Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2025 13:49 Volodýmýr Selenskíj (t.v.) og Friedrich Merz (t.h.) við skrifstofur þýska kanslarans í Berlín í dag. AP/Markus Schreiber Þjóðverjar ætla að hjálpa Úkraínumönnum að smíða langdrægar skotflaugar til þess að verjast árásum Rússa. Þetta sagði Friedrich Merz, nýr kanslari Þýskalands, þegar Volodýmýr Selenskíj Úkraínuforseti sótti hann heim í Berlín í dag. Fyrri ríkisstjórn Þýskalands var mótfallin því að styðja Úkraínumenn með langdrægum Taurus-skotflaugum af ótta við að stigmagna átökin við Rússa. Merz hefur aftur á móti boðað að skilyrði um drægi vopna sem Úkraínumenn fá verði afnumin. „Við viljum tala um framleiðslu og ætlum ekki að ræða það í smáatriðum,“ sagði Merz þegar fréttamenn spurðu hann hvort hann ætlaði að gefa Úkraínumönnum Taurus-flaugar á blaðamannafundi þeirra Selenskíj í dag. Taurus-flaugarnar hafa allt að fimm hundruð kílómetra drægi og með þeim gætu Úkraínumenn ráðist á skotmörk djúpt inni í Rússlandi. Merz nefndi þær ekki með nafni en sagði að til stæði varnarmálaráðherrar ríkjanna skrifuðu undir minnisblað um langdrægar skotflaugar síðar í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins. Rússar hafa hótað því að það hefði skaðleg áhrif á tilraunir til þess að ná friðsamlegri lausn í átökunum ef vesturveldin létu Úkraínumönnum langdrægar skotflaugar í té. Þeir hafa þó ekki sýnt mikinn friðarvilja til þessa og í reynd hunsað viðleitni Bandaríkjastjórnar og Úkraínumanna til þess að koma friðarviðræðum af stað í þessum mánuði. Gera allt til að stöðva friðarviðræður Selenskíj sakaði Rússa enn um að tefja friðarviðræður. Stjórnvöld í Kreml hefðu engin áform um að stöðva meira en þriggja ára gamalt stríð sitt gegn nágrönnum sínum. „Þeir leita stanslaust að ástæðum til þess að stöðva ekki stríðið,“ sagði Selenskíj á blaðamannafundinum með Merz. Þannig hefðu Rússar ekki enn fallist á fundarstað fyrir næstu umferð viðræðna. Lægra settir embættismenn hittust í Tyrklandi á dögunum en Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lét ekki sjá sig þar þótt Selenskíj hefði ferðast þangað til að hitta hann. Úkraínski forsetinn segir ennfremur að Rússar hafi safnað saman um 50.000 manna herliði við landamærin að Sumy-héraði í norðanveðri Úkraínu. Gripið hafi verið til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir meiriháttar sókn þeirra þangað inn. „Stærsta og öflugasta herlið þeirra er núna á víglínunni í Kúrsk. Til þess að hrekja hermenn okkar úr úr Kúrsk og að undirbúa sókn gegn Sumy-héraði,“ segir úkraínski forsetinn. Nord Stream ekki tekin aftur í notkun Merz hét því í dag að ríkisstjórn hans gerði allt sem í hennar valdi stæði til þess að koma í veg fyrir að Nord Stream 2-gasleiðslan sem skemmdarverk voru unnin á fyrir þremur árum yrði tekin aftur í notkun. „Við viljum halda áfram að auka þrýstinginn á Rússland,“ hefur þýski fjölmiðillinn Deutsche Welle eftir kanslaranum. Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Sjá meira
Fyrri ríkisstjórn Þýskalands var mótfallin því að styðja Úkraínumenn með langdrægum Taurus-skotflaugum af ótta við að stigmagna átökin við Rússa. Merz hefur aftur á móti boðað að skilyrði um drægi vopna sem Úkraínumenn fá verði afnumin. „Við viljum tala um framleiðslu og ætlum ekki að ræða það í smáatriðum,“ sagði Merz þegar fréttamenn spurðu hann hvort hann ætlaði að gefa Úkraínumönnum Taurus-flaugar á blaðamannafundi þeirra Selenskíj í dag. Taurus-flaugarnar hafa allt að fimm hundruð kílómetra drægi og með þeim gætu Úkraínumenn ráðist á skotmörk djúpt inni í Rússlandi. Merz nefndi þær ekki með nafni en sagði að til stæði varnarmálaráðherrar ríkjanna skrifuðu undir minnisblað um langdrægar skotflaugar síðar í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins. Rússar hafa hótað því að það hefði skaðleg áhrif á tilraunir til þess að ná friðsamlegri lausn í átökunum ef vesturveldin létu Úkraínumönnum langdrægar skotflaugar í té. Þeir hafa þó ekki sýnt mikinn friðarvilja til þessa og í reynd hunsað viðleitni Bandaríkjastjórnar og Úkraínumanna til þess að koma friðarviðræðum af stað í þessum mánuði. Gera allt til að stöðva friðarviðræður Selenskíj sakaði Rússa enn um að tefja friðarviðræður. Stjórnvöld í Kreml hefðu engin áform um að stöðva meira en þriggja ára gamalt stríð sitt gegn nágrönnum sínum. „Þeir leita stanslaust að ástæðum til þess að stöðva ekki stríðið,“ sagði Selenskíj á blaðamannafundinum með Merz. Þannig hefðu Rússar ekki enn fallist á fundarstað fyrir næstu umferð viðræðna. Lægra settir embættismenn hittust í Tyrklandi á dögunum en Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lét ekki sjá sig þar þótt Selenskíj hefði ferðast þangað til að hitta hann. Úkraínski forsetinn segir ennfremur að Rússar hafi safnað saman um 50.000 manna herliði við landamærin að Sumy-héraði í norðanveðri Úkraínu. Gripið hafi verið til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir meiriháttar sókn þeirra þangað inn. „Stærsta og öflugasta herlið þeirra er núna á víglínunni í Kúrsk. Til þess að hrekja hermenn okkar úr úr Kúrsk og að undirbúa sókn gegn Sumy-héraði,“ segir úkraínski forsetinn. Nord Stream ekki tekin aftur í notkun Merz hét því í dag að ríkisstjórn hans gerði allt sem í hennar valdi stæði til þess að koma í veg fyrir að Nord Stream 2-gasleiðslan sem skemmdarverk voru unnin á fyrir þremur árum yrði tekin aftur í notkun. „Við viljum halda áfram að auka þrýstinginn á Rússland,“ hefur þýski fjölmiðillinn Deutsche Welle eftir kanslaranum.
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Sjá meira