Lífið

„Hélt að við værum að trufla verðandi bón­orð hjá öðrum“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hallgrímur fékk brúðkaupsskipuleggjendur til liðs við til að fanga bónorðið á myndband.
Hallgrímur fékk brúðkaupsskipuleggjendur til liðs við til að fanga bónorðið á myndband.

Rann­veig Hild­ur Guðmunds­dótt­ir, tannsmiður og Hall­grím­ur A. Ingvars­son athafnamaður, og fimm barna foreldrar eru trúlofuð. Hallgrímur kom sinni heittelskuðu á óvart með rómantísku bónorði á Ibiza.

Parið komst fyrst í fréttirnar árið 2023 þegar þau voru eitt af þremur pörum sem eignuðust þríbura í sömu vikunni. Fjölskyldan fór fljótt úr því að vera vísitölufjölskylda í heldur fjölmennari tölu. En fyrir áttu þau tvær dætur, sem voru þá tveggja og fjögurra ára

Rannveig greindi frá trúlofuninni í færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún segir bónorðið hafa komið sér verulega á óvart.

„Heldur betur óvænt bónorð á Ibiza. Ég skildi ekkert af hverju Hallgrímur vildi draga mig í fjallgöngu fyrir kvöldmat á hælaskóm, að skoða kletta, og hélt að við værum að trufla verðandi brúðhjón þegar við sáum staðinn. Tíu ár og fimm börn saman – lífið gerist ekki betra.“

Hallgrímur fékk aðstoð frá Bliss Ibiza Wedding Planner við að skipuleggja og fanga augnablikið á myndband sem má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Stórfjölskyldan setur húsið á sölu

Rann­veig Hild­ur Guðmunds­dótt­ir og Hall­grím­ur A. Ingvars­son, fimm barna foreldrar, hafa sett raðhús sitt við Grænlandsleið í Reykjavík á sölu. Parið komst fyrst í fréttirnar árið 2023 þegar þau voru eitt af þremur pörum sem eignuðust þríbura í sömu vikunni. 

Þrí­burakrílin komin með nöfn

Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur Andri Ingvarsson eignuðust nýverið þríbura en fyrir átti parið tvær dætur á aldrinum tveggja til fimm ára. Fjölskyldan stækkaði því fljótt en nú hafa yngstu meðlimirnir fengið nöfnin sín við fallega athöfn fyrr í dag.

Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp

Þau Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur A. Ingvarsson eignuðust þríbura síðastliðinn skírdag en fyrir á parið tvö börn á aldrinum tveggja til fimm ára. Fjölskyldan fór því fljótt úr vísitölustærð í heldur fjölmennari tölu og segist Rannveig Hildur helst hafa fengið áhyggjur af bílamálum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.