Myglaða nestisboxið og gleymda sítrónan María Rut Kristinsdóttir skrifar 11. júní 2025 14:30 Í síðustu viku lauk skólaári grunnskólabarna með pompi og prakt – útskriftir, vitnisburðir og viðurkenningaskjöl. Í allri gleðinni gerist það stundum að skólatöskunni er hugsanalaust hent aftast inn í skáp og haustið heilsar svo með mygluðum banana og sjálfsprottnu lífríki í löngu gleymdu nestisboxi. Það gerist líka á bestu bæjum að skyndilega kemur vond lykt úr ísskápnum. Þá leynist gjarnan mygluð sítróna, slepjuleg gúrka eða gamalt egg í botninum í einhverri skúffu. Það er sannarlega alls konar flóra í eldhúsum landsmanna og eldhúsverkin margskonar. Og talandi um eldhúsverk. Í kvöld fara fram eldhúsdagsumræður á Alþingi, en þá taka þingmenn til hendinni og líta yfir liðið þing, draga fram það sem gekk vel og það sem stóð út af. Skoða hvaða hráefni eru til staðar, hvort það sé nokkuð mygluð sítróna í grænmetisskúffunni og hvað megi nýta betur. Hvet ykkur öll til að fylgjast með í beinni. Stóraukin áhersla á innviði og öryggi Þegar ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tók við verkstjórninni í ríkiseldhúsinu var það í slæmu ásigkomulagi. Óreiða og ákvarðanafælni fer illa með eldhús. En nú eru liðnir 172 dagar og tiltektin er í fullum snúningi. Viðreisn hefur lagt áherslu á að taka til í ríkisrekstrinum. Með auknu aðhaldi og skipulagi svo hægt sé að snúa við áralangri skuldasöfnun ríkisins. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra hefur sýnt það í verkir að hann kann sannarlega að vinda tusku. Hann hefur kynnt hagræðingar upp á 107 milljarða og stefnir á hallalaus fjárlög 2027. Svigrúmið sem myndast á svo að nýta til að greiða þá gríðarlegu innviðaskuld sem síðasta ríkisstjórn skildi eftir og forgangsraða á fjármunum í vegaframkvæmdir, löggæslu, heilbrigðis- og félagsmál - ekki veitir af. Það sést vel í fjáraukanum sem lagður var fram í gær að þetta er ekki ríkisstjórn loforða. Heldur ríkisstjórn aðgerða. Ríkisstjórn sítrónuilms Það er góð tilfinning sem fylgir því að taka til hendinni í eldhúsinu. Taka til, þrífa ísskápinn, meta birgðastöðuna og taka til í draslskúffunni (jú hún er til á hverju heimili). Við höfum ríka reynslu af ríkisstjórnum sem sópa drasli undir teppi og loftar ekki út. En ný stjórn hefur tekið við - með nýtt verklag og aðrar áherslur. Þar eru engar myglaðar sítrónur. Eini sítrónuilmurinn sem landsmenn finna er fersk hreingerningalykt nýrrar ríkisstjórnar. Og við erum rétt að byrja. P.s. Hér er svo góðlátleg ábending um að það er gott að kíkja í skólatöskuna áður en sumarfríi lýkur. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku lauk skólaári grunnskólabarna með pompi og prakt – útskriftir, vitnisburðir og viðurkenningaskjöl. Í allri gleðinni gerist það stundum að skólatöskunni er hugsanalaust hent aftast inn í skáp og haustið heilsar svo með mygluðum banana og sjálfsprottnu lífríki í löngu gleymdu nestisboxi. Það gerist líka á bestu bæjum að skyndilega kemur vond lykt úr ísskápnum. Þá leynist gjarnan mygluð sítróna, slepjuleg gúrka eða gamalt egg í botninum í einhverri skúffu. Það er sannarlega alls konar flóra í eldhúsum landsmanna og eldhúsverkin margskonar. Og talandi um eldhúsverk. Í kvöld fara fram eldhúsdagsumræður á Alþingi, en þá taka þingmenn til hendinni og líta yfir liðið þing, draga fram það sem gekk vel og það sem stóð út af. Skoða hvaða hráefni eru til staðar, hvort það sé nokkuð mygluð sítróna í grænmetisskúffunni og hvað megi nýta betur. Hvet ykkur öll til að fylgjast með í beinni. Stóraukin áhersla á innviði og öryggi Þegar ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tók við verkstjórninni í ríkiseldhúsinu var það í slæmu ásigkomulagi. Óreiða og ákvarðanafælni fer illa með eldhús. En nú eru liðnir 172 dagar og tiltektin er í fullum snúningi. Viðreisn hefur lagt áherslu á að taka til í ríkisrekstrinum. Með auknu aðhaldi og skipulagi svo hægt sé að snúa við áralangri skuldasöfnun ríkisins. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra hefur sýnt það í verkir að hann kann sannarlega að vinda tusku. Hann hefur kynnt hagræðingar upp á 107 milljarða og stefnir á hallalaus fjárlög 2027. Svigrúmið sem myndast á svo að nýta til að greiða þá gríðarlegu innviðaskuld sem síðasta ríkisstjórn skildi eftir og forgangsraða á fjármunum í vegaframkvæmdir, löggæslu, heilbrigðis- og félagsmál - ekki veitir af. Það sést vel í fjáraukanum sem lagður var fram í gær að þetta er ekki ríkisstjórn loforða. Heldur ríkisstjórn aðgerða. Ríkisstjórn sítrónuilms Það er góð tilfinning sem fylgir því að taka til hendinni í eldhúsinu. Taka til, þrífa ísskápinn, meta birgðastöðuna og taka til í draslskúffunni (jú hún er til á hverju heimili). Við höfum ríka reynslu af ríkisstjórnum sem sópa drasli undir teppi og loftar ekki út. En ný stjórn hefur tekið við - með nýtt verklag og aðrar áherslur. Þar eru engar myglaðar sítrónur. Eini sítrónuilmurinn sem landsmenn finna er fersk hreingerningalykt nýrrar ríkisstjórnar. Og við erum rétt að byrja. P.s. Hér er svo góðlátleg ábending um að það er gott að kíkja í skólatöskuna áður en sumarfríi lýkur. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar