Krabbameinsfélagið í stafni í aðdraganda storms Halla Þorvaldsdóttir skrifar 7. júní 2025 07:00 Á vel sóttum aðalfundi Krabbameinsfélagsins voru samþykktar þrjár ályktanir sem eiga það sameiginlegt að kalla eftir bættri stöðu í krabbameinsmálum á Íslandi. Það er stormur í aðsigi og búist við mikilli hlutfallslegri aukningu á nýgreiningum fram til ársins 2040. Ástandið kallar á samtakamátt á öllum sviðum og Krabbameinsfélagið stefnir hraðbyri á að fækka þeim sem greinast með krabbamein, að fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins með og eftir krabbamein. Viðmið um biðtíma Við búum sem betur fer svo vel að vera með traustan grunn í krabbameinsþjónustu á Íslandi. Þjónustan er drifin áfram af öflugu starfsfólki og mörg framfaraskref hafa verið stigin, sjúklingum og aðstandendum til góðs. Ef við viljum tryggja áframhaldandi árangur dugar þessi grunnur þó ekki til. Vísbendingar eru um að stormur sé að skella á og að heilbrigðiskerfið sé ekki nægilega vel undirbúið til að standa hann af sér. Sem dæmi má nefna að biðtími vegna geislameðferða hér á landi er tekinn að lengjast og vísbendingar eru einnig um að biðtími eftir skurðaðgerðum vegna sumra krabbameina sé í mörgum tilvikum orðinn of langur. Of langur biðtími getur haft áhrif á sjúkdómsþróun, lengt veikindatímabil og valdið miklu viðbótarálagi á sjúklinga og aðstandendur. Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins í maí 2025 var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að bregðast við með því að setja viðmið um biðtíma og hámarksbiðtíma krabbameinsmeðferða, sambærilegt því sem þekkist til dæmis í Danmörku. Í ályktuninni er jafnframt skorað á stjórnvöld að setja forvarnir til að efla lýðheilsu landsmanna í forgang þannig að lýðheilsusjónarmið séu alltaf í fyrirrúmi. Stjórnvöld eru hvött til að taka djarfar ákvarðanir, virða gildandi lög og reglur og auðvelda ekki aðgengi að áfengi, tóbaks- og nikótínvörum. Árangur Íslands á sviði tóbaksvarna og forvarna gegn áfengisneyslu hjá ungmennum er öfundsverður og standa þarf vörð um hann og setja markið enn hærra. Með samstilltu átaki er hægt að koma í veg fyrir fjögur af hverjum tíu krabbameinum. Jöfnum aðgengi óháð búsetu Aðalfundurinn samþykkti einnig ályktun sem fjallar um nauðsyn þess að draga úr ójöfnuði með breytingum á greiðslu sjúklinga fyrir sjúkradvöl innanlands. Ýmsar aðgerðir hafa verið innleiddar til að draga úr greiðslubyrði þeirra sem þurfa á mikilli heilbrigðisþjónustu að halda. Má þar t.d. nefna greiðsluþak fyrir heilbrigðisþjónustu og lyf, ásamt þátttöku Sjúkratrygginga í ferðakostnaði. Margir þurfa hins vegar að dvelja langdvölum fjarri heimili sínu með nánum aðstandanda vegna lífsnauðsynlegra lyfja- og/eða geislameðferða. Dæmi eru um að einstaklingar greiði yfir 500.000 kr. á ári fyrir slíka þjónustu. Í ályktuninni er skorað á stjórnvöld að lækka þessar greiðslur, t.d. með greiðsluþaki sambærilegu því sem þekkist fyrir heilbrigðisþjónustu og lyfjakostnað. Með því má tryggja að kostnaður sligi ekki fólk af landsbyggðinni og tryggja jafnt aðgengi óháð búsetu. Léttum rekstur almannaheillafélaga Krabbameinsfélagið er að undanskildum ca 5% rekstrarfjár, alfarið rekið fyrir sjálfsaflafé, styrki frá almenningi og fyrirtækjum í landinu. Hið sama gildir um aðildarfélög þess, 20 svæðafélög um land allt og sjö stuðningsfélög. Allt söfnunarfé félaganna rennur til framfaraverkefna á sviði krabbameinsforvarna, vísindastarfs og stuðnings við sjúklinga og aðstandendur og er því um mikilvægt almannaheillaverkefni að ræða. Í starfsemi á borð við þá sem krabbameinsfélögin inna af höndum er horft í hverja krónu og með niðurfellingu á virðisaukaskatti vegna starfsemi félaganna mætti létta rekstur þeirra og gera þeim kleift að sinna sínum verkefnum enn betur. Í þriðju ályktun aðalfundarins tekur Krabbameinsfélagið undir með Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu sem hefur vakið athygli á málinu og skorar á stjórnvöld að létta rekstrarumhverfi almannaheillafélag með niðurfellingu virðisaukaskatts. Slíkt mætti til dæmis útfæra með þeim hætti að félagið greiði virðisaukaskatt en fái síðan endurgreiðslu. Svörum kallinu og stöndum saman Eins og áður hefur komið fram er mikið í húfi. Spáð er 57% hlutfallslegri aukningu á nýgreiningum fram til ársins 2040 og á sama tíma lifa fleiri með krabbamein og síðbúnar aukaverkanir sem þarf að bregðast við. Hjá Krabbameinsfélaginu miðast allt starf að því að draga úr áhrifunum og fyrirbyggja eins og hægt er þetta fyrirsjáanlega hamfaraástand. En enginn er eyland og samtakamátturinn er það sem mun breyta stormi í andvara. Krabbameinsfélagið skorar á stjórnvöld að svara kalli aðalfundar félagsins og bregðast við þeim ályktunum sem fundurinn samþykkti. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Á vel sóttum aðalfundi Krabbameinsfélagsins voru samþykktar þrjár ályktanir sem eiga það sameiginlegt að kalla eftir bættri stöðu í krabbameinsmálum á Íslandi. Það er stormur í aðsigi og búist við mikilli hlutfallslegri aukningu á nýgreiningum fram til ársins 2040. Ástandið kallar á samtakamátt á öllum sviðum og Krabbameinsfélagið stefnir hraðbyri á að fækka þeim sem greinast með krabbamein, að fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins með og eftir krabbamein. Viðmið um biðtíma Við búum sem betur fer svo vel að vera með traustan grunn í krabbameinsþjónustu á Íslandi. Þjónustan er drifin áfram af öflugu starfsfólki og mörg framfaraskref hafa verið stigin, sjúklingum og aðstandendum til góðs. Ef við viljum tryggja áframhaldandi árangur dugar þessi grunnur þó ekki til. Vísbendingar eru um að stormur sé að skella á og að heilbrigðiskerfið sé ekki nægilega vel undirbúið til að standa hann af sér. Sem dæmi má nefna að biðtími vegna geislameðferða hér á landi er tekinn að lengjast og vísbendingar eru einnig um að biðtími eftir skurðaðgerðum vegna sumra krabbameina sé í mörgum tilvikum orðinn of langur. Of langur biðtími getur haft áhrif á sjúkdómsþróun, lengt veikindatímabil og valdið miklu viðbótarálagi á sjúklinga og aðstandendur. Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins í maí 2025 var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að bregðast við með því að setja viðmið um biðtíma og hámarksbiðtíma krabbameinsmeðferða, sambærilegt því sem þekkist til dæmis í Danmörku. Í ályktuninni er jafnframt skorað á stjórnvöld að setja forvarnir til að efla lýðheilsu landsmanna í forgang þannig að lýðheilsusjónarmið séu alltaf í fyrirrúmi. Stjórnvöld eru hvött til að taka djarfar ákvarðanir, virða gildandi lög og reglur og auðvelda ekki aðgengi að áfengi, tóbaks- og nikótínvörum. Árangur Íslands á sviði tóbaksvarna og forvarna gegn áfengisneyslu hjá ungmennum er öfundsverður og standa þarf vörð um hann og setja markið enn hærra. Með samstilltu átaki er hægt að koma í veg fyrir fjögur af hverjum tíu krabbameinum. Jöfnum aðgengi óháð búsetu Aðalfundurinn samþykkti einnig ályktun sem fjallar um nauðsyn þess að draga úr ójöfnuði með breytingum á greiðslu sjúklinga fyrir sjúkradvöl innanlands. Ýmsar aðgerðir hafa verið innleiddar til að draga úr greiðslubyrði þeirra sem þurfa á mikilli heilbrigðisþjónustu að halda. Má þar t.d. nefna greiðsluþak fyrir heilbrigðisþjónustu og lyf, ásamt þátttöku Sjúkratrygginga í ferðakostnaði. Margir þurfa hins vegar að dvelja langdvölum fjarri heimili sínu með nánum aðstandanda vegna lífsnauðsynlegra lyfja- og/eða geislameðferða. Dæmi eru um að einstaklingar greiði yfir 500.000 kr. á ári fyrir slíka þjónustu. Í ályktuninni er skorað á stjórnvöld að lækka þessar greiðslur, t.d. með greiðsluþaki sambærilegu því sem þekkist fyrir heilbrigðisþjónustu og lyfjakostnað. Með því má tryggja að kostnaður sligi ekki fólk af landsbyggðinni og tryggja jafnt aðgengi óháð búsetu. Léttum rekstur almannaheillafélaga Krabbameinsfélagið er að undanskildum ca 5% rekstrarfjár, alfarið rekið fyrir sjálfsaflafé, styrki frá almenningi og fyrirtækjum í landinu. Hið sama gildir um aðildarfélög þess, 20 svæðafélög um land allt og sjö stuðningsfélög. Allt söfnunarfé félaganna rennur til framfaraverkefna á sviði krabbameinsforvarna, vísindastarfs og stuðnings við sjúklinga og aðstandendur og er því um mikilvægt almannaheillaverkefni að ræða. Í starfsemi á borð við þá sem krabbameinsfélögin inna af höndum er horft í hverja krónu og með niðurfellingu á virðisaukaskatti vegna starfsemi félaganna mætti létta rekstur þeirra og gera þeim kleift að sinna sínum verkefnum enn betur. Í þriðju ályktun aðalfundarins tekur Krabbameinsfélagið undir með Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu sem hefur vakið athygli á málinu og skorar á stjórnvöld að létta rekstrarumhverfi almannaheillafélag með niðurfellingu virðisaukaskatts. Slíkt mætti til dæmis útfæra með þeim hætti að félagið greiði virðisaukaskatt en fái síðan endurgreiðslu. Svörum kallinu og stöndum saman Eins og áður hefur komið fram er mikið í húfi. Spáð er 57% hlutfallslegri aukningu á nýgreiningum fram til ársins 2040 og á sama tíma lifa fleiri með krabbamein og síðbúnar aukaverkanir sem þarf að bregðast við. Hjá Krabbameinsfélaginu miðast allt starf að því að draga úr áhrifunum og fyrirbyggja eins og hægt er þetta fyrirsjáanlega hamfaraástand. En enginn er eyland og samtakamátturinn er það sem mun breyta stormi í andvara. Krabbameinsfélagið skorar á stjórnvöld að svara kalli aðalfundar félagsins og bregðast við þeim ályktunum sem fundurinn samþykkti. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun