Tíu drepnir í Ísrael og Írönum ráðlagt að rýma Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júní 2025 10:04 Olíubirgðastöð i Tehran í ljósum logum eftir loftárás í nótt. AP Loftárásir Ísraela og Írana á víxl héldu áfram í nótt. Björgunarsveitir í Ísrael leita í rústum íbúðarhúss í borginni Bat Yam en minnst tíu eru taldir af, þar af börn, eftir að eldflaug var skotið á húsið. Óttast er að fleiri séu enn undir rústunum. Breska ríkisútvarpið hefur haldið uppi fréttavakt um nýjustu vendingar hverju sinni, en þar segir að íranski ríkismiðillinn gefi mjög takmarkaðar upplýsingar um árásir Ísraela á Íran. Í fréttatíma sem sendur var út í morgun á ríkismiðlinum er gerð ítarleg grein fyrir árásum Írana á Ísrael og umfangi þeirra. Stuttlega er minnst á árásir Ísraela og ekkert er minnst á mannfall. Fjölmiðlafrelsi í Íran er takmarkað og því erfitt að nálgast upplýsingar um yfirstandandi atburði. Blaðamenn BBC fá ekki inngöngu inn í landið til að flytja fréttir af átökunum. Trump segir einfalt að ná sáttum Olíumálaráðuneyti Tehran hefur gefið þær upplýsingar að olíubirgðastöð í borginni hafi orðið fyrir loftárásum Ísraela. Miklir eldar kviknuðu þegar árásin var gerð. Þá gefur embættismaður BBC þær upplýsingar að ráðist hafi verið að varnarmálaráðuneyti Íran. Ekki sé vitað til þess að nokkurn hafi sakað og óljóst er hve mikil eyðilegging varð. Ísraelsher hefur varað Írani sem búa í grennd við herstöðvar eða vopnageymslur að rýma heimili sín. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael gerði lítið úr árásum næturinnar og boðaði margfalt umfangsmeiri árásir á næstu dögum. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti beðið Írani um að halda sér á mottunni gagnvart Bandaríkjunum. „Ef við verðum fyrir einhvers konar árásum frá Írönum mun Bandaríkjaher svara með slíkum hætti sem enginn hefur séð áður,“ skrifaði hann í færslu á samfélagsmiðilinn sinn, Truth Social. „Það er aftur á móti einfalt mál að ná sáttum milli Ísrael og Íran og binda enda á þessi blóðugu átök,“ bætti hann við en gaf engar frekari skýringar á hvað fælist í slíkum sáttum. Íran Ísrael Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur haldið uppi fréttavakt um nýjustu vendingar hverju sinni, en þar segir að íranski ríkismiðillinn gefi mjög takmarkaðar upplýsingar um árásir Ísraela á Íran. Í fréttatíma sem sendur var út í morgun á ríkismiðlinum er gerð ítarleg grein fyrir árásum Írana á Ísrael og umfangi þeirra. Stuttlega er minnst á árásir Ísraela og ekkert er minnst á mannfall. Fjölmiðlafrelsi í Íran er takmarkað og því erfitt að nálgast upplýsingar um yfirstandandi atburði. Blaðamenn BBC fá ekki inngöngu inn í landið til að flytja fréttir af átökunum. Trump segir einfalt að ná sáttum Olíumálaráðuneyti Tehran hefur gefið þær upplýsingar að olíubirgðastöð í borginni hafi orðið fyrir loftárásum Ísraela. Miklir eldar kviknuðu þegar árásin var gerð. Þá gefur embættismaður BBC þær upplýsingar að ráðist hafi verið að varnarmálaráðuneyti Íran. Ekki sé vitað til þess að nokkurn hafi sakað og óljóst er hve mikil eyðilegging varð. Ísraelsher hefur varað Írani sem búa í grennd við herstöðvar eða vopnageymslur að rýma heimili sín. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael gerði lítið úr árásum næturinnar og boðaði margfalt umfangsmeiri árásir á næstu dögum. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti beðið Írani um að halda sér á mottunni gagnvart Bandaríkjunum. „Ef við verðum fyrir einhvers konar árásum frá Írönum mun Bandaríkjaher svara með slíkum hætti sem enginn hefur séð áður,“ skrifaði hann í færslu á samfélagsmiðilinn sinn, Truth Social. „Það er aftur á móti einfalt mál að ná sáttum milli Ísrael og Íran og binda enda á þessi blóðugu átök,“ bætti hann við en gaf engar frekari skýringar á hvað fælist í slíkum sáttum.
Íran Ísrael Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent