Myglaða nestisboxið og gleymda sítrónan María Rut Kristinsdóttir skrifar 11. júní 2025 14:30 Í síðustu viku lauk skólaári grunnskólabarna með pompi og prakt – útskriftir, vitnisburðir og viðurkenningaskjöl. Í allri gleðinni gerist það stundum að skólatöskunni er hugsanalaust hent aftast inn í skáp og haustið heilsar svo með mygluðum banana og sjálfsprottnu lífríki í löngu gleymdu nestisboxi. Það gerist líka á bestu bæjum að skyndilega kemur vond lykt úr ísskápnum. Þá leynist gjarnan mygluð sítróna, slepjuleg gúrka eða gamalt egg í botninum í einhverri skúffu. Það er sannarlega alls konar flóra í eldhúsum landsmanna og eldhúsverkin margskonar. Og talandi um eldhúsverk. Í kvöld fara fram eldhúsdagsumræður á Alþingi, en þá taka þingmenn til hendinni og líta yfir liðið þing, draga fram það sem gekk vel og það sem stóð út af. Skoða hvaða hráefni eru til staðar, hvort það sé nokkuð mygluð sítróna í grænmetisskúffunni og hvað megi nýta betur. Hvet ykkur öll til að fylgjast með í beinni. Stóraukin áhersla á innviði og öryggi Þegar ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tók við verkstjórninni í ríkiseldhúsinu var það í slæmu ásigkomulagi. Óreiða og ákvarðanafælni fer illa með eldhús. En nú eru liðnir 172 dagar og tiltektin er í fullum snúningi. Viðreisn hefur lagt áherslu á að taka til í ríkisrekstrinum. Með auknu aðhaldi og skipulagi svo hægt sé að snúa við áralangri skuldasöfnun ríkisins. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra hefur sýnt það í verkir að hann kann sannarlega að vinda tusku. Hann hefur kynnt hagræðingar upp á 107 milljarða og stefnir á hallalaus fjárlög 2027. Svigrúmið sem myndast á svo að nýta til að greiða þá gríðarlegu innviðaskuld sem síðasta ríkisstjórn skildi eftir og forgangsraða á fjármunum í vegaframkvæmdir, löggæslu, heilbrigðis- og félagsmál - ekki veitir af. Það sést vel í fjáraukanum sem lagður var fram í gær að þetta er ekki ríkisstjórn loforða. Heldur ríkisstjórn aðgerða. Ríkisstjórn sítrónuilms Það er góð tilfinning sem fylgir því að taka til hendinni í eldhúsinu. Taka til, þrífa ísskápinn, meta birgðastöðuna og taka til í draslskúffunni (jú hún er til á hverju heimili). Við höfum ríka reynslu af ríkisstjórnum sem sópa drasli undir teppi og loftar ekki út. En ný stjórn hefur tekið við - með nýtt verklag og aðrar áherslur. Þar eru engar myglaðar sítrónur. Eini sítrónuilmurinn sem landsmenn finna er fersk hreingerningalykt nýrrar ríkisstjórnar. Og við erum rétt að byrja. P.s. Hér er svo góðlátleg ábending um að það er gott að kíkja í skólatöskuna áður en sumarfríi lýkur. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku lauk skólaári grunnskólabarna með pompi og prakt – útskriftir, vitnisburðir og viðurkenningaskjöl. Í allri gleðinni gerist það stundum að skólatöskunni er hugsanalaust hent aftast inn í skáp og haustið heilsar svo með mygluðum banana og sjálfsprottnu lífríki í löngu gleymdu nestisboxi. Það gerist líka á bestu bæjum að skyndilega kemur vond lykt úr ísskápnum. Þá leynist gjarnan mygluð sítróna, slepjuleg gúrka eða gamalt egg í botninum í einhverri skúffu. Það er sannarlega alls konar flóra í eldhúsum landsmanna og eldhúsverkin margskonar. Og talandi um eldhúsverk. Í kvöld fara fram eldhúsdagsumræður á Alþingi, en þá taka þingmenn til hendinni og líta yfir liðið þing, draga fram það sem gekk vel og það sem stóð út af. Skoða hvaða hráefni eru til staðar, hvort það sé nokkuð mygluð sítróna í grænmetisskúffunni og hvað megi nýta betur. Hvet ykkur öll til að fylgjast með í beinni. Stóraukin áhersla á innviði og öryggi Þegar ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tók við verkstjórninni í ríkiseldhúsinu var það í slæmu ásigkomulagi. Óreiða og ákvarðanafælni fer illa með eldhús. En nú eru liðnir 172 dagar og tiltektin er í fullum snúningi. Viðreisn hefur lagt áherslu á að taka til í ríkisrekstrinum. Með auknu aðhaldi og skipulagi svo hægt sé að snúa við áralangri skuldasöfnun ríkisins. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra hefur sýnt það í verkir að hann kann sannarlega að vinda tusku. Hann hefur kynnt hagræðingar upp á 107 milljarða og stefnir á hallalaus fjárlög 2027. Svigrúmið sem myndast á svo að nýta til að greiða þá gríðarlegu innviðaskuld sem síðasta ríkisstjórn skildi eftir og forgangsraða á fjármunum í vegaframkvæmdir, löggæslu, heilbrigðis- og félagsmál - ekki veitir af. Það sést vel í fjáraukanum sem lagður var fram í gær að þetta er ekki ríkisstjórn loforða. Heldur ríkisstjórn aðgerða. Ríkisstjórn sítrónuilms Það er góð tilfinning sem fylgir því að taka til hendinni í eldhúsinu. Taka til, þrífa ísskápinn, meta birgðastöðuna og taka til í draslskúffunni (jú hún er til á hverju heimili). Við höfum ríka reynslu af ríkisstjórnum sem sópa drasli undir teppi og loftar ekki út. En ný stjórn hefur tekið við - með nýtt verklag og aðrar áherslur. Þar eru engar myglaðar sítrónur. Eini sítrónuilmurinn sem landsmenn finna er fersk hreingerningalykt nýrrar ríkisstjórnar. Og við erum rétt að byrja. P.s. Hér er svo góðlátleg ábending um að það er gott að kíkja í skólatöskuna áður en sumarfríi lýkur. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun