Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Lovísa Arnardóttir skrifar 11. júní 2025 07:58 Þórunn Anna Árnadóttir er forstjóri Neytendastofu. Hún segir enn heilmikla vinnu eftir. Vísir/Arnar Neytendastofa hefur enn til skoðunar upplýsingagjöf bílastæðafyrirtækja um gjaldtöku. Neytendastofa sektaði í gær fjögur fyrirtæki sem innheimta gjöld fyrir notkun bílastæða. Upplýsingagjöf og viðskiptahættir fyrirtækjanna voru ekki talin í samræmi við lög og hæsta sektin nam einni milljón króna. Þórunn Anna Árnadóttir forstjóri Neytendastofu segir Neytendastofu bæði hafa fengið margar ábendingar frá neytendum og hagsmunasamtökum vegna gjaldskyldra bílastæða. Þórunn Anna ræddi málið í Reykjavík síðdegis í gær. Hún segir Neytendastofu í kjölfar þess að fá ábendingar hafa gert gagngera skoðun á fyrirtækjum á markaði. Þau séu nú búin að ljúka skoðun á fjórum fyrirtækjum. Alls hafi ellefu mál verið tekin til skoðunar. Einhver hafi verið felld niður en enn séu einhver opin. „Það er heilmikil vinna enn fram undan,“ segir Þórunn Anna. Hún segir að í flestum tilfellum hafi fyrirtækin verið að leggja á gjöld sem neytandinn vissi ekki um eins og þjónustugjöld í appi eða kostnað við að fá kröfu í heimabanka. Það hafi líka verið ruglingur á því hverjum nákvæmlega átti að greiða, því stæðin voru ekki merkt og svo hafi stundum ekki verið skýrt að greiðsla hafi ekki verið sjálfvirk nema fólk væri skráð í appið. Þórunn Anna segir misjafnt eftir fyrirtækjum fyrir hvað þau voru sektuð og hversu há sektin var. Fyrirtækin sem um ræðir eru Isavia, vegna gjaldheimtu við Reykjavíkurflugvöll, Parka lausnir ehf., Easypark og Green parking ehf. Sektirnar voru á bilinu 200 þúsund krónur til einnar milljónar króna, sem Parka ber að greiða. Neytendastofa muni fylgja málinu eftir Þórunn Anna segir fyrirtækin nú þurfa að bæta úr sinni upplýsingagjöf. Það sé ekkert í lögum sem banni sjálfa gjaldtökuna en gjaldtaka þurfi að vera skýr þannig neytandi viti af henni. Önnur fyrirtæki geti einnig tekið mið af því. Hún segir Neytendastofu fylgja þessu eftir og sjá til þess að bætt hafi verið úr upplýsingagjöf. Vilji fólk gera athugasemdir við gjaldtökuna verði það að leita til Kærunefndar vöru og -þjónustukaupa. Þórunn Anna segir mjög algengt að neytendur kvarti og það berist enn reglulega kvartanir til Neytendastofu vegna málsins. „Við vonumst til þess að þetta verði til þess að háttsemin verði breytt og merkingarnar skýrar. Það er alveg augljóst að þetta er ekki nægilega skýrt.“ Bílastæði Neytendur Bílar Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Félag íslenskra bifreiðaeigenda telur gjaldtöku á bílastæðum á ferðamannastöðum komna út í öfgar, ekki síst hvað varðar himinhá vangreiðslugjöld. Lóðarhafar, landeigendur og bílastæðafyrirtæki stundi rányrkju með því að fénýta sér aðkomu að náttúrperlum. 20. september 2024 14:51 Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53 Gjaldtöku á bílastæðum háskólans frestað Gjaldtöku fyrir bílastæði við Háskóla Íslands hefur verið frestað fram yfir áramót. Ætlað var að almenn gjaldtaka yrði innleidd á háskólasvæðinu með fyrsta september en fram kemur í tilkynningu frá háskólanum að vinna við innleiðinguna hafi tekið lengri tíma en ætlað var og því hafi verið tekin sú ákvörðun að fresta henni. 4. september 2024 15:55 Mest lesið Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Þórunn Anna Árnadóttir forstjóri Neytendastofu segir Neytendastofu bæði hafa fengið margar ábendingar frá neytendum og hagsmunasamtökum vegna gjaldskyldra bílastæða. Þórunn Anna ræddi málið í Reykjavík síðdegis í gær. Hún segir Neytendastofu í kjölfar þess að fá ábendingar hafa gert gagngera skoðun á fyrirtækjum á markaði. Þau séu nú búin að ljúka skoðun á fjórum fyrirtækjum. Alls hafi ellefu mál verið tekin til skoðunar. Einhver hafi verið felld niður en enn séu einhver opin. „Það er heilmikil vinna enn fram undan,“ segir Þórunn Anna. Hún segir að í flestum tilfellum hafi fyrirtækin verið að leggja á gjöld sem neytandinn vissi ekki um eins og þjónustugjöld í appi eða kostnað við að fá kröfu í heimabanka. Það hafi líka verið ruglingur á því hverjum nákvæmlega átti að greiða, því stæðin voru ekki merkt og svo hafi stundum ekki verið skýrt að greiðsla hafi ekki verið sjálfvirk nema fólk væri skráð í appið. Þórunn Anna segir misjafnt eftir fyrirtækjum fyrir hvað þau voru sektuð og hversu há sektin var. Fyrirtækin sem um ræðir eru Isavia, vegna gjaldheimtu við Reykjavíkurflugvöll, Parka lausnir ehf., Easypark og Green parking ehf. Sektirnar voru á bilinu 200 þúsund krónur til einnar milljónar króna, sem Parka ber að greiða. Neytendastofa muni fylgja málinu eftir Þórunn Anna segir fyrirtækin nú þurfa að bæta úr sinni upplýsingagjöf. Það sé ekkert í lögum sem banni sjálfa gjaldtökuna en gjaldtaka þurfi að vera skýr þannig neytandi viti af henni. Önnur fyrirtæki geti einnig tekið mið af því. Hún segir Neytendastofu fylgja þessu eftir og sjá til þess að bætt hafi verið úr upplýsingagjöf. Vilji fólk gera athugasemdir við gjaldtökuna verði það að leita til Kærunefndar vöru og -þjónustukaupa. Þórunn Anna segir mjög algengt að neytendur kvarti og það berist enn reglulega kvartanir til Neytendastofu vegna málsins. „Við vonumst til þess að þetta verði til þess að háttsemin verði breytt og merkingarnar skýrar. Það er alveg augljóst að þetta er ekki nægilega skýrt.“
Bílastæði Neytendur Bílar Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Félag íslenskra bifreiðaeigenda telur gjaldtöku á bílastæðum á ferðamannastöðum komna út í öfgar, ekki síst hvað varðar himinhá vangreiðslugjöld. Lóðarhafar, landeigendur og bílastæðafyrirtæki stundi rányrkju með því að fénýta sér aðkomu að náttúrperlum. 20. september 2024 14:51 Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53 Gjaldtöku á bílastæðum háskólans frestað Gjaldtöku fyrir bílastæði við Háskóla Íslands hefur verið frestað fram yfir áramót. Ætlað var að almenn gjaldtaka yrði innleidd á háskólasvæðinu með fyrsta september en fram kemur í tilkynningu frá háskólanum að vinna við innleiðinguna hafi tekið lengri tíma en ætlað var og því hafi verið tekin sú ákvörðun að fresta henni. 4. september 2024 15:55 Mest lesið Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Félag íslenskra bifreiðaeigenda telur gjaldtöku á bílastæðum á ferðamannastöðum komna út í öfgar, ekki síst hvað varðar himinhá vangreiðslugjöld. Lóðarhafar, landeigendur og bílastæðafyrirtæki stundi rányrkju með því að fénýta sér aðkomu að náttúrperlum. 20. september 2024 14:51
Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53
Gjaldtöku á bílastæðum háskólans frestað Gjaldtöku fyrir bílastæði við Háskóla Íslands hefur verið frestað fram yfir áramót. Ætlað var að almenn gjaldtaka yrði innleidd á háskólasvæðinu með fyrsta september en fram kemur í tilkynningu frá háskólanum að vinna við innleiðinguna hafi tekið lengri tíma en ætlað var og því hafi verið tekin sú ákvörðun að fresta henni. 4. september 2024 15:55
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“