldur allra sem trúa að stjórnmálamenn eigi að standa með réttindum, jafnrétti og mannlegri reisn. Hvort sem að þessi fyrirhuguðu málaferli verða að raunveruleika eða ekki, er ljóst að aðgengi fatlaðra að íþróttaiðkun hjá Kópavogsbæ er með minnsta móti og þörf er á róttækum breytingum í þessum málaflokki. Höfundur á einstaka systur og er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun