Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar 18. maí 2025 15:31 Á hverju ári, þann 18. maí, fögnum við Alþjóðlega safnadeginum, að þessu sinni undir yfirskriftinni Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum. Þennan dag hugsum við um þann kraft sem söfn búa yfir sem mikilvægar samfélagslegar stofnanir sem hjálpa okkur að öðlast dýpri skilning á heiminum og hvert öðru. Á svo róstusömum tímum sem við lifum núna verður hlutverk safna sem vettvangur fyrir samtal, samkennd og skilning mikilvægara enn nokkru sinni fyrr. Þema safnadagsins á þessu ári á sér aðra skírskotun. Það kallast nefnilega á við þema næsta allsherjarþings ICOM, sem haldið er á þriggja ára fresti og fer fram síðar á árinu. Þá mun safnafólk hvaðanæva að koma saman til að velta fyrir sér framtíð safna og hlutverki þeirra í heimi sem tekur sífellt örari breytingum. Hér á Íslandi – þar sem söfn njóta mikils trausts og gegna mikilvægu fræðslu- og varðveisluhlutverki – er þetta kærkomið tækifæri til að staldra við og huga að því hvernig við stöndum okkur bæði í hinu innlenda og alþjóðlega samhengi. Tækifæri til að horfa bæði inn á við, á það sem söfn gera fyrir okkar eigið samfélag, og út á við, á það sem söfn geta gert fyrir heiminn. Dagurinn fyrir safnadaginn, 17. maí, er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Í tilefni dagsins sendu Íslandsdeild ICOM, Alþjóðaráðs safna, og Félag íslenskra safna og safnafólks (FÍSOS) frá sér sameiginlega yfirlýsingu, undirritaða af safnstjórum víðs vegar að af landinu, auk fulltrúa Rannsóknaseturs í safnafræði og safnaráðs. Í yfirlýsingunni er fjallað um mikilvægi þess að fordæma tilraunir valdhafa til að endurskrifa söguna, ritskoða frásagnir safna og jaðarsetja minnihlutahópa enn frekar – sérstaklega trans og intersex fólk, sem er nú skotspónn afturhaldssamra afla víða um heim. Þá ítrekum við að það sé skylda safna að standa vörð um mannréttindi, miðla fjölradda frásögnum og skapa öruggt rými fyrir öll. Söfn eru ekki hlutlaus, á því er enginn vafi. Þau eru samfélagsstofnanir með siðferðilega ábyrgð. Um allan heim höfum við séð mannfjandsamleg viðhorf og orðræðu sækja í sig veðrið, sem svo brýst út í átökum, stríði og linnulausum blóðsúthellingum – frá innrás Pútíns í Úkraínu og þjóðarmorði Netanjahús í Palestínu, til stórskæðrar þjóðernishyggju Trumps og árása hans á samfélagssáttmálann og þau lýðræðisgildi sem mörg okkar hafa jafnvel tekið sem gefnum. Slíkar aðgerðir ógna ekki aðeins friði og mannréttindum, heldur grafa einnig undan öllu því sem við eigum sameiginlegt og er kjarninn í starfi menningar- og menntastofnana líkt og safna, sem reyna að varðveita og túlka sögu okkar allra. Söfn á Íslandi – og víðar – verða að taka afstöðu gegn þessari þróun. Við verðum að standa vörð um akademískt frelsi og réttindi þeirra sem eiga undir högg að sækja, auk þess að vera reiðubúinn að takast á við erfið málefni í fortíð, nútíð og framtíð. Við verðum einnig að leggja rækt við fjölbreytileika – ekki aðeins sem óljóst hugtak, heldur sem útgangspunkt á vegferð okkar til að móta samfélagið í þágu aukinnar inngildingar, tengsla og friðar. Því er mikilvægt að við séum þess ávallt minnug að söfn eru ekki aðeins verndarar fortíðar, heldur vörður sem marka leiðina að réttlátari og friðsamari heimi. Höfundur er formaður Íslandsdeildar ICOM, Alþjóðaráðs safna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Hinsegin Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Á hverju ári, þann 18. maí, fögnum við Alþjóðlega safnadeginum, að þessu sinni undir yfirskriftinni Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum. Þennan dag hugsum við um þann kraft sem söfn búa yfir sem mikilvægar samfélagslegar stofnanir sem hjálpa okkur að öðlast dýpri skilning á heiminum og hvert öðru. Á svo róstusömum tímum sem við lifum núna verður hlutverk safna sem vettvangur fyrir samtal, samkennd og skilning mikilvægara enn nokkru sinni fyrr. Þema safnadagsins á þessu ári á sér aðra skírskotun. Það kallast nefnilega á við þema næsta allsherjarþings ICOM, sem haldið er á þriggja ára fresti og fer fram síðar á árinu. Þá mun safnafólk hvaðanæva að koma saman til að velta fyrir sér framtíð safna og hlutverki þeirra í heimi sem tekur sífellt örari breytingum. Hér á Íslandi – þar sem söfn njóta mikils trausts og gegna mikilvægu fræðslu- og varðveisluhlutverki – er þetta kærkomið tækifæri til að staldra við og huga að því hvernig við stöndum okkur bæði í hinu innlenda og alþjóðlega samhengi. Tækifæri til að horfa bæði inn á við, á það sem söfn gera fyrir okkar eigið samfélag, og út á við, á það sem söfn geta gert fyrir heiminn. Dagurinn fyrir safnadaginn, 17. maí, er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Í tilefni dagsins sendu Íslandsdeild ICOM, Alþjóðaráðs safna, og Félag íslenskra safna og safnafólks (FÍSOS) frá sér sameiginlega yfirlýsingu, undirritaða af safnstjórum víðs vegar að af landinu, auk fulltrúa Rannsóknaseturs í safnafræði og safnaráðs. Í yfirlýsingunni er fjallað um mikilvægi þess að fordæma tilraunir valdhafa til að endurskrifa söguna, ritskoða frásagnir safna og jaðarsetja minnihlutahópa enn frekar – sérstaklega trans og intersex fólk, sem er nú skotspónn afturhaldssamra afla víða um heim. Þá ítrekum við að það sé skylda safna að standa vörð um mannréttindi, miðla fjölradda frásögnum og skapa öruggt rými fyrir öll. Söfn eru ekki hlutlaus, á því er enginn vafi. Þau eru samfélagsstofnanir með siðferðilega ábyrgð. Um allan heim höfum við séð mannfjandsamleg viðhorf og orðræðu sækja í sig veðrið, sem svo brýst út í átökum, stríði og linnulausum blóðsúthellingum – frá innrás Pútíns í Úkraínu og þjóðarmorði Netanjahús í Palestínu, til stórskæðrar þjóðernishyggju Trumps og árása hans á samfélagssáttmálann og þau lýðræðisgildi sem mörg okkar hafa jafnvel tekið sem gefnum. Slíkar aðgerðir ógna ekki aðeins friði og mannréttindum, heldur grafa einnig undan öllu því sem við eigum sameiginlegt og er kjarninn í starfi menningar- og menntastofnana líkt og safna, sem reyna að varðveita og túlka sögu okkar allra. Söfn á Íslandi – og víðar – verða að taka afstöðu gegn þessari þróun. Við verðum að standa vörð um akademískt frelsi og réttindi þeirra sem eiga undir högg að sækja, auk þess að vera reiðubúinn að takast á við erfið málefni í fortíð, nútíð og framtíð. Við verðum einnig að leggja rækt við fjölbreytileika – ekki aðeins sem óljóst hugtak, heldur sem útgangspunkt á vegferð okkar til að móta samfélagið í þágu aukinnar inngildingar, tengsla og friðar. Því er mikilvægt að við séum þess ávallt minnug að söfn eru ekki aðeins verndarar fortíðar, heldur vörður sem marka leiðina að réttlátari og friðsamari heimi. Höfundur er formaður Íslandsdeildar ICOM, Alþjóðaráðs safna
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun