Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar 22. maí 2025 11:01 Sumarfrí eru kærkomin hvíldartímabil fyrir börn eftir annasamt skólaár. En á sama tíma og börnin njóta þess að leika sér úti, ferðast með fjölskyldunni og slaka á, þá getur mikilvægi reglulegs lesturs gleymst, með afleiðingum sem eru ekki alltaf sýnilegar strax. Fjölmargar rannsóknir sýna að lestrarfærni barna getur hrakað á sumrin ef þau æfa sig ekki reglulega. Þetta sýnir sig berlega í lesfimiprófum næsta skólaárs. Lesfimi lækkar í flestum tilfellum að hausti en svo eru nemendur að sýna miklar framfarir að vori. Rannsóknir sýna að leshraði er mikilvægur þáttur í lesfimi, sem aftur hefur sterk tengsl við lesskilning. Þegar nemendur lesa hratt og án mikillar fyrirhafnar verður lesturinn sjálfvirkari, sem gefur heilanum svigrúm til að einbeita sér að innihaldi textans. Því getur aukinn leshraði stuðlað að betri lesfimi og þar með dýpri skilningi á því sem lesið er. Lesfimi þarf stöðugan stuðning Lestrarfærni er grunnur að öllu námi. Hún snýst ekki aðeins um að geta lesið texta – heldur líka um að skilja, túlka og nýta sér upplýsingar. Líkt og með íþróttaiðkun eða tónlist, þá minnkar færni ef hún er ekki þjálfuð. Börn sem lesa lítið yfir sumarið geta orðið eftirá í lestri miðað við jafnaldra sína og það getur haft áhrif á sjálfstraust þeirra og námsgetu næsta haust. Foreldrar skipta sköpum Foreldrar gegna lykilhlutverki í að viðhalda lestrarfærni barna. Þegar skóli er í fríi tekur heimilið við sem helsta námsumhverfið og þar skiptir máli að skapa aðstæður þar sem lestur er hluti af daglegu lífi. Það þarf ekki að vera flókið – að lesa saman kvöldsögur, heimsækja bókasöfn eða leyfa barninu að velja bækur sem það hefur áhuga á getur haft meiri áhrif en margir halda. Þar að auki geta þessar samverustundir orðið gæðastundir sem börnunum þykir vænt um. Skemmtilegar leiðir til að hvetja til lesturs Sameiginlegur lestur: Lesið saman og skiptist á að lesa. Þannig skapast notaleg stund og barn lærir með því að heyra hvernig fullorðnir lesa. Lestraráskoranir: Margir skólar og bókasöfn bjóða upp á lestraráskoranir yfir sumarið sem hvetja börn til að halda áfram að lesa. Þar vil ég sérstaklega benda á heimasíðuna www.sumarlestur.is en þar er að finna frábært efni sem hægt er að nota með börnunum í sumar. Valfrelsi: Leyfið barninu að velja bækur sem það hefur raunverulegan áhuga á – hvort sem það eru skáldsögur, fróðleikur,fréttir, myndasögur eða tímarit. Samræður um lestur: Spyrjið spurninga um það sem barnið er að lesa, hvetjið til umræðu og leyfið barninu að segja frá því sem það lærir eða upplifir í bókinni. Lestur er fjárfesting til framtíðar Þegar foreldrar styðja við lestur barna sinna, sérstaklega yfir sumartímann, eru þeir ekki aðeins að halda við færni heldur að byggja upp jákvætt viðhorf til náms og menningar. Reglulegur lestur eflir orðaforða, málskilning og einbeitingu og einnig ímyndunarafl og tilfinningagreind. Þetta er einföld en áhrifarík leið til að styðja við námsframvindu barna og undirbúa þau fyrir komandi skólaár. Því skiptir öllu máli að gera lestur að hluta af sumrinu – rétt eins og sól, ís og útileikir. Höfundur er menntaður kennari og sérfræðingur hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sumarfrí eru kærkomin hvíldartímabil fyrir börn eftir annasamt skólaár. En á sama tíma og börnin njóta þess að leika sér úti, ferðast með fjölskyldunni og slaka á, þá getur mikilvægi reglulegs lesturs gleymst, með afleiðingum sem eru ekki alltaf sýnilegar strax. Fjölmargar rannsóknir sýna að lestrarfærni barna getur hrakað á sumrin ef þau æfa sig ekki reglulega. Þetta sýnir sig berlega í lesfimiprófum næsta skólaárs. Lesfimi lækkar í flestum tilfellum að hausti en svo eru nemendur að sýna miklar framfarir að vori. Rannsóknir sýna að leshraði er mikilvægur þáttur í lesfimi, sem aftur hefur sterk tengsl við lesskilning. Þegar nemendur lesa hratt og án mikillar fyrirhafnar verður lesturinn sjálfvirkari, sem gefur heilanum svigrúm til að einbeita sér að innihaldi textans. Því getur aukinn leshraði stuðlað að betri lesfimi og þar með dýpri skilningi á því sem lesið er. Lesfimi þarf stöðugan stuðning Lestrarfærni er grunnur að öllu námi. Hún snýst ekki aðeins um að geta lesið texta – heldur líka um að skilja, túlka og nýta sér upplýsingar. Líkt og með íþróttaiðkun eða tónlist, þá minnkar færni ef hún er ekki þjálfuð. Börn sem lesa lítið yfir sumarið geta orðið eftirá í lestri miðað við jafnaldra sína og það getur haft áhrif á sjálfstraust þeirra og námsgetu næsta haust. Foreldrar skipta sköpum Foreldrar gegna lykilhlutverki í að viðhalda lestrarfærni barna. Þegar skóli er í fríi tekur heimilið við sem helsta námsumhverfið og þar skiptir máli að skapa aðstæður þar sem lestur er hluti af daglegu lífi. Það þarf ekki að vera flókið – að lesa saman kvöldsögur, heimsækja bókasöfn eða leyfa barninu að velja bækur sem það hefur áhuga á getur haft meiri áhrif en margir halda. Þar að auki geta þessar samverustundir orðið gæðastundir sem börnunum þykir vænt um. Skemmtilegar leiðir til að hvetja til lesturs Sameiginlegur lestur: Lesið saman og skiptist á að lesa. Þannig skapast notaleg stund og barn lærir með því að heyra hvernig fullorðnir lesa. Lestraráskoranir: Margir skólar og bókasöfn bjóða upp á lestraráskoranir yfir sumarið sem hvetja börn til að halda áfram að lesa. Þar vil ég sérstaklega benda á heimasíðuna www.sumarlestur.is en þar er að finna frábært efni sem hægt er að nota með börnunum í sumar. Valfrelsi: Leyfið barninu að velja bækur sem það hefur raunverulegan áhuga á – hvort sem það eru skáldsögur, fróðleikur,fréttir, myndasögur eða tímarit. Samræður um lestur: Spyrjið spurninga um það sem barnið er að lesa, hvetjið til umræðu og leyfið barninu að segja frá því sem það lærir eða upplifir í bókinni. Lestur er fjárfesting til framtíðar Þegar foreldrar styðja við lestur barna sinna, sérstaklega yfir sumartímann, eru þeir ekki aðeins að halda við færni heldur að byggja upp jákvætt viðhorf til náms og menningar. Reglulegur lestur eflir orðaforða, málskilning og einbeitingu og einnig ímyndunarafl og tilfinningagreind. Þetta er einföld en áhrifarík leið til að styðja við námsframvindu barna og undirbúa þau fyrir komandi skólaár. Því skiptir öllu máli að gera lestur að hluta af sumrinu – rétt eins og sól, ís og útileikir. Höfundur er menntaður kennari og sérfræðingur hjá Heimili og skóla.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun