Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2025 09:09 Frá kappræðum Stöðvar 2 fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. Fjórðungur svarenda í könnun á vegum Fjölmiðlanefndar sagðist hafa séð upplýsingafals í sjónvarpi fyrir kosningarnar. Vísir Meira en sextíu prósent svarenda í könnun á vegum Fjölmiðlanefndar töldu sig hafa orðið vör við að falsfréttum væri beitt til að hafa áhrif á niðurstöður alþingiskosninganna í fyrra. Aðeins rétt rúmur helmingur sagðist treysta fjölmiðlum. Mun fleiri sögðust hafa orðið varir við falsfréttir eða upplýsingafals fyrir kosningarnar nú en í sambærilegri könnun sem Fjölmiðlanefnd lét gera eftir kosningarnar árið 2021. Nú sögðust 62,1 prósent hafa tekið eftir slíkum tilraunum en 46,6 prósent fyrir fjórum árum. Gert er grein fyrir niðurstöðunum í skýrslu sem birt var á vef Fjölmiðlanefndar í gær. Af þeim sem töldu sig hafa upplifað upplýsingafals sögðu langflestir að þeir hefðu séð það á samfélagsmiðlinum Facebook, alls 65,2 prósent. Það er á eftir kom kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok en 31,2 prósent töldu sig hafa séð falsfréttir þar fyrir kosningar. Töluvert færri höfðu séð upplýsingafals í „hefðbundnum“ fjölmiðlum. Um fjórðungur sagðist hafa séð það í sjónvarpi, á ritstýrðum netmiðlum og litlu færri á samfélagsmiðlinum X. Þá sögðust 13,6 prósent hafa orðið varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar í ritstýrðum prentmiðlum. Flestir töldu upplýsingarnar runnar undan rifjum stjórnmálaflokks Meiri en helmingur þeirra sem töldu sig hafa orðið fyrir barðinu á falsfréttum röktu þær til ákveðins stjórnmálaflokks sem bæri ábyrgð á þeim. Rétt innan við helmingur taldi þær stafa frá ákveðnum íslenskum hagsmunasamtökum , 46,7 prósent frá íslenskum stjórnmálamanni og 37,8 prósent frá ákveðnum íslenskum áhrifavaldi. Rúmur þriðjungur taldi upplýsingafalsið á ábyrgð íslenskra fjölmiðla. Tæpur fimmtungur töldu erlendan aðila hafa staðið að falsfréttunum. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins voru ólíklegastir til þess að sjá falsfréttir. Þrátt fyrir það sögðust 50,8 prósent kjósenda Flokks fólksins hafa gert það og 40,3 prósent sjálfstæðismanna. Á móti voru kjósendur Vinstri grænna og Pírata líklegastir til þess að hafa séð upplýsingafals fyrir kosningarnar. Báðir flokkarnir þurrkuðust út af þingi. Miðflokksmenn vantreystu fjölmiðlum mest Verulegt vantraust á íslenskum fjölmiðlum kemur fram í könnuninni. Aðeins 51,9 prósent svarenda sögðust treysta fjölmiðlum til þess að færa sér réttar upplýsingar og hlutlæga umfjöllun í fréttaflutningi í tengslum við kosningarnar. Tæp fimmtán prósent sögðust vantreysta fjölmiðlum til að fjalla um kosningarnar á sanngjarnan hátt en þriðjungur tók ekki sérstaka afstöðu. Kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til fjölmiðla en 81,4 prósent kjósenda þeirra sögðust sammála fullyrðingu um að fjölmiðlar færðu þeim réttar upplýsingar. Miðflokksmenn treystu fjölmiðlum síst. Rúmur þriðjungur þeirra sögðust ósammála fullyrðingunni sem var borin upp í könnuninni. Á sama tíma og fleiri sögðust hafa áhuga á stjórnmálum nú en fyrir kosningarnar 2021 kvörtuðu 38,3 prósent svarenda undan „fréttaþreytu“ í aðdraganda kosninganna. Fimmtán prósent sögðust hreinilega hafa forðast fréttir. Konur voru bæði líklegri til þess að segjast haldnar fréttaþreytu en karlar og líklegri til þess að forðast fréttir. Fjölmiðlar Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Mun fleiri sögðust hafa orðið varir við falsfréttir eða upplýsingafals fyrir kosningarnar nú en í sambærilegri könnun sem Fjölmiðlanefnd lét gera eftir kosningarnar árið 2021. Nú sögðust 62,1 prósent hafa tekið eftir slíkum tilraunum en 46,6 prósent fyrir fjórum árum. Gert er grein fyrir niðurstöðunum í skýrslu sem birt var á vef Fjölmiðlanefndar í gær. Af þeim sem töldu sig hafa upplifað upplýsingafals sögðu langflestir að þeir hefðu séð það á samfélagsmiðlinum Facebook, alls 65,2 prósent. Það er á eftir kom kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok en 31,2 prósent töldu sig hafa séð falsfréttir þar fyrir kosningar. Töluvert færri höfðu séð upplýsingafals í „hefðbundnum“ fjölmiðlum. Um fjórðungur sagðist hafa séð það í sjónvarpi, á ritstýrðum netmiðlum og litlu færri á samfélagsmiðlinum X. Þá sögðust 13,6 prósent hafa orðið varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar í ritstýrðum prentmiðlum. Flestir töldu upplýsingarnar runnar undan rifjum stjórnmálaflokks Meiri en helmingur þeirra sem töldu sig hafa orðið fyrir barðinu á falsfréttum röktu þær til ákveðins stjórnmálaflokks sem bæri ábyrgð á þeim. Rétt innan við helmingur taldi þær stafa frá ákveðnum íslenskum hagsmunasamtökum , 46,7 prósent frá íslenskum stjórnmálamanni og 37,8 prósent frá ákveðnum íslenskum áhrifavaldi. Rúmur þriðjungur taldi upplýsingafalsið á ábyrgð íslenskra fjölmiðla. Tæpur fimmtungur töldu erlendan aðila hafa staðið að falsfréttunum. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins voru ólíklegastir til þess að sjá falsfréttir. Þrátt fyrir það sögðust 50,8 prósent kjósenda Flokks fólksins hafa gert það og 40,3 prósent sjálfstæðismanna. Á móti voru kjósendur Vinstri grænna og Pírata líklegastir til þess að hafa séð upplýsingafals fyrir kosningarnar. Báðir flokkarnir þurrkuðust út af þingi. Miðflokksmenn vantreystu fjölmiðlum mest Verulegt vantraust á íslenskum fjölmiðlum kemur fram í könnuninni. Aðeins 51,9 prósent svarenda sögðust treysta fjölmiðlum til þess að færa sér réttar upplýsingar og hlutlæga umfjöllun í fréttaflutningi í tengslum við kosningarnar. Tæp fimmtán prósent sögðust vantreysta fjölmiðlum til að fjalla um kosningarnar á sanngjarnan hátt en þriðjungur tók ekki sérstaka afstöðu. Kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til fjölmiðla en 81,4 prósent kjósenda þeirra sögðust sammála fullyrðingu um að fjölmiðlar færðu þeim réttar upplýsingar. Miðflokksmenn treystu fjölmiðlum síst. Rúmur þriðjungur þeirra sögðust ósammála fullyrðingunni sem var borin upp í könnuninni. Á sama tíma og fleiri sögðust hafa áhuga á stjórnmálum nú en fyrir kosningarnar 2021 kvörtuðu 38,3 prósent svarenda undan „fréttaþreytu“ í aðdraganda kosninganna. Fimmtán prósent sögðust hreinilega hafa forðast fréttir. Konur voru bæði líklegri til þess að segjast haldnar fréttaþreytu en karlar og líklegri til þess að forðast fréttir.
Fjölmiðlar Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira