Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar 27. maí 2025 12:02 Það vekur furðu að í nýsamþykktri húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar sé gert ráð fyrir að 95,4% allra íbúða sem á að byggja fram til ársins 2033 verði í fjölbýli. Já, þú last rétt lesandi góður, nánast allar íbúðirnar verða í blokkum. Ég veit ekki í hvaða Cheerios-pakka vinstrimeirihlutinn í Reykjanesbæ fann þessa framtíðarsýn, en ég hvet hann þó til að skila vörunni. Ekki misskilja mig, vissulega eiga fjölbýli sinn stað í uppbyggingunni. Sérstaklega fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref, en flestir vilja geta stækkað við sig með tímanum. Það er eðlileg þróun; úr leiguíbúð í litlu fjölbýli yfir í raðhús, parhús, tvíbýli eða jafnvel einbýli. En sú leið er nú að lokast. Þegar 95,4% allra nýrra íbúða eru fjölbýli, þá verður sérbýli lúxusvara en ekki raunverulegur valkostur. Það segir okkur a.m.k. einfalt lögmál hagfræðinnar um framboð og eftirspurn. Það blasir við hvað gerist ef þessi stefna meirihlutans fær að halda áfram. Fasteignaverð á sérbýli mun hækka, þar sem eftirspurn verður mikil en framboðið skammarlega lítið. Ungt fólk og barnafjölskyldur sem vilja búa í sérbýli í Reykjanesbæ munu í mörgum tilvikum þurfa að horfa annað. Ég fullyrði að ungt fólk sem flyst frá höfuðborgarsvæðinu til Reykjanesbæjar er ekki að gera það til að elta þéttingastefnu Samfylkingarinnar, sem er að breyta höfuðborginni í steypuskóg. Þvert á móti horfa margir til Reykjanesbæjar einmitt vegna þess að þar er sérbýli raunverulegur kostur, í bili. Skata í öll mál Það hefur eðlilega verið mikil kergja eftir að húsnæðisáætlun meirihlutans leit dagsins ljós, nema kannski hjá fáeinum samfylkingarmönnum sem telja Reykjavík vera að brillera í uppbyggingarmálum. Svo mikil varð pressan að Guðný Birna Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs og oddviti Samfylkingarinnar, sá sig knúna til að bregðast við gagnrýni frá Vilhjálmi Árnasyni þingmanni opinberlega. Ekki mistókst henni aðeins að svara gagnrýninni efnislega heldur fullyrti hún, eins og ekkert væri eðlilegra, að Reykjanesbær væri „að leggja áherslu á fjölbreytta byggð í uppbyggingu sveitarfélagsins, líkt og kemur fram í húsnæðisáætluninni.“ Já, þú last rétt. Hún kallar þetta fjölbreytta byggð, þrátt fyrir að rúmlega 95% íbúða verði í fjölbýli. Þetta er eins og að bjóða upp á skötu í morgunmat, hádegismat og kvöldmat og halda því svo fram að þú sért að leggja áherslu á fjölbreytt mataræði. Ég ætla allavega að fá að frábiðja mér skötu í öll mál, alveg eins og ég ætla að frábiðja mér það að framtíð allra Suðurnesjamanna sé steypt í sama mót. Við eigum að búa við val og frelsi um það hvar og hvernig við viljum halda heimili. Algjört metnaðarleysi Fjölbreytt húsnæðisuppbygging er ekki bara skipulagsatriði, hún er grundvöllur að góðu og heilbrigðu samfélagi og hefur mikil áhrif á íbúasamsetningu bæjarins. Ef við viljum að ungt fólk velji Reykjanesbæ þá verðum við að tryggja að hér séu raunverulegir valkostir, en ekki einhæf framtíðarsýn byggð á blokkum. Þessi framtíðarsýn Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar lýsir í raun algjöru metnaðarleysi fyrir skipulagi sveitarfélagsins til lengri tíma. Það hvernig húsnæðisuppbyggingin verður hér til næstu ára, hefur gríðarleg áhrif á mannlífið í sveitarfélaginu og ungir Suðurnesjamenn vilja varðveita bæjarbrag Reykjanesbæjar. Ég vil að Reykjanesbær bjóði upp á meira valfrelsi, verði meira eins Reykjanesbær og minna eins og Reykjavík. Höfundur er varaformaður Heimis – félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ og formaður nemendafélags fjölbrautaskóla Suðurnesja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Húsnæðismál Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Sjá meira
Það vekur furðu að í nýsamþykktri húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar sé gert ráð fyrir að 95,4% allra íbúða sem á að byggja fram til ársins 2033 verði í fjölbýli. Já, þú last rétt lesandi góður, nánast allar íbúðirnar verða í blokkum. Ég veit ekki í hvaða Cheerios-pakka vinstrimeirihlutinn í Reykjanesbæ fann þessa framtíðarsýn, en ég hvet hann þó til að skila vörunni. Ekki misskilja mig, vissulega eiga fjölbýli sinn stað í uppbyggingunni. Sérstaklega fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref, en flestir vilja geta stækkað við sig með tímanum. Það er eðlileg þróun; úr leiguíbúð í litlu fjölbýli yfir í raðhús, parhús, tvíbýli eða jafnvel einbýli. En sú leið er nú að lokast. Þegar 95,4% allra nýrra íbúða eru fjölbýli, þá verður sérbýli lúxusvara en ekki raunverulegur valkostur. Það segir okkur a.m.k. einfalt lögmál hagfræðinnar um framboð og eftirspurn. Það blasir við hvað gerist ef þessi stefna meirihlutans fær að halda áfram. Fasteignaverð á sérbýli mun hækka, þar sem eftirspurn verður mikil en framboðið skammarlega lítið. Ungt fólk og barnafjölskyldur sem vilja búa í sérbýli í Reykjanesbæ munu í mörgum tilvikum þurfa að horfa annað. Ég fullyrði að ungt fólk sem flyst frá höfuðborgarsvæðinu til Reykjanesbæjar er ekki að gera það til að elta þéttingastefnu Samfylkingarinnar, sem er að breyta höfuðborginni í steypuskóg. Þvert á móti horfa margir til Reykjanesbæjar einmitt vegna þess að þar er sérbýli raunverulegur kostur, í bili. Skata í öll mál Það hefur eðlilega verið mikil kergja eftir að húsnæðisáætlun meirihlutans leit dagsins ljós, nema kannski hjá fáeinum samfylkingarmönnum sem telja Reykjavík vera að brillera í uppbyggingarmálum. Svo mikil varð pressan að Guðný Birna Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs og oddviti Samfylkingarinnar, sá sig knúna til að bregðast við gagnrýni frá Vilhjálmi Árnasyni þingmanni opinberlega. Ekki mistókst henni aðeins að svara gagnrýninni efnislega heldur fullyrti hún, eins og ekkert væri eðlilegra, að Reykjanesbær væri „að leggja áherslu á fjölbreytta byggð í uppbyggingu sveitarfélagsins, líkt og kemur fram í húsnæðisáætluninni.“ Já, þú last rétt. Hún kallar þetta fjölbreytta byggð, þrátt fyrir að rúmlega 95% íbúða verði í fjölbýli. Þetta er eins og að bjóða upp á skötu í morgunmat, hádegismat og kvöldmat og halda því svo fram að þú sért að leggja áherslu á fjölbreytt mataræði. Ég ætla allavega að fá að frábiðja mér skötu í öll mál, alveg eins og ég ætla að frábiðja mér það að framtíð allra Suðurnesjamanna sé steypt í sama mót. Við eigum að búa við val og frelsi um það hvar og hvernig við viljum halda heimili. Algjört metnaðarleysi Fjölbreytt húsnæðisuppbygging er ekki bara skipulagsatriði, hún er grundvöllur að góðu og heilbrigðu samfélagi og hefur mikil áhrif á íbúasamsetningu bæjarins. Ef við viljum að ungt fólk velji Reykjanesbæ þá verðum við að tryggja að hér séu raunverulegir valkostir, en ekki einhæf framtíðarsýn byggð á blokkum. Þessi framtíðarsýn Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar lýsir í raun algjöru metnaðarleysi fyrir skipulagi sveitarfélagsins til lengri tíma. Það hvernig húsnæðisuppbyggingin verður hér til næstu ára, hefur gríðarleg áhrif á mannlífið í sveitarfélaginu og ungir Suðurnesjamenn vilja varðveita bæjarbrag Reykjanesbæjar. Ég vil að Reykjanesbær bjóði upp á meira valfrelsi, verði meira eins Reykjanesbær og minna eins og Reykjavík. Höfundur er varaformaður Heimis – félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ og formaður nemendafélags fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun