Vindhögg Viðskiptaráðs Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 12. júní 2025 15:31 Nærri áratugi eftir að lög um almennar íbúðir tóku gildi virðist Viðskiptaráð hafa uppgötvað að komið sé úrræði sem geri líf tekjulægri leigjenda ögn bærilegra. Eins og ráðinu sæmir grípur það til aðgerða til að koma í veg fyrir að markmið laganna um húsnæðisöryggi og viðráðanlegan húsnæðiskostnað nái fram að ganga, í þessu tilfelli með kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna meints ólögmæts ríkisstuðnings við almenn íbúðafélög sem starfa skv. lögum nr. 52/2006. Hefði Viðskiptaráð lesið frumvarpið með fyrrgreindum lögum ætti það að vera þeim ljóst að markmið og uppbygging laganna er í fullu í samræmi við reglur EES samningsins um ríkisaðstoð enda ávarpað sérstaklega í greinargerðinni. Staðreyndin er hins vegar sú að Viðskiptaráð hefur alltaf verið á móti viðráðanlegu leiguhúsnæði enda gætir það hagsmuna þeirra sem hagnast hafa vel á núverandi ástandi. Nú 10 árum síðar dregur ráðið upp úr hatti sínum nýjar lagatæknilegar hártoganir. Húsnæði er mannréttindamál, ekki forréttindi Húsnæði er ekki eins og hver önnur verslunarvara. Húsnæðisöryggi telst til grunnréttinda og án þeirra má segja að allur annar félagslegur stuðningur eigi á hættu að missa marks. Segja má að stór hluti af stjórnmálasögu eftirstríðsáranna í Evrópu snúist um húsnæðismál. Með stóran hluta álfunnar sprengdan í tætlur og milljónir heimilislausra á vergangi eftir hörmungar stríðsins tóku þau ríki forskot í uppbyggingunni sem sáu til þess að stór hluti uppbyggingar yrði á félagslegum grunni. Má í því samhengi nefna lönd eins og Danmörku, Svíþjóð, Belgíu og Sviss. Ríki sem voru svo lánsöm að eiga framsýna stjórnmálamenn sem sáu verðmætið í því að byggja fyrir komandi kynslóðir. Í því samhengi varð stórsókn hjá almennum óhagnaðardrifnum íbúðafélögum sem sáu fólki fyrir öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði. Í regluverkinu var það svo tryggt að allur ágóði og verðmæti sem varð til innan þess var áfram inni í kerfinu til styrkingar þess og frekari uppbyggingar sem komandi kynslóðir vinnandi fólks myndu njóta ávinningsins af. Í Danmörku einni í dag eru 600.000 almennar íbúðir í notkun sem hýsa 1/6 íbúa landsins (milljón manns) og meðaltals mánaðarleiga á 85fm fjölskylduíbúð er 140.000 kr. (7.200 DKK1). Þökk sé framsýnu og félagslega þenkjandi stjórnmálafólki sem sá verðmætin í því að byggja upp kerfi sem flytur hagnað og ávinning á milli kynslóða. Eyðileggingarmáttur frjálshyggjunnar Á Íslandi var til vísir að almennu íbúðakerfi sem hét Verkamannabústaðir sem varð fórnarlamb skyndigróðahugmynda frjálshyggjunnar. Því má segja að þurft hafi að byrja upp á nýtt árið 2016 þegar lög um almennar íbúðir voru sett. Bjarg íbúðafélag var í kjölfarið stofnað en það er einungis hluti af almenna íbúðakerfinu því innan þess eru byggðar íbúðir fyrir námsmenn, aldraða, fatlaða og þá sem eru innan tekju- og eignamarka. Meira segja Viðskiptaráð getur stofnað húsnæðissamvinnufélag og byggt fyrir tekjulága félagsmenn. Hvað ætlar Viðskiptaráð að gera til Brussel? Hinum frjálsa markaði hefur ekki tekist að leysa húsnæðisvandann, hvorki á Íslandi né í Evrópu. Meira að segja Evrópusambandið er að átta sig á þessu en Evrópuþingið samþykkti yfirlýsingu árið 20212 þar sem það skoraði á Framkvæmdastjórn ESB og öll aðildarríkin að lýsa réttinn til húsnæðis sem eitt af grundvallarréttindum innan sambandsins. Framkvæmdastjórn sú sem tók við árið 2024 er jafnframt með í sinni stefnuskrá3 að ganga til verka gegn húsnæðiskreppunni sem ríkir víða í álfunni og eitt af því sem hún nefnir er einmitt að tryggja betur að réttarheimildir um bann við ríkisaðstoð þvælist ekki í vegi fyrir uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Við þetta má svo bæta í samhengi við framangreint að skipaður hefur verið í fyrsta sinn sérstakur ráðunautur húsnæðismála á vettvangi ESB4 og hann er einmitt Daninn Dan Jörgensen. Í ljósi framangreinds er vandséð að Viðskiptaráð hafi nokkuð að gera til Brussel. Húsnæði fyrir vinnandi fólk er forsenda samkeppnishæfni og öflugs atvinnulífs Þær áskoranir sem blasa við í íslensku samfélagi vegna stöðunnar í húsnæðismálum er sameiginlegur vandi okkar allra, bæði launafólks og atvinnulífs. Vinnandi fólk skapar verðmætin og slæm staða húsnæðismála skapar spennu á öllum sviðum okkar annars ágæta samfélags sem hefur neikvæð áhrif á velferð fólks og um leið á samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Skortur á húsnæði stendur uppbyggingu fjölmargra fyrirtækja fyrir þrifum. Þessu er erfitt að vera ósammála. Þeir einu sem hagnast á óbreyttu ástandi án stórsóknar á vettvangi félagsleg húsnæðis og almennra íbúða eru lóðabraskarar. Eru það kannski hagsmunir þeirra sem Viðskiptaráð er að gæta? Á komandi dögum mun undirritaður fjalla meira um áskoranir og lausnir í húsnæðismálum. Höfundur er forseti ASÍ og stjórnarformaður Bjargs íbúðafélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Húsnæðismál Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Nærri áratugi eftir að lög um almennar íbúðir tóku gildi virðist Viðskiptaráð hafa uppgötvað að komið sé úrræði sem geri líf tekjulægri leigjenda ögn bærilegra. Eins og ráðinu sæmir grípur það til aðgerða til að koma í veg fyrir að markmið laganna um húsnæðisöryggi og viðráðanlegan húsnæðiskostnað nái fram að ganga, í þessu tilfelli með kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna meints ólögmæts ríkisstuðnings við almenn íbúðafélög sem starfa skv. lögum nr. 52/2006. Hefði Viðskiptaráð lesið frumvarpið með fyrrgreindum lögum ætti það að vera þeim ljóst að markmið og uppbygging laganna er í fullu í samræmi við reglur EES samningsins um ríkisaðstoð enda ávarpað sérstaklega í greinargerðinni. Staðreyndin er hins vegar sú að Viðskiptaráð hefur alltaf verið á móti viðráðanlegu leiguhúsnæði enda gætir það hagsmuna þeirra sem hagnast hafa vel á núverandi ástandi. Nú 10 árum síðar dregur ráðið upp úr hatti sínum nýjar lagatæknilegar hártoganir. Húsnæði er mannréttindamál, ekki forréttindi Húsnæði er ekki eins og hver önnur verslunarvara. Húsnæðisöryggi telst til grunnréttinda og án þeirra má segja að allur annar félagslegur stuðningur eigi á hættu að missa marks. Segja má að stór hluti af stjórnmálasögu eftirstríðsáranna í Evrópu snúist um húsnæðismál. Með stóran hluta álfunnar sprengdan í tætlur og milljónir heimilislausra á vergangi eftir hörmungar stríðsins tóku þau ríki forskot í uppbyggingunni sem sáu til þess að stór hluti uppbyggingar yrði á félagslegum grunni. Má í því samhengi nefna lönd eins og Danmörku, Svíþjóð, Belgíu og Sviss. Ríki sem voru svo lánsöm að eiga framsýna stjórnmálamenn sem sáu verðmætið í því að byggja fyrir komandi kynslóðir. Í því samhengi varð stórsókn hjá almennum óhagnaðardrifnum íbúðafélögum sem sáu fólki fyrir öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði. Í regluverkinu var það svo tryggt að allur ágóði og verðmæti sem varð til innan þess var áfram inni í kerfinu til styrkingar þess og frekari uppbyggingar sem komandi kynslóðir vinnandi fólks myndu njóta ávinningsins af. Í Danmörku einni í dag eru 600.000 almennar íbúðir í notkun sem hýsa 1/6 íbúa landsins (milljón manns) og meðaltals mánaðarleiga á 85fm fjölskylduíbúð er 140.000 kr. (7.200 DKK1). Þökk sé framsýnu og félagslega þenkjandi stjórnmálafólki sem sá verðmætin í því að byggja upp kerfi sem flytur hagnað og ávinning á milli kynslóða. Eyðileggingarmáttur frjálshyggjunnar Á Íslandi var til vísir að almennu íbúðakerfi sem hét Verkamannabústaðir sem varð fórnarlamb skyndigróðahugmynda frjálshyggjunnar. Því má segja að þurft hafi að byrja upp á nýtt árið 2016 þegar lög um almennar íbúðir voru sett. Bjarg íbúðafélag var í kjölfarið stofnað en það er einungis hluti af almenna íbúðakerfinu því innan þess eru byggðar íbúðir fyrir námsmenn, aldraða, fatlaða og þá sem eru innan tekju- og eignamarka. Meira segja Viðskiptaráð getur stofnað húsnæðissamvinnufélag og byggt fyrir tekjulága félagsmenn. Hvað ætlar Viðskiptaráð að gera til Brussel? Hinum frjálsa markaði hefur ekki tekist að leysa húsnæðisvandann, hvorki á Íslandi né í Evrópu. Meira að segja Evrópusambandið er að átta sig á þessu en Evrópuþingið samþykkti yfirlýsingu árið 20212 þar sem það skoraði á Framkvæmdastjórn ESB og öll aðildarríkin að lýsa réttinn til húsnæðis sem eitt af grundvallarréttindum innan sambandsins. Framkvæmdastjórn sú sem tók við árið 2024 er jafnframt með í sinni stefnuskrá3 að ganga til verka gegn húsnæðiskreppunni sem ríkir víða í álfunni og eitt af því sem hún nefnir er einmitt að tryggja betur að réttarheimildir um bann við ríkisaðstoð þvælist ekki í vegi fyrir uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Við þetta má svo bæta í samhengi við framangreint að skipaður hefur verið í fyrsta sinn sérstakur ráðunautur húsnæðismála á vettvangi ESB4 og hann er einmitt Daninn Dan Jörgensen. Í ljósi framangreinds er vandséð að Viðskiptaráð hafi nokkuð að gera til Brussel. Húsnæði fyrir vinnandi fólk er forsenda samkeppnishæfni og öflugs atvinnulífs Þær áskoranir sem blasa við í íslensku samfélagi vegna stöðunnar í húsnæðismálum er sameiginlegur vandi okkar allra, bæði launafólks og atvinnulífs. Vinnandi fólk skapar verðmætin og slæm staða húsnæðismála skapar spennu á öllum sviðum okkar annars ágæta samfélags sem hefur neikvæð áhrif á velferð fólks og um leið á samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Skortur á húsnæði stendur uppbyggingu fjölmargra fyrirtækja fyrir þrifum. Þessu er erfitt að vera ósammála. Þeir einu sem hagnast á óbreyttu ástandi án stórsóknar á vettvangi félagsleg húsnæðis og almennra íbúða eru lóðabraskarar. Eru það kannski hagsmunir þeirra sem Viðskiptaráð er að gæta? Á komandi dögum mun undirritaður fjalla meira um áskoranir og lausnir í húsnæðismálum. Höfundur er forseti ASÍ og stjórnarformaður Bjargs íbúðafélags.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun