Viðskipti innlent

Niður­stöður á­lagningar birtar á fimmtu­dag

Lovísa Arnardóttir skrifar
Eigi fólk inneign fær það hana á bankareikning, en skuldi það fær vinnuveitandi upplýsingar um það og dreifir skuldinni á allt að sjö greiðslur.
Eigi fólk inneign fær það hana á bankareikning, en skuldi það fær vinnuveitandi upplýsingar um það og dreifir skuldinni á allt að sjö greiðslur. Vísir/Vilhelm

Niðurstöður álagningar einstaklinga 2025, vegna tekna 2024, verða birtar á þjónustuvef Skattsins á fimmtudag 22. maí. Inneignir verða greiddar út á föstudegi 30. maí og launagreiðendur fá upplýsingar um skuldir til að draga af launum.

Í tilkynningu á vef Skattsins segir að við álagningu séu gerðir upp ofgreiddir og vangreiddir skattar vegna fyrra árs auk þess sem lögð eru á gjöld svo sem útvarpsgjald og gjald í framkvæmdasjóð aldraðra.

Inneignir verða samkvæmt tilkynningu lagðar inn á þann bankareikning sem skráður er hjá innheimtumönnum. Ef engar upplýsingar um skráðan bankareikning liggja fyrir er hægt að skrá nýjan eða breyta fyrri skráningu á þjónustuvef Skattsins.

Skuld eftir álagningu er skipt niður á allt að sjö gjalddaga. Innheimta skulda fer almennt í gegnum launagreiðendur. Þeim er send krafa um að draga skuld frá launum hvers mánaðar. Þau sem það vilja geta samið um að gera nýja greiðsluáætlun og skipta greiðslunni á lengra tímabil. Í tilkynningu segir að greiðsluáætlun sé þá gerð til að lækka mánaðarlega greiðslubyrði en á móti hækki vaxtakostnaður.

Þau sem ekki eru í vinnu eða starfa sjálfstætt fá sendan greiðsluseðil vegna innheimtu skatta eftir álagningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×