Æðstiklerkurinn hótar hefndum og drónaárásir eru hafnar Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 13. júní 2025 07:18 Ayatollah Ali Khameini hótar grimmilegum hefndum. AP Photo/Muhammad Sajjad) Æðstiklerkur Írana, Ayjatollah Ali Khameini, lofar því að Ísraelum verði harðlega refsað fyrir hinar umfangsmiklu árásir sem gerðar voru á fjölmörg skotmörk í Íran í nótt. Nú þegar hafa borist fregnir af umfangsmiklum drónaárásum á Ísrael en drónarnir virðast ekki hafa komist í gegnum loftvarnakerfi ísraelska hersins, enn sem komið er hið minnsta. Ali Khameini hótaði Bandaríkjamönnum einnig hefndum en stjórnvöld þar vestra hafna því alfarið að hafa komið að árásinni með nokkrum hætti og segja Ísraela hafa verið eina að verki. Ísraelar gerðu umfangsmiklar árásir á skotmörk í Íran í nótt á að minnsta kosti fjórum stöðum í landinu Sprengingar heyrðust víða um höfuðborgina Teheran og þá segjast Ísraelar hafa ráðist að hernaðarlegum skotmörkum og á svæði þar sem Íranir hafa verið að þróa kjarnorkuáætlun sína. Enn er margt á huldu um hvað gerðist í nótt en Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela sagði í ávarpi til þjóðar sinnar að ráðist hafi verið að rannsóknarstofu í Natanz þar sem Íranir voru að auðga úran og einnig á staði þar sem unnið var að hönnun langdrægra eldlauga. Einnig var ráðist að nokkrum af æðstu herforingjum Írana og einnig að helstu sérfræðingum Írana á sviði kjarnorku. Á meðal skotmarka voru íbúðarblokkir eins og þessi í norðurhluta Teheran, en einnig herstöðvar og rannsóknastofur.AP Photo/Vahid Salemi AP fréttaveitan segir að talið sé að Hossein Salami, yfirmaður Íranska byltingarvarðarins, skæðustu hersveita Írans sé á meðal hinna föllnu og einnig Mohammad Bagheri, yfirmaður herforingjaráðs Íranska hersins. Viðræður milli Írana og Bandaríkjamanna varðandi kjarnorkuáætlun þeirra fyrrnefndu hafa verið í gangi í nokkurn tíma en í vikunni bárust þær fregnir að þær viðræður hafi siglt í strand. Í gær var svo greint frá því að Bandaríkjamenn hafi ákveðið að flytja sendiráðstarfsfólk frá Bagdad, höfuðborg Íraks, þar sem óttast væri að Ísraelar væru að undirbúa árás á Íran. Árásir næturinnar hafa að sjálfsögðu stóraukið spennuna í Miðausturlöndum og hafa nágrannaríkin mörg hver annað hvort fordæmt árásirnar eða hvatt til stillingar. Það hafa helstu þjóðarleiðtogar heims einnig gert sem og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Íran Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar gera árásir á Íran Ísraelski herinn hefur gert það sem forsvarsmenn hersins kalla „fyrirbyggjandi árásir“ á skotmörk í Íran. Forsvarsmennirnir segja árásirnar beinast að kjarnorkuvopnaáætlun klerkastjórnar Íran og munu árásir hafa verið gerðar á „tugi skotmarka“ sem eiga að tengjast þeirri áætlun. Þær hafa meðal annars verið gerðar á Tehran, höfuðborg Íran. 13. júní 2025 00:44 Ísraelar sagðir undirbúa árásir á Íran Embættismenn í Bandaríkjunum og í Evrópu segja útlit fyrir að yfirvöld í Ísrael séu að undirbúa árásir á Íran. Slíkar árásir gætu verið gerðar á næstu dögum og hafa áhyggjur af árásum og svarárásum Írana leitt til þess að Bandaríkjamenn hafa fækkað starfsfólki í Mið-Austurlöndum. 12. júní 2025 11:55 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira
Nú þegar hafa borist fregnir af umfangsmiklum drónaárásum á Ísrael en drónarnir virðast ekki hafa komist í gegnum loftvarnakerfi ísraelska hersins, enn sem komið er hið minnsta. Ali Khameini hótaði Bandaríkjamönnum einnig hefndum en stjórnvöld þar vestra hafna því alfarið að hafa komið að árásinni með nokkrum hætti og segja Ísraela hafa verið eina að verki. Ísraelar gerðu umfangsmiklar árásir á skotmörk í Íran í nótt á að minnsta kosti fjórum stöðum í landinu Sprengingar heyrðust víða um höfuðborgina Teheran og þá segjast Ísraelar hafa ráðist að hernaðarlegum skotmörkum og á svæði þar sem Íranir hafa verið að þróa kjarnorkuáætlun sína. Enn er margt á huldu um hvað gerðist í nótt en Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela sagði í ávarpi til þjóðar sinnar að ráðist hafi verið að rannsóknarstofu í Natanz þar sem Íranir voru að auðga úran og einnig á staði þar sem unnið var að hönnun langdrægra eldlauga. Einnig var ráðist að nokkrum af æðstu herforingjum Írana og einnig að helstu sérfræðingum Írana á sviði kjarnorku. Á meðal skotmarka voru íbúðarblokkir eins og þessi í norðurhluta Teheran, en einnig herstöðvar og rannsóknastofur.AP Photo/Vahid Salemi AP fréttaveitan segir að talið sé að Hossein Salami, yfirmaður Íranska byltingarvarðarins, skæðustu hersveita Írans sé á meðal hinna föllnu og einnig Mohammad Bagheri, yfirmaður herforingjaráðs Íranska hersins. Viðræður milli Írana og Bandaríkjamanna varðandi kjarnorkuáætlun þeirra fyrrnefndu hafa verið í gangi í nokkurn tíma en í vikunni bárust þær fregnir að þær viðræður hafi siglt í strand. Í gær var svo greint frá því að Bandaríkjamenn hafi ákveðið að flytja sendiráðstarfsfólk frá Bagdad, höfuðborg Íraks, þar sem óttast væri að Ísraelar væru að undirbúa árás á Íran. Árásir næturinnar hafa að sjálfsögðu stóraukið spennuna í Miðausturlöndum og hafa nágrannaríkin mörg hver annað hvort fordæmt árásirnar eða hvatt til stillingar. Það hafa helstu þjóðarleiðtogar heims einnig gert sem og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Íran Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar gera árásir á Íran Ísraelski herinn hefur gert það sem forsvarsmenn hersins kalla „fyrirbyggjandi árásir“ á skotmörk í Íran. Forsvarsmennirnir segja árásirnar beinast að kjarnorkuvopnaáætlun klerkastjórnar Íran og munu árásir hafa verið gerðar á „tugi skotmarka“ sem eiga að tengjast þeirri áætlun. Þær hafa meðal annars verið gerðar á Tehran, höfuðborg Íran. 13. júní 2025 00:44 Ísraelar sagðir undirbúa árásir á Íran Embættismenn í Bandaríkjunum og í Evrópu segja útlit fyrir að yfirvöld í Ísrael séu að undirbúa árásir á Íran. Slíkar árásir gætu verið gerðar á næstu dögum og hafa áhyggjur af árásum og svarárásum Írana leitt til þess að Bandaríkjamenn hafa fækkað starfsfólki í Mið-Austurlöndum. 12. júní 2025 11:55 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira
Ísraelar gera árásir á Íran Ísraelski herinn hefur gert það sem forsvarsmenn hersins kalla „fyrirbyggjandi árásir“ á skotmörk í Íran. Forsvarsmennirnir segja árásirnar beinast að kjarnorkuvopnaáætlun klerkastjórnar Íran og munu árásir hafa verið gerðar á „tugi skotmarka“ sem eiga að tengjast þeirri áætlun. Þær hafa meðal annars verið gerðar á Tehran, höfuðborg Íran. 13. júní 2025 00:44
Ísraelar sagðir undirbúa árásir á Íran Embættismenn í Bandaríkjunum og í Evrópu segja útlit fyrir að yfirvöld í Ísrael séu að undirbúa árásir á Íran. Slíkar árásir gætu verið gerðar á næstu dögum og hafa áhyggjur af árásum og svarárásum Írana leitt til þess að Bandaríkjamenn hafa fækkað starfsfólki í Mið-Austurlöndum. 12. júní 2025 11:55