Hver er í raun í fýlu? Daði Freyr Ólafsson skrifar 15. júní 2025 16:00 Í pistli sem nýverið birtist hér er því haldið fram að stjórnarandstaðan á Alþingi sé í fýlu og að hún beiti málþófi og þverrandi þátttöku í nefndarstörfum í von um að grafa undan ríkisstjórninni. Þó þessi sýn geti hljómað sannfærandi fyrir þá sem ekki fylgjast náið með þingsköpum, þá er hún bæði einfölduð og villandi. Það virðist vefjast fyrir sumum hvað raunverulegt hlutverk stjórnarandstöðu felur í sér. Hún er ekki til þess að klappa fyrir ríkisstjórninni, heldur til að veita aðhald, spyrja erfiðra spurninga og, þegar þörf krefur, tefja afgreiðslu umdeildra mála til að vekja athygli á lýðræðislegum, stjórnskipulegum og málsmeðferðarlegum áhyggjum. Að nýta tímann í þingsal til að rökstyðja andstöðu sína, jafnvel ítrekað, er hvorki „fýla“ né upphlaup, heldur eðlilegur og nauðsynlegur þáttur í heilbrigðu þingræði. Sú túlkun að stjórnarandstaðan vilji aðeins komast til valda og „væli“ yfir því að fá ekki að ráða, byggir á röngum forsendum og gefur lítið fyrir þau málefnalegu rök sem andstaðan hefur sett fram í þessari umræðu. Þar hefur verið bent á alvarleg stjórnskipuleg álitaefni, valdbeitingu í nefndum og skort á samtali og sáttaleit. Ábendingar af þessu tagi ber að meta út frá innihaldi, ekki afgreiða með því að stimpla þær sem tilfinningaviðbrögð. Þegar gagnrýni beinist eingöngu að framkomu stjórnarandstöðunnar, án þess að skoða aðgerðir og ábyrgð meirihlutans í sömu mynd, þá er augljóst að annað hvort skortir skilning á þinglegum verkferlum eða viljann til að horfast í augu við að lýðræði byggist á jafnvægi. Það er ekki slæmt að vera ósammála, það er ekki fýla að krefjast umræðu. Ef einhver er í fýlu, þá eru það þeir sem hafna samtali og afgreiða gagnrýni sem „væl“. Það er ekki stjórnarandstaðan sem hefur snúið baki við ábyrgri umræðu – það eru þeir sem telja að lýðræðið eigi aðeins við þegar þeim hentar. Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í pistli sem nýverið birtist hér er því haldið fram að stjórnarandstaðan á Alþingi sé í fýlu og að hún beiti málþófi og þverrandi þátttöku í nefndarstörfum í von um að grafa undan ríkisstjórninni. Þó þessi sýn geti hljómað sannfærandi fyrir þá sem ekki fylgjast náið með þingsköpum, þá er hún bæði einfölduð og villandi. Það virðist vefjast fyrir sumum hvað raunverulegt hlutverk stjórnarandstöðu felur í sér. Hún er ekki til þess að klappa fyrir ríkisstjórninni, heldur til að veita aðhald, spyrja erfiðra spurninga og, þegar þörf krefur, tefja afgreiðslu umdeildra mála til að vekja athygli á lýðræðislegum, stjórnskipulegum og málsmeðferðarlegum áhyggjum. Að nýta tímann í þingsal til að rökstyðja andstöðu sína, jafnvel ítrekað, er hvorki „fýla“ né upphlaup, heldur eðlilegur og nauðsynlegur þáttur í heilbrigðu þingræði. Sú túlkun að stjórnarandstaðan vilji aðeins komast til valda og „væli“ yfir því að fá ekki að ráða, byggir á röngum forsendum og gefur lítið fyrir þau málefnalegu rök sem andstaðan hefur sett fram í þessari umræðu. Þar hefur verið bent á alvarleg stjórnskipuleg álitaefni, valdbeitingu í nefndum og skort á samtali og sáttaleit. Ábendingar af þessu tagi ber að meta út frá innihaldi, ekki afgreiða með því að stimpla þær sem tilfinningaviðbrögð. Þegar gagnrýni beinist eingöngu að framkomu stjórnarandstöðunnar, án þess að skoða aðgerðir og ábyrgð meirihlutans í sömu mynd, þá er augljóst að annað hvort skortir skilning á þinglegum verkferlum eða viljann til að horfast í augu við að lýðræði byggist á jafnvægi. Það er ekki slæmt að vera ósammála, það er ekki fýla að krefjast umræðu. Ef einhver er í fýlu, þá eru það þeir sem hafna samtali og afgreiða gagnrýni sem „væl“. Það er ekki stjórnarandstaðan sem hefur snúið baki við ábyrgri umræðu – það eru þeir sem telja að lýðræðið eigi aðeins við þegar þeim hentar. Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun