Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 20. maí 2025 20:02 Ein rótgrónasta vintage fatabúð miðborgarinnar Gyllti kötturinn hefur nýverið tilkynnt flótta sinn úr Austurstræti yfir á Fiskislóð. Þetta er ekki einstakt tilvik heldur hluti af langvarandi þróun sem æ fleiri taka eftir. Þróun þar sem verslanir, sem eitt sinn einkenndu miðborgina, voru hluti af sögu hennar og gerðu hana lifandi og manneskjulega, hverfa hver af annarri. Einu sinni var að finna pósthús, apótek og allskyns verslanir og þjónustu í miðbænum en það hefur ört breyst. Ég elska Gyllta köttinn. Þar hef ég klappað Bakkusi miðbæjarkettinum víðfræga og keypt marga tímalausa kjóla. Það er því sárt að sjá hana hverfa úr hjarta borgarinnar vegna tillitsleysis og yfirgangs borgaryfirvalda gagnvart rekstraraðilum. Í Austurstræti hafa árum saman staðið risastór steypuklumpaskilti í bílastæðum fyrir framan búðina. Þau eru ekki sett upp til að fegra götumyndina, heldur einungis til að loka bílastæðum sem eru skuggamegin í þokkabót. Ég hef fengið fjölmargar kvartanir frá veitinga- og verslunarfólki í hverfinu vegna þessa og í kjölfarið bæði vakið máls á þessu í Borgarráði og lagt fram tillögu um að steypuskilti verði fjarlægð og stæðin gerð aðgengileg. Tillagan hefur ekki verið afgreidd. Að meirihlutinn skuli kjósa það að festa steypuklumpa í götumyndina í stað þess að hlusta á rekstraraðila, er lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi og smáum rekstri. Stefnan um steypuklumpa í bílastæðum Fyrir ári síðan var ég með stóra könnun á upplifun íbúa á þeim breytingum sem hafa orðið á bílastæðamálum undanfarin ár. Í könnuninni, sem meirihlutinn hefur í heilt ár frestað umræðu um í Borgarstjórn, kom skýrt fram að margir veigra sér við að sækja verslanir þar sem aðgengi er lélegt eða kostnaðarsamt að leggja bílnum. Og það þarf ekki einu sinni könnun til að sjá það: aðgengi skiptir máli. Það er ekki bara þessi eina verslun sem hefur flúið miðborgina. Guðsteinn Eyjólfsson, ein elsta herrafataverslun landsins, flutti frá Laugavegi í Ármúla eftir rúmlega 100 ára starf í miðborginni. Herrahúsið fór sömu leið – eftir hálfa öld á Laugavegi. Verslunin Kúnígúnd sameinaði starfsemi sína í Kringlunni eftir 37 ár í miðbænum og Frank Michelsen, úrsmiður, lokaði eftir 76 ára viðveru á Laugavegi og færði sig á Hafnartorg þar sem verslunin er beint fyrir ofan bílakjallarann. Þessar verslanir voru vörður í sögu götumyndarinnar sem hafa horfið – ekki vegna þess að viðskiptin eru ekki til staðar, heldur vegna þess að rekstrarskilyrðin versna með hverju árinu. Veri það vegna götuframkvæmda sem dragast óheyrilega á langinn þar sem rekstraraðilar fá litlar sem engar upplýsingar eða hálfdrættings götulokanir og steypuklumpaskilti í bílastæðum. Og ekki bara skilti því víða er búið að koma fyrir steypuklumpa-blómapottum í bílastæðum í miðbænum. Tilgangurinn er ekki að útbúa setusvæði heldur einungis að torvelda aðgengi. En steypuklumpa-blómapottanna má finna í fleiri hverfum. Erlendis tíðkast að planta trjám á gangstéttarhornum en í Reykjavík eru víða geymdir risastórir steypuklumpa-blómapottar með engu nema mold meirihluta ársins. Reglulegar fréttir af fyrirtækjum á flótta er ekki tilviljun Sumir vilja gera lítið úr þessum flótta og segja upplifun og frásagnir verslunarrekanda ekki gjaldgengar enda samræmast þær ekki trú þeirra sem sem síst vilja horfast í augu við þessa þróun. En þegar sjálfstæðar verslanir með langa sögu á svæðinu hverfa hver af fætur annarri þangað sem aðgengi er betra þá er ljóst að eitthvað er bogið. Í stað þess að hlusta á rekstraraðila og taka tillit til þeirra eru þeir snuðaðir. Ábendingar þeirra og ákall eftir samvinnu við borgina er afgreitt sem marklaust raus, ef ekki bara pólitísk pilla gegn réttlátum valdboðurum. Þegar meirihlutinn kýs að festa steypuklumpa í götumyndina í stað þess að hlusta á rekstraraðila, þá er það lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi og smáum rekstri. Það er sárt að sjá. Því þetta snýst ekki bara um bílastæði. Þetta snýst um framtíð miðborgarinnar. Hvort við viljum að hún sé lifandi, fjölbreytt og aðlaðandi – eða hvort hún verði áfram vettvangur steypuklumpa, einsleitinna lundabúða og tómra verslunarrýma. Það er hægt að snúa þessari þróun við. En það krefst þess að við förum að hlusta á rekstraraðila, taka mark á þeim og taka tillit til fjölbreytilegra þarfa þeirra og í guðanna bænum fjarlægjum þessa steypuklumpa. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Verslun Skipulag Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Ein rótgrónasta vintage fatabúð miðborgarinnar Gyllti kötturinn hefur nýverið tilkynnt flótta sinn úr Austurstræti yfir á Fiskislóð. Þetta er ekki einstakt tilvik heldur hluti af langvarandi þróun sem æ fleiri taka eftir. Þróun þar sem verslanir, sem eitt sinn einkenndu miðborgina, voru hluti af sögu hennar og gerðu hana lifandi og manneskjulega, hverfa hver af annarri. Einu sinni var að finna pósthús, apótek og allskyns verslanir og þjónustu í miðbænum en það hefur ört breyst. Ég elska Gyllta köttinn. Þar hef ég klappað Bakkusi miðbæjarkettinum víðfræga og keypt marga tímalausa kjóla. Það er því sárt að sjá hana hverfa úr hjarta borgarinnar vegna tillitsleysis og yfirgangs borgaryfirvalda gagnvart rekstraraðilum. Í Austurstræti hafa árum saman staðið risastór steypuklumpaskilti í bílastæðum fyrir framan búðina. Þau eru ekki sett upp til að fegra götumyndina, heldur einungis til að loka bílastæðum sem eru skuggamegin í þokkabót. Ég hef fengið fjölmargar kvartanir frá veitinga- og verslunarfólki í hverfinu vegna þessa og í kjölfarið bæði vakið máls á þessu í Borgarráði og lagt fram tillögu um að steypuskilti verði fjarlægð og stæðin gerð aðgengileg. Tillagan hefur ekki verið afgreidd. Að meirihlutinn skuli kjósa það að festa steypuklumpa í götumyndina í stað þess að hlusta á rekstraraðila, er lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi og smáum rekstri. Stefnan um steypuklumpa í bílastæðum Fyrir ári síðan var ég með stóra könnun á upplifun íbúa á þeim breytingum sem hafa orðið á bílastæðamálum undanfarin ár. Í könnuninni, sem meirihlutinn hefur í heilt ár frestað umræðu um í Borgarstjórn, kom skýrt fram að margir veigra sér við að sækja verslanir þar sem aðgengi er lélegt eða kostnaðarsamt að leggja bílnum. Og það þarf ekki einu sinni könnun til að sjá það: aðgengi skiptir máli. Það er ekki bara þessi eina verslun sem hefur flúið miðborgina. Guðsteinn Eyjólfsson, ein elsta herrafataverslun landsins, flutti frá Laugavegi í Ármúla eftir rúmlega 100 ára starf í miðborginni. Herrahúsið fór sömu leið – eftir hálfa öld á Laugavegi. Verslunin Kúnígúnd sameinaði starfsemi sína í Kringlunni eftir 37 ár í miðbænum og Frank Michelsen, úrsmiður, lokaði eftir 76 ára viðveru á Laugavegi og færði sig á Hafnartorg þar sem verslunin er beint fyrir ofan bílakjallarann. Þessar verslanir voru vörður í sögu götumyndarinnar sem hafa horfið – ekki vegna þess að viðskiptin eru ekki til staðar, heldur vegna þess að rekstrarskilyrðin versna með hverju árinu. Veri það vegna götuframkvæmda sem dragast óheyrilega á langinn þar sem rekstraraðilar fá litlar sem engar upplýsingar eða hálfdrættings götulokanir og steypuklumpaskilti í bílastæðum. Og ekki bara skilti því víða er búið að koma fyrir steypuklumpa-blómapottum í bílastæðum í miðbænum. Tilgangurinn er ekki að útbúa setusvæði heldur einungis að torvelda aðgengi. En steypuklumpa-blómapottanna má finna í fleiri hverfum. Erlendis tíðkast að planta trjám á gangstéttarhornum en í Reykjavík eru víða geymdir risastórir steypuklumpa-blómapottar með engu nema mold meirihluta ársins. Reglulegar fréttir af fyrirtækjum á flótta er ekki tilviljun Sumir vilja gera lítið úr þessum flótta og segja upplifun og frásagnir verslunarrekanda ekki gjaldgengar enda samræmast þær ekki trú þeirra sem sem síst vilja horfast í augu við þessa þróun. En þegar sjálfstæðar verslanir með langa sögu á svæðinu hverfa hver af fætur annarri þangað sem aðgengi er betra þá er ljóst að eitthvað er bogið. Í stað þess að hlusta á rekstraraðila og taka tillit til þeirra eru þeir snuðaðir. Ábendingar þeirra og ákall eftir samvinnu við borgina er afgreitt sem marklaust raus, ef ekki bara pólitísk pilla gegn réttlátum valdboðurum. Þegar meirihlutinn kýs að festa steypuklumpa í götumyndina í stað þess að hlusta á rekstraraðila, þá er það lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi og smáum rekstri. Það er sárt að sjá. Því þetta snýst ekki bara um bílastæði. Þetta snýst um framtíð miðborgarinnar. Hvort við viljum að hún sé lifandi, fjölbreytt og aðlaðandi – eða hvort hún verði áfram vettvangur steypuklumpa, einsleitinna lundabúða og tómra verslunarrýma. Það er hægt að snúa þessari þróun við. En það krefst þess að við förum að hlusta á rekstraraðila, taka mark á þeim og taka tillit til fjölbreytilegra þarfa þeirra og í guðanna bænum fjarlægjum þessa steypuklumpa. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun