Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Árni Sæberg skrifar 27. maí 2025 16:26 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra er afar sáttur með söluna á hluti ríkisins í Íslandsbanka. Vísir Fjármálaráðuneytið hefur birt lista yfir alla kaupendur í útboði á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr í mánuðinum. Sjóðurinn Alpha hlutabréf var meðal þeirra sem mest keyptu í útboðinu, eða fyrir 192 milljónir króna. Alpha hlutabréf ef sérhæfður sjóður í stýringu Íslandssjóða, sem eru í eigu Íslandsbanka sjálfs. Mest keypti Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, fyrir milljarð króna. 1.529 einstaklingar keyptu fyrir tuttugu milljónir króna. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að í framhaldi af útboði á almennum hlutum í Íslandsbanka hf. birti fjármála- og efnahagsráðuneytið hér með sundurliðaðar upplýsingar um hver og ein viðskipti með eignarhluti, það er kennitölur og nöfn endanlegra kaupenda og kaupvirði í samræmi við ákvæði laga um sölu hlutar ríkisins. Meðal markmiða laganna hafi verið að tryggja gagnsæi við framkvæmd útboðsins. Lista yfir kaupendur í tilboðsbók A, sem aðeins einstaklingar máttu skrá sig í, má sjá hér. Stærri fjárfestar máttu skrá sig fyrir hlutum í tilboðsbók B. Listann má sjá hér. Á þeim lista eru aðeins 56 kaupendur. Ríflega 30 þúsund einstaklingar skráðu sig hins vegar fyrir hlutum í bók A. Í tilkynningunni segir að heildareftirspurn útboðsins hafi numið um 190 milljörðum króna og heildarvirði þess kr. 90.576.003.783. Í tilboðsbók A hafi 815.670.603 hlutum verið úthlutað til 31.021 einstaklinga. Tilboð í tilboðsbók B hafi numið 84,3 milljörðum króna og 34.329.404 hlutum hafi verið úthlutað til 56 aðila. Fjöldi tilboða sem bárust í tilboðsbók B hafi verið 1.228. Tilboðum undir 117,5 krónum hafnað en verðið endaði í 106,56 krónum Úthlutun í tilboðsbók B hafi farið fram á grundvelli úthlutunarreglna í lögum um söluna, sem kveði á um að skerðing tilboða vegna umframeftirspurnar skuli eingöngu gerð á grundvelli tilboðsverðs. Þannig hafi fyrst verið úthlutað til hæstu tilboðsverða þar til öllum eftirstandandi hlutum hafði verið úthlutað. Á grundvelli úthlutunarreglna laganna hafi öllum tilboðum að fjárhæð kr. 117,55 á hlut eða hærra úthlutað óskert en tilboð að fjárhæð kr. 117,50 á hlut skert hlutfallslega. Tilboðum undir kr. 117,50 á hlut hafi verið hafnað. Söluverð í tilboðsbók B hafi verið kr. 106,56 á grundvelli laganna, þar sem tilboð í tilboðsbók A hafi náð grunnmagni útboðsins. Útboðinu sé nú lokið þar sem öllum 850.000.007 útboðshlutum hafi verið úthlutað til fjárfesta í tilboðsbók A og tilboðsbók B. Útboðið marki kaflaskil „Meginreglur útboðsins um gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni skiluðu vel heppnuðu útboði fyrir ríkissjóð. Góð þátttaka í útboðinu endurspeglar traust almennings á ferlinu og framkvæmdinni. Útboðið markar ákveðin kaflaskil þar sem ríkissjóður er ekki lengur hluthafi í bankanum og dregur úr þeirri áhættu sem felst í eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum. Með sölunni styrkjum við stöðu ríkissjóðs og búum til svigrúm til þess að ráðast í nauðsynlegar innviðafjárfestingar,“ er haft eftir Daða Má Kristóferssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslandsbanki Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að í framhaldi af útboði á almennum hlutum í Íslandsbanka hf. birti fjármála- og efnahagsráðuneytið hér með sundurliðaðar upplýsingar um hver og ein viðskipti með eignarhluti, það er kennitölur og nöfn endanlegra kaupenda og kaupvirði í samræmi við ákvæði laga um sölu hlutar ríkisins. Meðal markmiða laganna hafi verið að tryggja gagnsæi við framkvæmd útboðsins. Lista yfir kaupendur í tilboðsbók A, sem aðeins einstaklingar máttu skrá sig í, má sjá hér. Stærri fjárfestar máttu skrá sig fyrir hlutum í tilboðsbók B. Listann má sjá hér. Á þeim lista eru aðeins 56 kaupendur. Ríflega 30 þúsund einstaklingar skráðu sig hins vegar fyrir hlutum í bók A. Í tilkynningunni segir að heildareftirspurn útboðsins hafi numið um 190 milljörðum króna og heildarvirði þess kr. 90.576.003.783. Í tilboðsbók A hafi 815.670.603 hlutum verið úthlutað til 31.021 einstaklinga. Tilboð í tilboðsbók B hafi numið 84,3 milljörðum króna og 34.329.404 hlutum hafi verið úthlutað til 56 aðila. Fjöldi tilboða sem bárust í tilboðsbók B hafi verið 1.228. Tilboðum undir 117,5 krónum hafnað en verðið endaði í 106,56 krónum Úthlutun í tilboðsbók B hafi farið fram á grundvelli úthlutunarreglna í lögum um söluna, sem kveði á um að skerðing tilboða vegna umframeftirspurnar skuli eingöngu gerð á grundvelli tilboðsverðs. Þannig hafi fyrst verið úthlutað til hæstu tilboðsverða þar til öllum eftirstandandi hlutum hafði verið úthlutað. Á grundvelli úthlutunarreglna laganna hafi öllum tilboðum að fjárhæð kr. 117,55 á hlut eða hærra úthlutað óskert en tilboð að fjárhæð kr. 117,50 á hlut skert hlutfallslega. Tilboðum undir kr. 117,50 á hlut hafi verið hafnað. Söluverð í tilboðsbók B hafi verið kr. 106,56 á grundvelli laganna, þar sem tilboð í tilboðsbók A hafi náð grunnmagni útboðsins. Útboðinu sé nú lokið þar sem öllum 850.000.007 útboðshlutum hafi verið úthlutað til fjárfesta í tilboðsbók A og tilboðsbók B. Útboðið marki kaflaskil „Meginreglur útboðsins um gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni skiluðu vel heppnuðu útboði fyrir ríkissjóð. Góð þátttaka í útboðinu endurspeglar traust almennings á ferlinu og framkvæmdinni. Útboðið markar ákveðin kaflaskil þar sem ríkissjóður er ekki lengur hluthafi í bankanum og dregur úr þeirri áhættu sem felst í eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum. Með sölunni styrkjum við stöðu ríkissjóðs og búum til svigrúm til þess að ráðast í nauðsynlegar innviðafjárfestingar,“ er haft eftir Daða Má Kristóferssyni, fjármála- og efnahagsráðherra.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslandsbanki Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira