Segir klerkastjórninni að semja áður en það „verður of seint“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2025 11:09 Tvær af herþotunum sem Ísraelar hafa notast við til árásanna og til að verjast sjálfsprengidrónum frá Íran. Ísraelski herinn Ísraelski herinn hefur haldið árásum á Íran áfram í dag með árásum á kjarnorkurannsóknarstöðvar og yfirmenn herafla Íran. Áður en árásirnar hófust í gær notuðu útsendarar Mossad, leyniþjónustu Ísraels, sjálfsprengidróna gegn loftvarnarkerfum í Íran og grófu þannig undan vörnum landsins. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að klerkastjórnin verði að gera samkomulag um kjarnorkurannsóknir þeirra, áður en það verði of seint. Árásirnar á landið muni eingöngu verða umfangsmeiri. Árásir Ísraela í dag hafa meðal annars beinst að hátt settum mönnum í herafla Íran, eins og árásirnar í nótt gerðu einnig. Margir af æðstu leiðtogum hers landsins og byltingarvarðarins, auk kjarnorkuvísindamanna, eru sagðir liggja í valnum en klerkastjórnin hefur lítið staðfest í þessum efnum. Ísraelar segjast í morgun hafa fellt marga af æðstu leiðtogum flughers Íran þegar þeir komu saman á fundi í neðanjarðarbyrgi. Amir Ali Hajizadeh, æðsti yfirmaður fluhersins, er sagður hafa verið í byrginu. Einn talsmanna hersins segir árásirnar eingöngu vera að hefjast og að enn sé búist við miklum viðbrögðum frá Íran. Árásir á kjarnorkuvopnaáætlun Íran Ísraelar hafa lengi sakað Írana um að vilja koma upp kjarnorkuvopnum og segja að slíkt myndi ógna tilvist Ísraelsríkis. Viðræður milli klerkastjórnarinnar og ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ekki skilað árangri og virðast hafa strandað á dögunum. Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) ályktaði í gærmorgun að ráðamenn í Íran stæðu ekki við skuldbindingar sínar varðandi samningin gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Í kjölfarið sökuðu Ísraelar Írana um að safna mjög auðguðu úrani, með því markmiði að smíða kjarnorkusprengjur. Sjá einnig: Íranir séu vikum eða mánuðum frá kjarnorkusprengju Þó nokkrar árásir virðast hafa verið gerðar á kjarnorkurannsóknarstöðina í Natanz, en hún er sú stærsta sinnar tegundar í Íran. Ísralear birtu í morgun myndband sem á að vera af þeirri rannsóknarstöð. IDF publishes a video claiming to show the "3D illustration of the uranium enrichment site in the Natanz area." pic.twitter.com/MimhkvdXps— Clash Report (@clashreport) June 13, 2025 Ayjatollah Ali Khameini, æðstiklerkur Íran, hefur heitið hefndum gegn Ísrael og sagt að Ísraelar muni gjalda fyrir árásirnar. Shahed-sjálfsprengidrónum hefur verið flogið frá Íran í átt að Ísrael en þeir virðast hafa verið skotnir niður. Sjá einnig: Æðstiklerkurinn hótar hefndum og drónaárásir eru hafnar Forsvarsmenn Mossad, leyniþjónustu Ísrael, birtu í morgun myndbönd sem sýna útsendara stofnunarinnar í Íran. Þar notuðu þeir smáa sjálfsprengidróna til að granda loftvarnarkerfum áður en árásirnar hófust í gær. Drónarnir voru einnig notaðir gegn skotflaugum sem Íran hefði getað skotið að Ísrael. Þessar aðgerðir eru sagðar hafa grafið undan vörnum Íran fyrir árásirnar í gærkvöldi. The Mossad spy agency reveals footage showing its actions against Iranian air defenses and ballistic missile launchers in Iran this morning.According to an Israeli official, the Mossad built a secret explosive drone base in Iran for this morning's operation.The drones were… pic.twitter.com/JYJWBV82fg— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) June 13, 2025 „Þeir eru allir fallnir núna“ Donald Trump sagði á dögunum að hann vildi ekki að Ísraelar gerðu árásir á Íran og vildi frekar láta reyna frekar á samningaviðræður til að koma böndum á kjarnorkvuopnaáætlun klerkastjórnarinnar. Tóninn í Trump breyttist töluvert á allra síðustu dögum og gaf hann til kynna að hann hefði ekki mikla trú á því að viðræður myndu bera árangur. Hann skrifaði svo í morgun á Truth Social, samfélagsmiðil sinn, að hann hefði itrekað gefið Írönum tækifæri til að semja en það hafi ekki borið árangur. „Ég sagði þeim að þetta gæti orðið mun verra en þeir hafa áður þekkt, búist við eða verið sagt, að Bandaríkin framleiði bestu og bannvænustu hergögn heimsins og að Ísraelar ættu mikið af þeim. Og þeir kunna svo sannarlega að nota þau,“ skrifaði Trump. Hann sagði ákveðna harðlínumenn hafa talað af hugrekki en þeir hafi ekki áttað sig á því sem væri í vændum. „Þeir eru allir fallnir núna og þetta mun eingöngu versna,“ skrifaði Trump. Hann sagði að enn væri þó hægt að binda enda á „þessa slátrun“. Íranar yrðu að semja. „GERIÐ ÞAÐ, ÁÐUR EN ÞAÐ VERÐUR OF SEINT.“ Ísrael Íran Hernaður Donald Trump Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að klerkastjórnin verði að gera samkomulag um kjarnorkurannsóknir þeirra, áður en það verði of seint. Árásirnar á landið muni eingöngu verða umfangsmeiri. Árásir Ísraela í dag hafa meðal annars beinst að hátt settum mönnum í herafla Íran, eins og árásirnar í nótt gerðu einnig. Margir af æðstu leiðtogum hers landsins og byltingarvarðarins, auk kjarnorkuvísindamanna, eru sagðir liggja í valnum en klerkastjórnin hefur lítið staðfest í þessum efnum. Ísraelar segjast í morgun hafa fellt marga af æðstu leiðtogum flughers Íran þegar þeir komu saman á fundi í neðanjarðarbyrgi. Amir Ali Hajizadeh, æðsti yfirmaður fluhersins, er sagður hafa verið í byrginu. Einn talsmanna hersins segir árásirnar eingöngu vera að hefjast og að enn sé búist við miklum viðbrögðum frá Íran. Árásir á kjarnorkuvopnaáætlun Íran Ísraelar hafa lengi sakað Írana um að vilja koma upp kjarnorkuvopnum og segja að slíkt myndi ógna tilvist Ísraelsríkis. Viðræður milli klerkastjórnarinnar og ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ekki skilað árangri og virðast hafa strandað á dögunum. Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) ályktaði í gærmorgun að ráðamenn í Íran stæðu ekki við skuldbindingar sínar varðandi samningin gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Í kjölfarið sökuðu Ísraelar Írana um að safna mjög auðguðu úrani, með því markmiði að smíða kjarnorkusprengjur. Sjá einnig: Íranir séu vikum eða mánuðum frá kjarnorkusprengju Þó nokkrar árásir virðast hafa verið gerðar á kjarnorkurannsóknarstöðina í Natanz, en hún er sú stærsta sinnar tegundar í Íran. Ísralear birtu í morgun myndband sem á að vera af þeirri rannsóknarstöð. IDF publishes a video claiming to show the "3D illustration of the uranium enrichment site in the Natanz area." pic.twitter.com/MimhkvdXps— Clash Report (@clashreport) June 13, 2025 Ayjatollah Ali Khameini, æðstiklerkur Íran, hefur heitið hefndum gegn Ísrael og sagt að Ísraelar muni gjalda fyrir árásirnar. Shahed-sjálfsprengidrónum hefur verið flogið frá Íran í átt að Ísrael en þeir virðast hafa verið skotnir niður. Sjá einnig: Æðstiklerkurinn hótar hefndum og drónaárásir eru hafnar Forsvarsmenn Mossad, leyniþjónustu Ísrael, birtu í morgun myndbönd sem sýna útsendara stofnunarinnar í Íran. Þar notuðu þeir smáa sjálfsprengidróna til að granda loftvarnarkerfum áður en árásirnar hófust í gær. Drónarnir voru einnig notaðir gegn skotflaugum sem Íran hefði getað skotið að Ísrael. Þessar aðgerðir eru sagðar hafa grafið undan vörnum Íran fyrir árásirnar í gærkvöldi. The Mossad spy agency reveals footage showing its actions against Iranian air defenses and ballistic missile launchers in Iran this morning.According to an Israeli official, the Mossad built a secret explosive drone base in Iran for this morning's operation.The drones were… pic.twitter.com/JYJWBV82fg— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) June 13, 2025 „Þeir eru allir fallnir núna“ Donald Trump sagði á dögunum að hann vildi ekki að Ísraelar gerðu árásir á Íran og vildi frekar láta reyna frekar á samningaviðræður til að koma böndum á kjarnorkvuopnaáætlun klerkastjórnarinnar. Tóninn í Trump breyttist töluvert á allra síðustu dögum og gaf hann til kynna að hann hefði ekki mikla trú á því að viðræður myndu bera árangur. Hann skrifaði svo í morgun á Truth Social, samfélagsmiðil sinn, að hann hefði itrekað gefið Írönum tækifæri til að semja en það hafi ekki borið árangur. „Ég sagði þeim að þetta gæti orðið mun verra en þeir hafa áður þekkt, búist við eða verið sagt, að Bandaríkin framleiði bestu og bannvænustu hergögn heimsins og að Ísraelar ættu mikið af þeim. Og þeir kunna svo sannarlega að nota þau,“ skrifaði Trump. Hann sagði ákveðna harðlínumenn hafa talað af hugrekki en þeir hafi ekki áttað sig á því sem væri í vændum. „Þeir eru allir fallnir núna og þetta mun eingöngu versna,“ skrifaði Trump. Hann sagði að enn væri þó hægt að binda enda á „þessa slátrun“. Íranar yrðu að semja. „GERIÐ ÞAÐ, ÁÐUR EN ÞAÐ VERÐUR OF SEINT.“
Ísrael Íran Hernaður Donald Trump Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira