Forstjórinn stígur fram Örn Pálsson skrifar 3. júní 2025 08:32 Það vakti athygli meðal félagsmanna í LS hversu frumvarp Hönnu Katrínar Friðrikssonar atvinnuvegaráðherra kveikti sjálfbærnibálið hjá Hafrannsóknastofnun. Forstjórinn sté fram og sagði í viðtali við Morgunblaðið 30. maí „nýtt frumvarp atvinnuvegaráðherra ekki vera í samræmi við þá aflareglu sem hafi verið í gildi síðastliðin ár. Hann telur jafnframt líklegt að breytingar ýti undir ósjálfbærar veiðar.“. Ekki góð skilaboð til ráðherrans sem staðráðinn er í að tryggja 48 daga til strandveiða. Að undanförnu hafa vonbrigði meðal sjómanna og útgerða aukist með hversu lítt hefur tekist að auka veiðiheimildir einstakra nytjastofna. Þorskurinn er þar gjarnan nefndur, þó margir álíti að meira hefði mátt veiða á undanförnum árum heldur en Hafró ráðlagði stjórnvöldum. Bágt ástand hans í byrjun níunda áratugar leiddi til þess fiskveiðistjórnarkerfis sem við búum við. Ráðist var í niðurskurð á leyfilegum afla í því skyni að byggja stofninn upp og auka í kjölfarið veiðiheimildir. Deilt er um hvernig til hefur tekist. Hver væri staðan ef niðurskurðarhnífnum hefði ekki verið beitt? Væri ástandið betra ef ekki hefði verið ákveðið að fylgja ráðgjöf stofnunarinnar sem byggir að mestu leyti á niðurstöðum árlegra mælinga af veiðum með botntrolli í mars? Veitt er á fyrirfram ákveðnum stöðum og vinna vísindamenn Hafrannsóknastofnunar úr aflanum. Til að gefa lesanda betri innsýn fylgir hér graf sem sýnir ráðgjöf Hafró og afla. Tímabilið spannar næstum yfir hálfa öld, frá 1976 til og með fiskveiðiárinu 2023/2024. Meðal þess sem þarna kemur fram: Ráðlagður heildarafli fór úr 450 þúsund tonnum árið 1982 niður í 200 þúsund tonn árið 1984. Aflinn var undir ráðgjöf fyrstu tvö ár þessara þriggja ára, en nokkuð yfir á einu. Tímabilið 1985 – 1990 var veitt hressilega umfram ráðgjöf án þess að Hafrannsóknastofnun sæi ástæðu til að draga mismuninn frá ári síðar Fiskveiðiárin 2008/2009 og 2009/2010 var einnig veitt umfram ráðgjöf og þá var ekki að sjá að það hefði áhrif. Hún hækkaði á þeim árum og árin á eftir. Eins og grafið ber með sér hefur tekist að stemma heildarafla við ráðgjöfina. Þegar tekin eru sl. 10 ár munar aðeins þremur prósentum sem aflinn er umfram ráðgjöf. Aflaregla miðast í stórum dráttum við að heildarafli sé fimmtungur af stærð veiðistofns. Meðaltal hans á þessum árum er rúmlega 1,1 milljón tonn, þannig að 225 þús. tonn væri því leyfilegt heildaraflamagn ár hvert. Þrjú prósentin, eins og verið hefur, hækka hlutfallið um 0,6% af árlegum veiðistofni á yfirstandandi ári. Þegar greinarhöfundur horfir til þessara talna útfrá viðbrögðum sem fram koma í upphafi greinarinnar, er hann ósammála að frumvarpið ýti undir ósjálfbærar veiðar. Aflareglu getur ríkisstjórnin breytt með einu pennastriki. Frumvarpið mun ekki á nokkurn hátt hafa áhrif á áframhaldandi „uppbyggingu“ þorskstofnsins. Atvinnuvegaráðherra er á engan hátt að ýta undir ósjálfbærar veiðar með því að tryggja 48 daga til strandveiða. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Strandveiðar Hafrannsóknastofnun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það vakti athygli meðal félagsmanna í LS hversu frumvarp Hönnu Katrínar Friðrikssonar atvinnuvegaráðherra kveikti sjálfbærnibálið hjá Hafrannsóknastofnun. Forstjórinn sté fram og sagði í viðtali við Morgunblaðið 30. maí „nýtt frumvarp atvinnuvegaráðherra ekki vera í samræmi við þá aflareglu sem hafi verið í gildi síðastliðin ár. Hann telur jafnframt líklegt að breytingar ýti undir ósjálfbærar veiðar.“. Ekki góð skilaboð til ráðherrans sem staðráðinn er í að tryggja 48 daga til strandveiða. Að undanförnu hafa vonbrigði meðal sjómanna og útgerða aukist með hversu lítt hefur tekist að auka veiðiheimildir einstakra nytjastofna. Þorskurinn er þar gjarnan nefndur, þó margir álíti að meira hefði mátt veiða á undanförnum árum heldur en Hafró ráðlagði stjórnvöldum. Bágt ástand hans í byrjun níunda áratugar leiddi til þess fiskveiðistjórnarkerfis sem við búum við. Ráðist var í niðurskurð á leyfilegum afla í því skyni að byggja stofninn upp og auka í kjölfarið veiðiheimildir. Deilt er um hvernig til hefur tekist. Hver væri staðan ef niðurskurðarhnífnum hefði ekki verið beitt? Væri ástandið betra ef ekki hefði verið ákveðið að fylgja ráðgjöf stofnunarinnar sem byggir að mestu leyti á niðurstöðum árlegra mælinga af veiðum með botntrolli í mars? Veitt er á fyrirfram ákveðnum stöðum og vinna vísindamenn Hafrannsóknastofnunar úr aflanum. Til að gefa lesanda betri innsýn fylgir hér graf sem sýnir ráðgjöf Hafró og afla. Tímabilið spannar næstum yfir hálfa öld, frá 1976 til og með fiskveiðiárinu 2023/2024. Meðal þess sem þarna kemur fram: Ráðlagður heildarafli fór úr 450 þúsund tonnum árið 1982 niður í 200 þúsund tonn árið 1984. Aflinn var undir ráðgjöf fyrstu tvö ár þessara þriggja ára, en nokkuð yfir á einu. Tímabilið 1985 – 1990 var veitt hressilega umfram ráðgjöf án þess að Hafrannsóknastofnun sæi ástæðu til að draga mismuninn frá ári síðar Fiskveiðiárin 2008/2009 og 2009/2010 var einnig veitt umfram ráðgjöf og þá var ekki að sjá að það hefði áhrif. Hún hækkaði á þeim árum og árin á eftir. Eins og grafið ber með sér hefur tekist að stemma heildarafla við ráðgjöfina. Þegar tekin eru sl. 10 ár munar aðeins þremur prósentum sem aflinn er umfram ráðgjöf. Aflaregla miðast í stórum dráttum við að heildarafli sé fimmtungur af stærð veiðistofns. Meðaltal hans á þessum árum er rúmlega 1,1 milljón tonn, þannig að 225 þús. tonn væri því leyfilegt heildaraflamagn ár hvert. Þrjú prósentin, eins og verið hefur, hækka hlutfallið um 0,6% af árlegum veiðistofni á yfirstandandi ári. Þegar greinarhöfundur horfir til þessara talna útfrá viðbrögðum sem fram koma í upphafi greinarinnar, er hann ósammála að frumvarpið ýti undir ósjálfbærar veiðar. Aflareglu getur ríkisstjórnin breytt með einu pennastriki. Frumvarpið mun ekki á nokkurn hátt hafa áhrif á áframhaldandi „uppbyggingu“ þorskstofnsins. Atvinnuvegaráðherra er á engan hátt að ýta undir ósjálfbærar veiðar með því að tryggja 48 daga til strandveiða. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun