Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar 25. maí 2025 08:03 Það er ástæða fyrir réttmætri leiðréttingu veiðigjalda. Ástæðan er einfaldlega þú og allur almenningur í landinu. Við skulum ekki fara í orðaleikinn um hvort um er að ræða „skattahækkun“. Þetta er fyrst og fremst löngu tímabær leiðrétting. Sem vissulega er hækkun á gjaldi en ekki skatti, þar sem gjaldið er frádráttarbært frá tekjuskatti fyrirtækja. Það er ástæða fyrir stórfelldri kulnun margra byggðarlaga á landsvísu. Útgerðum hefur fækkað mikið og þær stækkað í nafni til hagræðingar í rekstri. Í dag eru stærstu sjávarútvegsfyrirtækin í fárra höndum velta hundruðum milljarða, að mestu í eigin þágu. Fólkið í landinu kaus í haust flokka sem mynda löngu tímabæra verkstjórn sem þegar hefur nú þegar sýnt að hún hræðist ekki varnarveggi auðvalds. Nú stendur loksins til að leiðrétta grunn veiðigjalda eins og til var ætlast og afraksturinn verður meðal annars notaður til bættra samgangna. Vegakerfið sem á að þjóna landsmönnum og ferðamönnum er bágborðið víða og þarfnast tafarlausra úrbóta. Veiðigjaldið er leiðrétt og afraksturinn notaður öllum landsmönnum til hagsbóta. Fólk er orðið langþreytt á því að að útgerðin greiði ekki sanngjarnt gjald fyrir aðgang að fiskveiðiauðlindinni sem tekur mið af raunverulegu verði en ekki af viðskiptum útgerðar og vinnslu í eigu sömu aðila. Við sem þjóð höfum ástæðu til að fagna þessari leiðréttingu og þeim framförum sem henni munu fylgja. Það er ekki horft framhjá því lengur að suðvesturhornið hefur skilið sig frá öðrum landshlutum, þegar kemur að samgöngum. Í mínu kjördæmi, Suðurkjördæmi, eru allir helstu vegir í nágrenni höfuðborgarinnar annað hvort með bundu slitlagi eða malbikaðir. Þar er vel séð til þess að fólk komist með góðu móti ferða sinn t.d í sumarbústaði. Þegar austar dregur versnar ástandið hins vegar til mikilla muna. Þjóðvegurinn slitnar og þrengist, langvarandi skortur á viðhaldi hans eykur hættu á slysum vegfarenda til mikilla muna. Íbúar eru langþreyttir á viðvarandi aðgerðaleysi fyrrverandi stjórnvalda þegar kemur að bættum samgöngum. Allir sem aka um kjördæmið upplifa aukna hættu eftir því sem austar dregur sökum versnandi viðhalds þjóðvegarins og gríðarlegri aukningu umferðar. Norðvesturkjördæmier annar landshluti sem setið hefur á hakanum. Vatnsnesvegur nr.711 í Húnaþingi vestra er gott dæmi. Fjölfarin 111 km langur vegur sem liggur hringinn um Vatnsnes og er lífæð samfélagsins. Um þennan veg aka líka erlendir ferðamenn í tugþúsundavís lungann úr árinu, skólabíll þræðir hann tvisvar á dag yfir vetrartímann með börn úr dreifbýlinu sem sækja skóla sinn á Hvammstanga. Vatnsnesvegur er löngu úr sér genginn, þröngur og holóttur og af þeim sökum oft á tíðum illfær. Sem gerir það að verkum að nemendur neyðast til að hossast í skólabílnum í allt að eina og hálfa klukkustund, tvisvar á dag. Ástand vegarins hefur valdið slysum á fólki, tjóni á ökutækjum, tryggingafélög taka engan þátt í að bæta vegfarendum það tjón sem þeir kunna að verða fyrir. Íbúar á Vatnsnesi hafa vegna alls þessa, lengi barist fyrir því að úrbætur þessarar lífæðar verði að veruleika. Sú áralanga barátta varð til þess Vatnsnesvegur komst loksins á framkvæmdaráætlun árið 2019. Var þá fljótlega hafist handa við undirbúning fyrir bundið slitlag á litla 7 km, sem er lítið brot af vandamálinu í heild. En sú tímabæra framkvæmd hefur því miður dregist von úr viti, íbúum til enn frekari ama. Alltof litlu fjármagni var úthlutað til verkefnisins í byrjun sem reyndist aðeins lítill plástur á risastórt svöðusár. Þessi tvö mál kristalla nöturlega veruleika. Nú árið 2025 sitja landsmenn ekki enn við sama borð þegar kemur að bættum samgöngum. Ferðaþjónustunni hefur vaxið fiskur um hrygg um ALLT land, ekki bara á suðvesturhorninu. Vegakerfið er lífæð okkar allra. Það er og hefur verið skýlaus krafa að bætt verði úr og hugað mun betur að öryggi og þjónustu við ALLA landsmenn. Nú verður brugðist við þeirri kröfu af alvöru. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Íris Fanndal Flokkur fólksins Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það er ástæða fyrir réttmætri leiðréttingu veiðigjalda. Ástæðan er einfaldlega þú og allur almenningur í landinu. Við skulum ekki fara í orðaleikinn um hvort um er að ræða „skattahækkun“. Þetta er fyrst og fremst löngu tímabær leiðrétting. Sem vissulega er hækkun á gjaldi en ekki skatti, þar sem gjaldið er frádráttarbært frá tekjuskatti fyrirtækja. Það er ástæða fyrir stórfelldri kulnun margra byggðarlaga á landsvísu. Útgerðum hefur fækkað mikið og þær stækkað í nafni til hagræðingar í rekstri. Í dag eru stærstu sjávarútvegsfyrirtækin í fárra höndum velta hundruðum milljarða, að mestu í eigin þágu. Fólkið í landinu kaus í haust flokka sem mynda löngu tímabæra verkstjórn sem þegar hefur nú þegar sýnt að hún hræðist ekki varnarveggi auðvalds. Nú stendur loksins til að leiðrétta grunn veiðigjalda eins og til var ætlast og afraksturinn verður meðal annars notaður til bættra samgangna. Vegakerfið sem á að þjóna landsmönnum og ferðamönnum er bágborðið víða og þarfnast tafarlausra úrbóta. Veiðigjaldið er leiðrétt og afraksturinn notaður öllum landsmönnum til hagsbóta. Fólk er orðið langþreytt á því að að útgerðin greiði ekki sanngjarnt gjald fyrir aðgang að fiskveiðiauðlindinni sem tekur mið af raunverulegu verði en ekki af viðskiptum útgerðar og vinnslu í eigu sömu aðila. Við sem þjóð höfum ástæðu til að fagna þessari leiðréttingu og þeim framförum sem henni munu fylgja. Það er ekki horft framhjá því lengur að suðvesturhornið hefur skilið sig frá öðrum landshlutum, þegar kemur að samgöngum. Í mínu kjördæmi, Suðurkjördæmi, eru allir helstu vegir í nágrenni höfuðborgarinnar annað hvort með bundu slitlagi eða malbikaðir. Þar er vel séð til þess að fólk komist með góðu móti ferða sinn t.d í sumarbústaði. Þegar austar dregur versnar ástandið hins vegar til mikilla muna. Þjóðvegurinn slitnar og þrengist, langvarandi skortur á viðhaldi hans eykur hættu á slysum vegfarenda til mikilla muna. Íbúar eru langþreyttir á viðvarandi aðgerðaleysi fyrrverandi stjórnvalda þegar kemur að bættum samgöngum. Allir sem aka um kjördæmið upplifa aukna hættu eftir því sem austar dregur sökum versnandi viðhalds þjóðvegarins og gríðarlegri aukningu umferðar. Norðvesturkjördæmier annar landshluti sem setið hefur á hakanum. Vatnsnesvegur nr.711 í Húnaþingi vestra er gott dæmi. Fjölfarin 111 km langur vegur sem liggur hringinn um Vatnsnes og er lífæð samfélagsins. Um þennan veg aka líka erlendir ferðamenn í tugþúsundavís lungann úr árinu, skólabíll þræðir hann tvisvar á dag yfir vetrartímann með börn úr dreifbýlinu sem sækja skóla sinn á Hvammstanga. Vatnsnesvegur er löngu úr sér genginn, þröngur og holóttur og af þeim sökum oft á tíðum illfær. Sem gerir það að verkum að nemendur neyðast til að hossast í skólabílnum í allt að eina og hálfa klukkustund, tvisvar á dag. Ástand vegarins hefur valdið slysum á fólki, tjóni á ökutækjum, tryggingafélög taka engan þátt í að bæta vegfarendum það tjón sem þeir kunna að verða fyrir. Íbúar á Vatnsnesi hafa vegna alls þessa, lengi barist fyrir því að úrbætur þessarar lífæðar verði að veruleika. Sú áralanga barátta varð til þess Vatnsnesvegur komst loksins á framkvæmdaráætlun árið 2019. Var þá fljótlega hafist handa við undirbúning fyrir bundið slitlag á litla 7 km, sem er lítið brot af vandamálinu í heild. En sú tímabæra framkvæmd hefur því miður dregist von úr viti, íbúum til enn frekari ama. Alltof litlu fjármagni var úthlutað til verkefnisins í byrjun sem reyndist aðeins lítill plástur á risastórt svöðusár. Þessi tvö mál kristalla nöturlega veruleika. Nú árið 2025 sitja landsmenn ekki enn við sama borð þegar kemur að bættum samgöngum. Ferðaþjónustunni hefur vaxið fiskur um hrygg um ALLT land, ekki bara á suðvesturhorninu. Vegakerfið er lífæð okkar allra. Það er og hefur verið skýlaus krafa að bætt verði úr og hugað mun betur að öryggi og þjónustu við ALLA landsmenn. Nú verður brugðist við þeirri kröfu af alvöru. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun