Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar 19. maí 2025 08:02 Þann 15. janúar síðastliðinn féll sögulegur dómur í máli landeigenda við Þjórsá gegn ríkinu og Landsvirkjun þar sem virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun var ógilt. Aldrei fyrr hafði íslenskur dómstóll ógilt virkjunarleyfi. Þó forstjóri Landsvirkjunar segði dóminn hafa komið mjög á óvart er augljóst að ríkisvaldið bjóst við þessum úrskurði enda sat það á tveggja ára gömlu lögfræðiáliti lagaprófessors sem gekk í sömu átt. Þremur vikum síðar var líka nýtt frumvarp komið í gegnum ríkisstjórn og inn á borð Alþingis, í daglegu tali kallað „Hvammsvirkjunarfrumvarpið“. Þegar Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mælti fyrir frumvarpinu þann 12. febrúar sagði hann beinlínis í pontu: „Tilgangur frumvarpsins er að bregðast við niðurstöðu dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar síðastliðnum í máli nr. E-2457/2024.“ Mannréttindabrot Þegar ráðherra mælti fyrir frumvarpinu höfðu ríkið og Landsvirkjun þegar tekið sameiginlega ákvörðun um að áfrýja dómnum til hæstaréttar. Ríkið stóð því í miðju dómsmáli þegar ráðherra ákvað að leggja fram frumvarp sem viðbragð við ógildingu virkjanaleyfisins. Það eitt og sér er að áliti margra löglærðra, sem tjáðu sig um frumvarpið, brot á mannréttindum landeigendanna samkvæmt bæði stjórnarskrá Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu. Afleiðing þessa er að landeigendur eru sviptir réttlátri málsmeðferð fyrir dómstólum í máli þar sem stjórnarskrárvarinn eignarréttur þeirra er undir. Engin greining ráðuneytisins fylgdi frumvarpinu á því hvort frumvarpið standist yfir höfuð meginregluna um þrískiptingu ríkisvaldsins og stjórnarskrá. Vart kemur á óvart að margir urðu til að gagnrýna frumvarpið. Landsvirkjun semur lög En 12. febrúar mælti umhverfisráðherra ekki aðeins fyrir Hvammsvirkjunarfrumvarpinu, heldur áttu stjórnendur í ráðuneyti hans fyrri fund af tveimur með sjálfri Landsvirkjun um efni frumvarpsins. Þetta hefur ekki áður komið fram í opinberri umræðu. Það sem meira er, strax kl. 8:10 daginn eftir, að morgni 13. febrúar, hittist sama fólk aftur. Þá hafði bæst í hópinn pólitískur aðstoðarmaður ráðherrans, sem rétt áður hafði yfirgefið yfirlögfræðingsstöðu sína hjá Samtökum iðnaðarins. Fundarefnið? Jú, það var aftur hið nýframlagða Hvammsvirkjunarfrumvarp en nú áttu aðstoðarforstjóri og yfirlögfræðingur Landsvirkjunar það erindi við stjórnendur í umhverfisráðuneytinu að breyta frumvarpinu og setja inn algjörlega nýtt ákvæði í raforkulög sem heimilaði virkjunarleyfi til bráðabirgða. Þetta og fleira tengt meðferð Alþingis á frumvarpinu kemur fram í stuttum fundarpunktum ráðuneytisins sem fylgja greininni. Lesið þetta aftur, hægt og rólega: Ríkið og Landsvirkjun, áfrýjendur í sameiginlegu dómsmáli vegna ógildingar leyfa fyrir Hvammsvirkjun, hittust tvo daga í röð til að ræða nýtt frumvarp til Alþingis sem ætlað er að bjarga þeim í dómsmáli sem þau töpuðu. Til umræðu á fundunum var meðal annars hvernig mætti bæta ákvæði um bráðabirgðavirkjunarleyfi í frumvarpið í samræmi við aðrar umdeildar bráðabirgðaheimildir í t.d. lögum um fiskeldi, sem hafa sætt athugasemdum eftirlitsstofnunar EFTA allar götur frá því þær voru settar. Virkjun til bráðabirgða til að bregðast við dómi? Nú í síðustu viku gerði stjórnarmeirihlutinn í umhverfis- og samgöngunefnd sér svo lítið fyrir og lagði einmitt til hina Landsvirkjunarættuðu tillögu, sem barst til þeirra í gegnum ráðuneytið, um að bætt yrði við raforkulög heimild til að veita virkjunarleyfi til bráðabirgða. Hvernig allsherjarvirkjunarframkvæmdir með stíflugerð, nýjum lónum, jarðgangnagerð, skurðgrefti og uppsetningu vélbúnaðar eigi að vera „til bráðabirgða“ skilur þó enginn sem greinarhöfundur hefur spurt. Og hver ætli þörfin sé svo fyrir slíkt bráðabirgðaleyfi?Það skyldi þó ekki vera að koma sér hjá stjórnarskrá og reglum sem við höfum tekið upp vegna EES-samningsins? Landsvirkjun ráðskast með ráðherra og Alþingi Ætla Jóhann Páll Jóhannsson og Alþingi að láta ota sér út í það að hafa virt að vettugi sjálfa stjórnarskrána, EES-samninginn og réttindi almennings til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómstólum? Telst það ekkert tiltökumál að umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið eigi fundi með samáfrýjanda í dómsmáli sem snýr að vernd náttúrunnar og réttindum borgaranna – þar sem rætt er um efni frumvarps sem beinlínis er stefnt gegn þeirri vernd náttúru og réttindum borgaranna sem dómsmálið snýst um? Telur ráðherrann eðlilegt að aðstoðarmaður hans ræði við yfirlögfræðing og aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar um það hvernig hægt sé að breyta lögum í miðju dómsmáli svo endanlegur dómur hafi ekki áhrif á framkvæmdir við Hvammsvirkjun? Og láti svo ráðuneytið leggja svokallaða „breytingartillögu“ fyrir umhverfis- og samgöngunefnd að ósk Landsvirkjunar? Þetta eru vond og ósæmileg vinnubrögð gagnvart Alþingi og almenningi. Það er stjórnsýslunni ekki sæmandi að eftirláta Landsvirkjun að bjarga áratugalöngu eigin klúðri við undirbúning Hvammsvirkjunar, og segja Alþingi fyrir verkum með heimasmíðuðu lagafrumvarpi sem gengur gegn EES-samningnum, stjórnarskrá, vernd náttúru og réttlátri málsmeðferð borgaranna. Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Orkumál Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Þann 15. janúar síðastliðinn féll sögulegur dómur í máli landeigenda við Þjórsá gegn ríkinu og Landsvirkjun þar sem virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun var ógilt. Aldrei fyrr hafði íslenskur dómstóll ógilt virkjunarleyfi. Þó forstjóri Landsvirkjunar segði dóminn hafa komið mjög á óvart er augljóst að ríkisvaldið bjóst við þessum úrskurði enda sat það á tveggja ára gömlu lögfræðiáliti lagaprófessors sem gekk í sömu átt. Þremur vikum síðar var líka nýtt frumvarp komið í gegnum ríkisstjórn og inn á borð Alþingis, í daglegu tali kallað „Hvammsvirkjunarfrumvarpið“. Þegar Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mælti fyrir frumvarpinu þann 12. febrúar sagði hann beinlínis í pontu: „Tilgangur frumvarpsins er að bregðast við niðurstöðu dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar síðastliðnum í máli nr. E-2457/2024.“ Mannréttindabrot Þegar ráðherra mælti fyrir frumvarpinu höfðu ríkið og Landsvirkjun þegar tekið sameiginlega ákvörðun um að áfrýja dómnum til hæstaréttar. Ríkið stóð því í miðju dómsmáli þegar ráðherra ákvað að leggja fram frumvarp sem viðbragð við ógildingu virkjanaleyfisins. Það eitt og sér er að áliti margra löglærðra, sem tjáðu sig um frumvarpið, brot á mannréttindum landeigendanna samkvæmt bæði stjórnarskrá Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu. Afleiðing þessa er að landeigendur eru sviptir réttlátri málsmeðferð fyrir dómstólum í máli þar sem stjórnarskrárvarinn eignarréttur þeirra er undir. Engin greining ráðuneytisins fylgdi frumvarpinu á því hvort frumvarpið standist yfir höfuð meginregluna um þrískiptingu ríkisvaldsins og stjórnarskrá. Vart kemur á óvart að margir urðu til að gagnrýna frumvarpið. Landsvirkjun semur lög En 12. febrúar mælti umhverfisráðherra ekki aðeins fyrir Hvammsvirkjunarfrumvarpinu, heldur áttu stjórnendur í ráðuneyti hans fyrri fund af tveimur með sjálfri Landsvirkjun um efni frumvarpsins. Þetta hefur ekki áður komið fram í opinberri umræðu. Það sem meira er, strax kl. 8:10 daginn eftir, að morgni 13. febrúar, hittist sama fólk aftur. Þá hafði bæst í hópinn pólitískur aðstoðarmaður ráðherrans, sem rétt áður hafði yfirgefið yfirlögfræðingsstöðu sína hjá Samtökum iðnaðarins. Fundarefnið? Jú, það var aftur hið nýframlagða Hvammsvirkjunarfrumvarp en nú áttu aðstoðarforstjóri og yfirlögfræðingur Landsvirkjunar það erindi við stjórnendur í umhverfisráðuneytinu að breyta frumvarpinu og setja inn algjörlega nýtt ákvæði í raforkulög sem heimilaði virkjunarleyfi til bráðabirgða. Þetta og fleira tengt meðferð Alþingis á frumvarpinu kemur fram í stuttum fundarpunktum ráðuneytisins sem fylgja greininni. Lesið þetta aftur, hægt og rólega: Ríkið og Landsvirkjun, áfrýjendur í sameiginlegu dómsmáli vegna ógildingar leyfa fyrir Hvammsvirkjun, hittust tvo daga í röð til að ræða nýtt frumvarp til Alþingis sem ætlað er að bjarga þeim í dómsmáli sem þau töpuðu. Til umræðu á fundunum var meðal annars hvernig mætti bæta ákvæði um bráðabirgðavirkjunarleyfi í frumvarpið í samræmi við aðrar umdeildar bráðabirgðaheimildir í t.d. lögum um fiskeldi, sem hafa sætt athugasemdum eftirlitsstofnunar EFTA allar götur frá því þær voru settar. Virkjun til bráðabirgða til að bregðast við dómi? Nú í síðustu viku gerði stjórnarmeirihlutinn í umhverfis- og samgöngunefnd sér svo lítið fyrir og lagði einmitt til hina Landsvirkjunarættuðu tillögu, sem barst til þeirra í gegnum ráðuneytið, um að bætt yrði við raforkulög heimild til að veita virkjunarleyfi til bráðabirgða. Hvernig allsherjarvirkjunarframkvæmdir með stíflugerð, nýjum lónum, jarðgangnagerð, skurðgrefti og uppsetningu vélbúnaðar eigi að vera „til bráðabirgða“ skilur þó enginn sem greinarhöfundur hefur spurt. Og hver ætli þörfin sé svo fyrir slíkt bráðabirgðaleyfi?Það skyldi þó ekki vera að koma sér hjá stjórnarskrá og reglum sem við höfum tekið upp vegna EES-samningsins? Landsvirkjun ráðskast með ráðherra og Alþingi Ætla Jóhann Páll Jóhannsson og Alþingi að láta ota sér út í það að hafa virt að vettugi sjálfa stjórnarskrána, EES-samninginn og réttindi almennings til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómstólum? Telst það ekkert tiltökumál að umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið eigi fundi með samáfrýjanda í dómsmáli sem snýr að vernd náttúrunnar og réttindum borgaranna – þar sem rætt er um efni frumvarps sem beinlínis er stefnt gegn þeirri vernd náttúru og réttindum borgaranna sem dómsmálið snýst um? Telur ráðherrann eðlilegt að aðstoðarmaður hans ræði við yfirlögfræðing og aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar um það hvernig hægt sé að breyta lögum í miðju dómsmáli svo endanlegur dómur hafi ekki áhrif á framkvæmdir við Hvammsvirkjun? Og láti svo ráðuneytið leggja svokallaða „breytingartillögu“ fyrir umhverfis- og samgöngunefnd að ósk Landsvirkjunar? Þetta eru vond og ósæmileg vinnubrögð gagnvart Alþingi og almenningi. Það er stjórnsýslunni ekki sæmandi að eftirláta Landsvirkjun að bjarga áratugalöngu eigin klúðri við undirbúning Hvammsvirkjunar, og segja Alþingi fyrir verkum með heimasmíðuðu lagafrumvarpi sem gengur gegn EES-samningnum, stjórnarskrá, vernd náttúru og réttlátri málsmeðferð borgaranna. Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun