Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2025 12:31 Oscar með Sonju fósturmóður sinni. Aðsend Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað því að taka umsókn hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar. Honum verður því að óbreyttu vísað einum úr landi og til Kólumbíu í upphafi júní. Farið verður með málið fyrir dómstóla. „Kærunefnd ákvað bara að þessi strákur þyrfti ekkert sérstakt skjól á Íslandi og tekur því ekki umsókn hans til efnislegrar meðferðar. Hann fær ekki að leggja inn umsókn á Íslandi,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Oscars. „Það þýðir brottvísun í byrjun júní. Það er bara þannig. “ Vilja fresta brottvísun meðan dómstólar taki málið fyrir Helga Vala segir ákvörðun nefndarinnar endanlega á stjórnsýslustigi, en nú þurfi að óska eftir frestun réttaráhrifa hjá nefndinni, svo Oscar fái að vera hér meðan málið fer dómstólaleiðina. „Og vonað að hjá dómstólunum sé meiri mennska og minni vélvæðing en í stjórnsýslunni.“ Helga Vala Helgadóttir er lögmaður Oscars.Vísir/Vilhelm Oscar hefur verið í fórstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans beitti hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Rætt var við þau Svavar og Sonju í síðasta mánuði, um mál Oscars: „Það er enginn þarna“ Helga Vala segir liggja fyrir beiðni barnaverndaryfirvalda á Suðurnesjum um að Oscar verði ekki sendur úr landi og til Kólumbíu, þar sem hans bíði ekkert. „Það er enginn til að taka á móti honum þar. Við vitum alveg hvað verður með Oscar í Bogotá. Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna. Barnaverndaryfirvöld úti eru búin að reyna að ná sambandi, og móðir hans er búin að senda erindi og óska eftir að hann fái skjól hér. Það virðist ekki duga til fyrir íslensk stjórnvöld, til þess að leyfa þessum dreng, sem mun ekki vera nein byrði á íslensku samfélagi, að vera hér.“ Næsta skref sé að fá flýtimeðferð hjá dómstólum, og vona að kærunefndin fallist á beiðni um frestun réttaráhrifa. „Ég held að það hljóti allir að sjá að þessi niðurstaða er bara efnislega röng,“ segir Helga Vala. Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Hælisleitendur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira
„Kærunefnd ákvað bara að þessi strákur þyrfti ekkert sérstakt skjól á Íslandi og tekur því ekki umsókn hans til efnislegrar meðferðar. Hann fær ekki að leggja inn umsókn á Íslandi,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Oscars. „Það þýðir brottvísun í byrjun júní. Það er bara þannig. “ Vilja fresta brottvísun meðan dómstólar taki málið fyrir Helga Vala segir ákvörðun nefndarinnar endanlega á stjórnsýslustigi, en nú þurfi að óska eftir frestun réttaráhrifa hjá nefndinni, svo Oscar fái að vera hér meðan málið fer dómstólaleiðina. „Og vonað að hjá dómstólunum sé meiri mennska og minni vélvæðing en í stjórnsýslunni.“ Helga Vala Helgadóttir er lögmaður Oscars.Vísir/Vilhelm Oscar hefur verið í fórstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans beitti hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Rætt var við þau Svavar og Sonju í síðasta mánuði, um mál Oscars: „Það er enginn þarna“ Helga Vala segir liggja fyrir beiðni barnaverndaryfirvalda á Suðurnesjum um að Oscar verði ekki sendur úr landi og til Kólumbíu, þar sem hans bíði ekkert. „Það er enginn til að taka á móti honum þar. Við vitum alveg hvað verður með Oscar í Bogotá. Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna. Barnaverndaryfirvöld úti eru búin að reyna að ná sambandi, og móðir hans er búin að senda erindi og óska eftir að hann fái skjól hér. Það virðist ekki duga til fyrir íslensk stjórnvöld, til þess að leyfa þessum dreng, sem mun ekki vera nein byrði á íslensku samfélagi, að vera hér.“ Næsta skref sé að fá flýtimeðferð hjá dómstólum, og vona að kærunefndin fallist á beiðni um frestun réttaráhrifa. „Ég held að það hljóti allir að sjá að þessi niðurstaða er bara efnislega röng,“ segir Helga Vala.
Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Hælisleitendur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira