Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2025 11:20 Sarah Milgrim og Yaron Lischinsky sem voru skotin til bana í Washington-borg á miðvikudagskvöld. AP/ísraelska sendiráðið í Bandaríkjunum Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að skjóta tvo starfsmenn ísraelska sendiráðsins í Washington-borg í Bandaríkjunum til bana að yfirlögðu ráði. Hann sagði lögreglu að hann hefði drepið fólki fyrir Palestínu og Gasa. Elias Rodriguez, 31 árs gamall karlmaður frá Chicago, er grunaður um að hafa skotið þau Yaron Lischinsky og Söruh Lynn Milgrim, starfsmenn ísraelska sendiráðsins til bana, þegar þau yfirgáfu samkomu félagasamtaka sem berjast gegn gyðingahatri og styðja Ísrael á miðvikudagskvöld. Í ákæruskjalinu á hendur Rodriguez kemur fram að hann hafi sagt við lögreglumenn: „Ég gerði það fyrir Palestínu, ég gerði það fyrir Gasa.“ Það var vísun til hernaðar Ísraela á Gasaströndinni sem hófst eftir hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna á Ísrael í október 2023. Fórnarlömb Rodriguez voru trúlofuð. Lischinsky var þrítugur en Milgrim 26 ára. Reuters-fréttastofan hefur eftir vinum þeirra og kollegum að þau hafi unnið að bættum samskiptum gyðinga og araba í von um að hægt væri að binda enda á blóðbaðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Maður þerrar tárin á minningarstund um Söruh Milgrim og Yaron Lischinsky í samkomuhúsi gyðinga í Kansas þaðan sem Milgrim var.AP/Charlie Riedel Lischinsky var fæddur í Nuremberg í Þýskalandi en flutti til Ísraels þegar hann var sextán ára gamall þar sem hann þjónaði meðal annars í hernum, að sögn AP-fréttastofunnar. Milgrim var bandarískur ríkisborgari frá Kansas. Skaut Milgrim þegar hún reyndi að skríða undan Samkvæmt upplýsingum bandarísku alríkislögreglunnar flaug Rodriguez frá Chicago til Washington-borgar á þriðjudag, daginn fyrir morðin. Skömmu fyrir það sáu sjónarvottar hann ganga fram og til baka fyrir utan safnið þar sem viðburðurinn sem parið sótti fór fram. Á upptökum úr öryggismyndavélum sást Rodriguez skjóta parið nokkrum sinnum með níu millímetra skammbyssu. Hann hafi svo hallað sér yfir þau og skotið þau nokkrum sinnum til viðbótar eftir að þau féllu í jörðina. Milgrim hafi reynt að skríða í burt og setjast upp en þá skaut Rodriguez hana aftur. Hann hafi svo tekið sér tíma til að hlaða byssu sína en svo haldið áfram að skjóta. Byssumaðurinn lagði svo á flótta inn í safnið þar sem lögreglumenn höfðu hendur í hári hans. Hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu, dró fram rauðan palestínuklút og sagði lögreglumönnum að hann hefði framið morðin. Gæti átt dauðarefsingu yfir höfði sér Reuters-fréttastofan segir að að Rodriguez hafi um tíma tekið þátt í starfi öfgavinstrihóps í Chicago í kringum árið 2017. Sá hópur, Frelsunar- og sósíalistaflokkurinn, segist ekki tengjast morðunum neitt og að hann styðji þau ekki. Rodriguez er einnig sagður hafa tekið þátt í starfi hóps sem skipulagði meðal annars mótmæli til stuðnings Palestínumönnum í borginni. Lögreglumaður heldur á poka með sönnunargögnum á vettvangi skotárásarinnar í Washington-borg á miðvikudagskvöld.AP/Rod Lamkey yngri Dan Bongino, aðstoðarforstjóri FBI, sagði á samfélagsmiðlum að möguleg stefnuskrá sem birt var í nafni Rodriguez á samfélagsmiðlinum X skömmu fyrir morðin væri til rannsóknar. Þar hafi hernaður Ísraela á Gasa verið fordæmdur og talað fyrir vopnuðum aðgerðum til þess að mótmæla honum. Bongino var þar til fyrir skemmstu þekktastur sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum sem dreifði hægrisinnuðum samsæriskenningum. Jeanine Pirro, starfandi alríkissaksóknari í Washington, sagði á blaðamannafundi að dauðarefsing gæti legið við brotum Rodriguez. Dauðarefsingar eru ekki við lýði í Washington-borg en alríkisstjórnin getur krafist dauðarefsingar fyrir brot á alríkislögum. „Við ætlum að halda áfram að rannsaka þetta sem hatursglæp og hryðjuverkaglæp,“ sagði Pirro sem var þar til fyrir skemmstu álitsgjafi á Fox-sjónvarpsstöðinni. Bandaríkin Erlend sakamál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Elias Rodriguez, 31 árs gamall karlmaður frá Chicago, er grunaður um að hafa skotið þau Yaron Lischinsky og Söruh Lynn Milgrim, starfsmenn ísraelska sendiráðsins til bana, þegar þau yfirgáfu samkomu félagasamtaka sem berjast gegn gyðingahatri og styðja Ísrael á miðvikudagskvöld. Í ákæruskjalinu á hendur Rodriguez kemur fram að hann hafi sagt við lögreglumenn: „Ég gerði það fyrir Palestínu, ég gerði það fyrir Gasa.“ Það var vísun til hernaðar Ísraela á Gasaströndinni sem hófst eftir hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna á Ísrael í október 2023. Fórnarlömb Rodriguez voru trúlofuð. Lischinsky var þrítugur en Milgrim 26 ára. Reuters-fréttastofan hefur eftir vinum þeirra og kollegum að þau hafi unnið að bættum samskiptum gyðinga og araba í von um að hægt væri að binda enda á blóðbaðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Maður þerrar tárin á minningarstund um Söruh Milgrim og Yaron Lischinsky í samkomuhúsi gyðinga í Kansas þaðan sem Milgrim var.AP/Charlie Riedel Lischinsky var fæddur í Nuremberg í Þýskalandi en flutti til Ísraels þegar hann var sextán ára gamall þar sem hann þjónaði meðal annars í hernum, að sögn AP-fréttastofunnar. Milgrim var bandarískur ríkisborgari frá Kansas. Skaut Milgrim þegar hún reyndi að skríða undan Samkvæmt upplýsingum bandarísku alríkislögreglunnar flaug Rodriguez frá Chicago til Washington-borgar á þriðjudag, daginn fyrir morðin. Skömmu fyrir það sáu sjónarvottar hann ganga fram og til baka fyrir utan safnið þar sem viðburðurinn sem parið sótti fór fram. Á upptökum úr öryggismyndavélum sást Rodriguez skjóta parið nokkrum sinnum með níu millímetra skammbyssu. Hann hafi svo hallað sér yfir þau og skotið þau nokkrum sinnum til viðbótar eftir að þau féllu í jörðina. Milgrim hafi reynt að skríða í burt og setjast upp en þá skaut Rodriguez hana aftur. Hann hafi svo tekið sér tíma til að hlaða byssu sína en svo haldið áfram að skjóta. Byssumaðurinn lagði svo á flótta inn í safnið þar sem lögreglumenn höfðu hendur í hári hans. Hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu, dró fram rauðan palestínuklút og sagði lögreglumönnum að hann hefði framið morðin. Gæti átt dauðarefsingu yfir höfði sér Reuters-fréttastofan segir að að Rodriguez hafi um tíma tekið þátt í starfi öfgavinstrihóps í Chicago í kringum árið 2017. Sá hópur, Frelsunar- og sósíalistaflokkurinn, segist ekki tengjast morðunum neitt og að hann styðji þau ekki. Rodriguez er einnig sagður hafa tekið þátt í starfi hóps sem skipulagði meðal annars mótmæli til stuðnings Palestínumönnum í borginni. Lögreglumaður heldur á poka með sönnunargögnum á vettvangi skotárásarinnar í Washington-borg á miðvikudagskvöld.AP/Rod Lamkey yngri Dan Bongino, aðstoðarforstjóri FBI, sagði á samfélagsmiðlum að möguleg stefnuskrá sem birt var í nafni Rodriguez á samfélagsmiðlinum X skömmu fyrir morðin væri til rannsóknar. Þar hafi hernaður Ísraela á Gasa verið fordæmdur og talað fyrir vopnuðum aðgerðum til þess að mótmæla honum. Bongino var þar til fyrir skemmstu þekktastur sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum sem dreifði hægrisinnuðum samsæriskenningum. Jeanine Pirro, starfandi alríkissaksóknari í Washington, sagði á blaðamannafundi að dauðarefsing gæti legið við brotum Rodriguez. Dauðarefsingar eru ekki við lýði í Washington-borg en alríkisstjórnin getur krafist dauðarefsingar fyrir brot á alríkislögum. „Við ætlum að halda áfram að rannsaka þetta sem hatursglæp og hryðjuverkaglæp,“ sagði Pirro sem var þar til fyrir skemmstu álitsgjafi á Fox-sjónvarpsstöðinni.
Bandaríkin Erlend sakamál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira