Myglaða nestisboxið og gleymda sítrónan María Rut Kristinsdóttir skrifar 11. júní 2025 14:30 Í síðustu viku lauk skólaári grunnskólabarna með pompi og prakt – útskriftir, vitnisburðir og viðurkenningaskjöl. Í allri gleðinni gerist það stundum að skólatöskunni er hugsanalaust hent aftast inn í skáp og haustið heilsar svo með mygluðum banana og sjálfsprottnu lífríki í löngu gleymdu nestisboxi. Það gerist líka á bestu bæjum að skyndilega kemur vond lykt úr ísskápnum. Þá leynist gjarnan mygluð sítróna, slepjuleg gúrka eða gamalt egg í botninum í einhverri skúffu. Það er sannarlega alls konar flóra í eldhúsum landsmanna og eldhúsverkin margskonar. Og talandi um eldhúsverk. Í kvöld fara fram eldhúsdagsumræður á Alþingi, en þá taka þingmenn til hendinni og líta yfir liðið þing, draga fram það sem gekk vel og það sem stóð út af. Skoða hvaða hráefni eru til staðar, hvort það sé nokkuð mygluð sítróna í grænmetisskúffunni og hvað megi nýta betur. Hvet ykkur öll til að fylgjast með í beinni. Stóraukin áhersla á innviði og öryggi Þegar ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tók við verkstjórninni í ríkiseldhúsinu var það í slæmu ásigkomulagi. Óreiða og ákvarðanafælni fer illa með eldhús. En nú eru liðnir 172 dagar og tiltektin er í fullum snúningi. Viðreisn hefur lagt áherslu á að taka til í ríkisrekstrinum. Með auknu aðhaldi og skipulagi svo hægt sé að snúa við áralangri skuldasöfnun ríkisins. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra hefur sýnt það í verkir að hann kann sannarlega að vinda tusku. Hann hefur kynnt hagræðingar upp á 107 milljarða og stefnir á hallalaus fjárlög 2027. Svigrúmið sem myndast á svo að nýta til að greiða þá gríðarlegu innviðaskuld sem síðasta ríkisstjórn skildi eftir og forgangsraða á fjármunum í vegaframkvæmdir, löggæslu, heilbrigðis- og félagsmál - ekki veitir af. Það sést vel í fjáraukanum sem lagður var fram í gær að þetta er ekki ríkisstjórn loforða. Heldur ríkisstjórn aðgerða. Ríkisstjórn sítrónuilms Það er góð tilfinning sem fylgir því að taka til hendinni í eldhúsinu. Taka til, þrífa ísskápinn, meta birgðastöðuna og taka til í draslskúffunni (jú hún er til á hverju heimili). Við höfum ríka reynslu af ríkisstjórnum sem sópa drasli undir teppi og loftar ekki út. En ný stjórn hefur tekið við - með nýtt verklag og aðrar áherslur. Þar eru engar myglaðar sítrónur. Eini sítrónuilmurinn sem landsmenn finna er fersk hreingerningalykt nýrrar ríkisstjórnar. Og við erum rétt að byrja. P.s. Hér er svo góðlátleg ábending um að það er gott að kíkja í skólatöskuna áður en sumarfríi lýkur. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku lauk skólaári grunnskólabarna með pompi og prakt – útskriftir, vitnisburðir og viðurkenningaskjöl. Í allri gleðinni gerist það stundum að skólatöskunni er hugsanalaust hent aftast inn í skáp og haustið heilsar svo með mygluðum banana og sjálfsprottnu lífríki í löngu gleymdu nestisboxi. Það gerist líka á bestu bæjum að skyndilega kemur vond lykt úr ísskápnum. Þá leynist gjarnan mygluð sítróna, slepjuleg gúrka eða gamalt egg í botninum í einhverri skúffu. Það er sannarlega alls konar flóra í eldhúsum landsmanna og eldhúsverkin margskonar. Og talandi um eldhúsverk. Í kvöld fara fram eldhúsdagsumræður á Alþingi, en þá taka þingmenn til hendinni og líta yfir liðið þing, draga fram það sem gekk vel og það sem stóð út af. Skoða hvaða hráefni eru til staðar, hvort það sé nokkuð mygluð sítróna í grænmetisskúffunni og hvað megi nýta betur. Hvet ykkur öll til að fylgjast með í beinni. Stóraukin áhersla á innviði og öryggi Þegar ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tók við verkstjórninni í ríkiseldhúsinu var það í slæmu ásigkomulagi. Óreiða og ákvarðanafælni fer illa með eldhús. En nú eru liðnir 172 dagar og tiltektin er í fullum snúningi. Viðreisn hefur lagt áherslu á að taka til í ríkisrekstrinum. Með auknu aðhaldi og skipulagi svo hægt sé að snúa við áralangri skuldasöfnun ríkisins. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra hefur sýnt það í verkir að hann kann sannarlega að vinda tusku. Hann hefur kynnt hagræðingar upp á 107 milljarða og stefnir á hallalaus fjárlög 2027. Svigrúmið sem myndast á svo að nýta til að greiða þá gríðarlegu innviðaskuld sem síðasta ríkisstjórn skildi eftir og forgangsraða á fjármunum í vegaframkvæmdir, löggæslu, heilbrigðis- og félagsmál - ekki veitir af. Það sést vel í fjáraukanum sem lagður var fram í gær að þetta er ekki ríkisstjórn loforða. Heldur ríkisstjórn aðgerða. Ríkisstjórn sítrónuilms Það er góð tilfinning sem fylgir því að taka til hendinni í eldhúsinu. Taka til, þrífa ísskápinn, meta birgðastöðuna og taka til í draslskúffunni (jú hún er til á hverju heimili). Við höfum ríka reynslu af ríkisstjórnum sem sópa drasli undir teppi og loftar ekki út. En ný stjórn hefur tekið við - með nýtt verklag og aðrar áherslur. Þar eru engar myglaðar sítrónur. Eini sítrónuilmurinn sem landsmenn finna er fersk hreingerningalykt nýrrar ríkisstjórnar. Og við erum rétt að byrja. P.s. Hér er svo góðlátleg ábending um að það er gott að kíkja í skólatöskuna áður en sumarfríi lýkur. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun