„Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. maí 2025 22:32 Thea Imani Sturludóttir var þakklát í leikslok. Vísir/Ernir „Ég er bara gríðarlega þakklát og ógeðslega stolt af liðinu að hafa mætt svona til leiks,“ sagði Thea Imani Sturludóttir eftir að Valur tryggði sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í kvöld. „Þetta er bara búið að vera ógeðslega skemmtilegt, en krefjandi líka. Ég er bara ógeðslega stolt af öllum stelpunum.“ Já, krefjandi tímabil er líklega ekki nógu sterk lýsing á því sem Valsliðið hefur gengið í gengum í vetur, en liðið stóð uppi sem Íslands-, deildar- og Evrópubikarmeistari. „Þetta er búið að vera rosalega krefjandi. Við erum búin að vera í eiginlega fimm úrslitaleikjum þannig að ná að taka þetta einvígi 3-0 er bara algjör draumur.“ Þá segir hún þetta hafa verið frábæra leið til að kveðja Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfara liðsins, sem snýr sér að karlaliði Vals á næsta tímabili. „Að klára þetta svona þar sem við mætum bara klárar, þó leikirnir hafi kannski verið sveiflukenndir, þá náum við alltaf að rífa okkur í gang og sýna okkar rétta andlit. Bara ógeðslega gaman að geta kvatt hann svona.“ Hún segir einnig að Valsliðið hafi haft góð tök á leik kvöldsins og að það hjálpi klárlega að hafa eitt stykki Hafdísi Renötudóttur í markinu. „Við erum náttúrulega með geggjaðan markmann fyrir aftan okkur og þegar við náum að loka vörninni og þvinga þær í erfið færi þá bara étur Hafdís þetta. Það er ekkert grín að mæta í eitthvað dauðafæri og þekur bara þrjá fjórðu af markinu. Við erum gríðarlega heppnar að hafa hana. Svo erum við líka með ótrúlega mikla vinnu í vörninni þar sem við erum allar að gefa hundrað prósent allan tímann. Það munar öllu.“ Að lokum sagðist Thea ekkert vera farin að hugsa um hvernig hún ætlaði að fagna titlinum. „Við vorum bara að hugsa um leikinn þannig það kemur bara í ljós á eftir,“ sagði Thea að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Sjá meira
„Þetta er bara búið að vera ógeðslega skemmtilegt, en krefjandi líka. Ég er bara ógeðslega stolt af öllum stelpunum.“ Já, krefjandi tímabil er líklega ekki nógu sterk lýsing á því sem Valsliðið hefur gengið í gengum í vetur, en liðið stóð uppi sem Íslands-, deildar- og Evrópubikarmeistari. „Þetta er búið að vera rosalega krefjandi. Við erum búin að vera í eiginlega fimm úrslitaleikjum þannig að ná að taka þetta einvígi 3-0 er bara algjör draumur.“ Þá segir hún þetta hafa verið frábæra leið til að kveðja Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfara liðsins, sem snýr sér að karlaliði Vals á næsta tímabili. „Að klára þetta svona þar sem við mætum bara klárar, þó leikirnir hafi kannski verið sveiflukenndir, þá náum við alltaf að rífa okkur í gang og sýna okkar rétta andlit. Bara ógeðslega gaman að geta kvatt hann svona.“ Hún segir einnig að Valsliðið hafi haft góð tök á leik kvöldsins og að það hjálpi klárlega að hafa eitt stykki Hafdísi Renötudóttur í markinu. „Við erum náttúrulega með geggjaðan markmann fyrir aftan okkur og þegar við náum að loka vörninni og þvinga þær í erfið færi þá bara étur Hafdís þetta. Það er ekkert grín að mæta í eitthvað dauðafæri og þekur bara þrjá fjórðu af markinu. Við erum gríðarlega heppnar að hafa hana. Svo erum við líka með ótrúlega mikla vinnu í vörninni þar sem við erum allar að gefa hundrað prósent allan tímann. Það munar öllu.“ Að lokum sagðist Thea ekkert vera farin að hugsa um hvernig hún ætlaði að fagna titlinum. „Við vorum bara að hugsa um leikinn þannig það kemur bara í ljós á eftir,“ sagði Thea að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Sjá meira