Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2025 15:56 Áhorfandi með fána Palestínu á æfingu í framlags Ísraels í tónleikahöllinni í Basel í vikunni. Getty Images/Harold Cunningham Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. „Við getum ekki leyft tvöfalt siðgæði, ekki einu sinni í menningu,“ sagði Sánchez og bætti við að samstaða með Palestínumönnum væri nauðsynleg vegna óréttlætis, stríðs og sprengjuárása. Ísrael ætti ekki að fá að vera með á meðan hernaði þeirra á Gasa stæði. Ummæli Sanchez koma í kjölfar þess að Ísrael hafnaði í öðru sæti í Eurovision í Basel í Sviss um helgina þar sem söngkonan Yuval Raphael flutti lagið „New Day Will Rise“ og hlaut hæstu einkunn í símakosningu áhorfenda. Fyrr í dag hafði spænska ríkissjónvarpið kallað eftir rannsókn á símakosningunni á Spáni. Ísrael fékk 12 stig frá Spánverjum í símakosningunni sem margir hafa sett spurningamerki við. Þá hafði spænska sjónvarpið í apríl kallað eftir umræðu um þátttöku Ísraels í keppninni. Ísrael fékk núll stig frá spænsku dómnefndinni. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sagt að Ríkisútvarpið muni sömuleiðis óska eftir upplýsingum úr símakosningunni hér á landi. Framlag Ísraels fékk 297 stig í símakosningunni á laugardaginn, mest allra þjóða, og hafnaðií öðru sæti keppninnar á eftir Austurríki. Spánn Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Eurovision 2025 Eurovision 2026 Tengdar fréttir RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að RÚV muni fylgjast með framvindu mála varðandi símakosninguna í Eurovision. Fjallað var um það í morgun að spænska ríkissjónvarpið hefði óskað þess að símakosningin yrði yfirfarin. 19. maí 2025 13:05 Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, hefur krafist þess að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, yfirfari spænsku símakosninguna í Eurovision. Ísrael fékk flest stig í símakosningunni á Spáni síðasta laugardag og þar með tólf stig frá spænsku þjóðinni. Fjallað er um málið á spænska miðlinum El País. Ísrael fékk engin stig frá spænsku dómnefndinni. 19. maí 2025 07:15 Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Stjórnmálafræðingur segist efins um pólitíska þýðingu Eurovision keppninnar, þar sem Ísrael hafnaði í öðru sæti. Aðdáandi sem sniðgekk keppnina segist hins vegar ekki hissa á góðu gengi landsins. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 18. maí 2025 11:52 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
„Við getum ekki leyft tvöfalt siðgæði, ekki einu sinni í menningu,“ sagði Sánchez og bætti við að samstaða með Palestínumönnum væri nauðsynleg vegna óréttlætis, stríðs og sprengjuárása. Ísrael ætti ekki að fá að vera með á meðan hernaði þeirra á Gasa stæði. Ummæli Sanchez koma í kjölfar þess að Ísrael hafnaði í öðru sæti í Eurovision í Basel í Sviss um helgina þar sem söngkonan Yuval Raphael flutti lagið „New Day Will Rise“ og hlaut hæstu einkunn í símakosningu áhorfenda. Fyrr í dag hafði spænska ríkissjónvarpið kallað eftir rannsókn á símakosningunni á Spáni. Ísrael fékk 12 stig frá Spánverjum í símakosningunni sem margir hafa sett spurningamerki við. Þá hafði spænska sjónvarpið í apríl kallað eftir umræðu um þátttöku Ísraels í keppninni. Ísrael fékk núll stig frá spænsku dómnefndinni. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sagt að Ríkisútvarpið muni sömuleiðis óska eftir upplýsingum úr símakosningunni hér á landi. Framlag Ísraels fékk 297 stig í símakosningunni á laugardaginn, mest allra þjóða, og hafnaðií öðru sæti keppninnar á eftir Austurríki.
Spánn Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Eurovision 2025 Eurovision 2026 Tengdar fréttir RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að RÚV muni fylgjast með framvindu mála varðandi símakosninguna í Eurovision. Fjallað var um það í morgun að spænska ríkissjónvarpið hefði óskað þess að símakosningin yrði yfirfarin. 19. maí 2025 13:05 Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, hefur krafist þess að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, yfirfari spænsku símakosninguna í Eurovision. Ísrael fékk flest stig í símakosningunni á Spáni síðasta laugardag og þar með tólf stig frá spænsku þjóðinni. Fjallað er um málið á spænska miðlinum El País. Ísrael fékk engin stig frá spænsku dómnefndinni. 19. maí 2025 07:15 Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Stjórnmálafræðingur segist efins um pólitíska þýðingu Eurovision keppninnar, þar sem Ísrael hafnaði í öðru sæti. Aðdáandi sem sniðgekk keppnina segist hins vegar ekki hissa á góðu gengi landsins. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 18. maí 2025 11:52 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að RÚV muni fylgjast með framvindu mála varðandi símakosninguna í Eurovision. Fjallað var um það í morgun að spænska ríkissjónvarpið hefði óskað þess að símakosningin yrði yfirfarin. 19. maí 2025 13:05
Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, hefur krafist þess að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, yfirfari spænsku símakosninguna í Eurovision. Ísrael fékk flest stig í símakosningunni á Spáni síðasta laugardag og þar með tólf stig frá spænsku þjóðinni. Fjallað er um málið á spænska miðlinum El País. Ísrael fékk engin stig frá spænsku dómnefndinni. 19. maí 2025 07:15
Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Stjórnmálafræðingur segist efins um pólitíska þýðingu Eurovision keppninnar, þar sem Ísrael hafnaði í öðru sæti. Aðdáandi sem sniðgekk keppnina segist hins vegar ekki hissa á góðu gengi landsins. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 18. maí 2025 11:52