Jafnt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir öll Telma Sigtryggsdóttir skrifar 12. júní 2025 09:01 Flest okkar lenda í því á lífsleiðinni að glíma við þunglyndi, kvíða og áföll. Ef vandinn er vægur til miðlungs í alvarleika, þá er ætlast til þess að við sækjum aðstoð til heilsugæslunnar. Þar fer fram mat á vanda og eftir atvikum sálfræðimeðferð. Þetta er kallað innan heilbrigðisþjónustunnar fyrsta stigs úrræði. Á málþingi ÖBÍ réttindasamtaka í vor kom greinileg fram að úrræðið stendur ekki öllum til boða. Bæði búseta, önnur veikindi og fötlun getur sett strik í reikninginn og útilokað fólk frá sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu. Það er mikilvægt að stjórnvöld og samfélagið í heild átti sig á því að fólk í hjólastól getur þurft á hópmeðferð að halda, að heyrnarlausir geti glímt við streitu og að fólk með þroskahömlun tekst líka á við missi. Þannig þarf að vera reynsla, sérhæfing og aðstaða til þess að taka á móti þeim fjölbreytta hópi sem gæti þurft á geðheilbrigðisþjónustu að halda. Það má sérstaklega benda á hóp einstaklinga með einhverfugreiningu sem festast í limbo í kerfinu. Því þegar einstaklingar eru komnir með greiningu og upplifa kvíða eða þunglyndi í kjölfar áfalls þá fá þeir ekki aðgang að þjónustu á fyrsta stigi þar sem að fáir innan heilsugæslunnar eru með menntun til þess að aðstoða, en jafnframt eru veikindin ekki nægilega mikil til þess að komast í sérhæfð úrræði. Þetta getur leitt til þess að í stað þess að hægt sé að grípa inn snemma og veita einstaklingnum þau bjargráð sem þarf þá ágerast veikindin. Þannig er hópur fatlaðs fólks útilokaður frá þjónustunni. Í aðgerðaráætlun núverandi ríkisstjórnar er tekið fram að sérstök áhersla verði lögð á aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þessu fagnar heilbrigðishópur ÖBÍ en við minnum á að slík áform þarf að þróa í þéttu samráði við hagsmunasamtök. Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu þarf að vera til jafns á við aðra heilbrigðisþjónustu. Núverandi fyrirkomulag veldur því að aðgengi að þjónustunni er háð greiðslugetu einstaklinga, sem veldur misrétti. Þeir sem eiga fyrir því geta komist að fyrr hjá einkaaðilum á meðan aðrir þurfa að bíða. Þar á fatlað fólk undir högg að sækja. Góðu fréttirnar eru að snemmtæk íhlutun hefur jákvæð áhrif á samfélagið í heild, virkni eykst, kostnaður minnkar, almenn líðan batnar og ánægja eykst. Einstaklingar eru lengur á vinnumarkaði og lífsgæði aukast verulega. Það er engin spurning um það að ágóði þess að veita öllum jafnan aðgang að fyrsta stigs geðheilbrigðisþjónustu er mikill. Huga þarf að ólíkum hópum innan samfélagsins og gefa einstaklingum meira vald yfir eigin meðferð. Fjármagna þarf geðheilbrigðisáætlun til þess að hún verði að veruleika og að það góða samstarf sem hefur átt sér stað í geðheilbrigðisráði beri ávöxt. Við þurfum að fara að gera okkur grein fyrir því að meðferð við geðheilbrigðisvanda á að vera jafn rétthá og meðferð við öðrum líkamlegum kvillum. Góð geðheilsa er ekki munaðarvara – hún er mannréttindi. Höfundur er formaður heilbrigðishóps ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Flest okkar lenda í því á lífsleiðinni að glíma við þunglyndi, kvíða og áföll. Ef vandinn er vægur til miðlungs í alvarleika, þá er ætlast til þess að við sækjum aðstoð til heilsugæslunnar. Þar fer fram mat á vanda og eftir atvikum sálfræðimeðferð. Þetta er kallað innan heilbrigðisþjónustunnar fyrsta stigs úrræði. Á málþingi ÖBÍ réttindasamtaka í vor kom greinileg fram að úrræðið stendur ekki öllum til boða. Bæði búseta, önnur veikindi og fötlun getur sett strik í reikninginn og útilokað fólk frá sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu. Það er mikilvægt að stjórnvöld og samfélagið í heild átti sig á því að fólk í hjólastól getur þurft á hópmeðferð að halda, að heyrnarlausir geti glímt við streitu og að fólk með þroskahömlun tekst líka á við missi. Þannig þarf að vera reynsla, sérhæfing og aðstaða til þess að taka á móti þeim fjölbreytta hópi sem gæti þurft á geðheilbrigðisþjónustu að halda. Það má sérstaklega benda á hóp einstaklinga með einhverfugreiningu sem festast í limbo í kerfinu. Því þegar einstaklingar eru komnir með greiningu og upplifa kvíða eða þunglyndi í kjölfar áfalls þá fá þeir ekki aðgang að þjónustu á fyrsta stigi þar sem að fáir innan heilsugæslunnar eru með menntun til þess að aðstoða, en jafnframt eru veikindin ekki nægilega mikil til þess að komast í sérhæfð úrræði. Þetta getur leitt til þess að í stað þess að hægt sé að grípa inn snemma og veita einstaklingnum þau bjargráð sem þarf þá ágerast veikindin. Þannig er hópur fatlaðs fólks útilokaður frá þjónustunni. Í aðgerðaráætlun núverandi ríkisstjórnar er tekið fram að sérstök áhersla verði lögð á aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þessu fagnar heilbrigðishópur ÖBÍ en við minnum á að slík áform þarf að þróa í þéttu samráði við hagsmunasamtök. Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu þarf að vera til jafns á við aðra heilbrigðisþjónustu. Núverandi fyrirkomulag veldur því að aðgengi að þjónustunni er háð greiðslugetu einstaklinga, sem veldur misrétti. Þeir sem eiga fyrir því geta komist að fyrr hjá einkaaðilum á meðan aðrir þurfa að bíða. Þar á fatlað fólk undir högg að sækja. Góðu fréttirnar eru að snemmtæk íhlutun hefur jákvæð áhrif á samfélagið í heild, virkni eykst, kostnaður minnkar, almenn líðan batnar og ánægja eykst. Einstaklingar eru lengur á vinnumarkaði og lífsgæði aukast verulega. Það er engin spurning um það að ágóði þess að veita öllum jafnan aðgang að fyrsta stigs geðheilbrigðisþjónustu er mikill. Huga þarf að ólíkum hópum innan samfélagsins og gefa einstaklingum meira vald yfir eigin meðferð. Fjármagna þarf geðheilbrigðisáætlun til þess að hún verði að veruleika og að það góða samstarf sem hefur átt sér stað í geðheilbrigðisráði beri ávöxt. Við þurfum að fara að gera okkur grein fyrir því að meðferð við geðheilbrigðisvanda á að vera jafn rétthá og meðferð við öðrum líkamlegum kvillum. Góð geðheilsa er ekki munaðarvara – hún er mannréttindi. Höfundur er formaður heilbrigðishóps ÖBÍ.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar