Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar 17. maí 2025 08:02 Margir í mínu umhverfi ferðast hvað mest um á hjóli og ótrúlegt en satt þá er þetta duglega fólk búsett í Breiðholti og vinnur niður í bæ eins og ég sjálf. Þetta er hægt vegna þess að sátt hefur verið um gönguvæna borg og hugmyndina um 15 mínútna hverfið. Töluverðir fjármunir hafa verið lagðir í hjólastíga í borginni. Öll þessi stóru og frábæru verkefni byggja á mjög veikum grunni, þ.e. gangstéttum og göngustígum úthverfa. Innviðaskuld Stór hluti gangstétta í borginni hafa aldrei verið endurnýjaðir þó svo að þörfin sé öllum ljós. Þannig má nefna að gangstéttir í mínu allra besta Breiðholti eru margar hverjar yfir 40 ára gamlar, sumar þeirra hafa verið sprungnar og að möl komnar síðan ég var barn, til dæmis stígar við Eyjabakka í neðra Breiðholti. Mikið er rætt um innviðaskuldir og er þetta sannarlega slík skuld. Ég hef óskað eftir nákvæmari yfirsýn um stöðu gangstétta í borgarlandinu. Svörin voru þau að áætla mætti að kostnaður við viðgerðir á þeim stéttum sem eru gerónýtar í borgarlandinu myndu kosta um 2,3 milljarða! En á það aðeins við þær sem eru minna en 10% í lagi. Þýðir það þá að það sé bara best að gera ekki neitt? Skuldin er svo mikil að það tekur því varla að byrja? Nei nú hljótum við að þurfa að forgangsraða í þau verkefni sem snerta daglegt líf okkar. Í stóra samhenginu er þetta ekki veruleg fjárfesting. Með sól á himni fjölgar notendum gangstétta á öllum aldri og hvað þá fjöldi þeirra barna sem renna um á reiðfák inn í sumarið. Tryggjum öllum Reykvíkingum aðgengi Hvað með ungmenninn okkar? Mörg hver ferðast auðvitað um á fótum og hjóli og enn fleiri á rafmagnshlaupahjólum. Það undirlag sem við bjóðum þeim er ekki upp á marga fiska, stórhætta getur skapast af því að fara um ójafnar og slitnar gangstéttir hvort sem er á hjóli, hlaupahjóli eða fótgangandi, svo ekki sé litið til fólks eins og mín með skerta hreyfigetu. Það er algjörlega vonlaust að ganga á almennum göngustígum í hverfinu og það sorglega er að þetta er ekki bara vandamál í Breiðholtinu. Þetta á við um flest úthverfin kannski að undanskildum þeim nýjustu. Fólk með skerta hreyfigetu býr um alla borg og á það við um fólk á öllum aldri, en tel ég þó að við þurfum sérstaklega að horfa til þeirra sem eldri eru. Hreyfing er lykilatriði í vellíðan eldri borgara. Aftur á móti eru margir í þeirri stöðu að geta ekki með góðu móti gengið án stuðnings og verður þá undirlagið að styðja við að ferðalagið sé bæði ánægjulegt og hættulaust, svo ekki sé gleymt hinum fagurfræðilegu sjónarmiðum en þessar sprungnu stéttir eru engin augnaprýði. Aðrir sem nýtast við stoðtæki til að komast á milli staða eru okkar yngsta fólk, sem ný mætt eru í heiminn og eru oftar en ekki keyrð um í kerrum og vögnum. Hvort sem það flokkist sem almenn stoðtæki eða ekki, eru þau sannarlega nýtt til að auðvelda samgöngur. Að þessar stundir séu ánægjulegar og hreinlega færar okkar yngsta fólki er líka eitthvað sem vert er að horfa til, við viljum ekki hvíla þau á torfærubrautum með tilheyrandi hristingi og hossum. Hvað er hægt að gera? En hver á þessar stéttir og þessa stíga? Það er eitthvað sem við erum ekkert alltaf viss um. Þessar upplýsingar eru aðgengilegar á Borgarvefsjá á slóðinni https://borgarvefsja.reykjavik.is/borgarvefsja/. Hægt er að fara í valmyndina beint undir Reykjavíkurmerkinu vinstra megin og valið „Eigandi gatna og stíga.“ Stígar Reykjavíkur eru bláir. Einnig er hægt að slá götuheitinu í leitarglugganum í hægra horni og sjá hvort stígurinn sé verkefni sem húsfélagið eða eigandinn gæti tekið sig til og lagfært. Ef við viljum borg sem býður upp á fjölbreytta fararmáta verðum við að byrja á að styrkja beinagrindina sem heldur borginni saman! Það eru ekki bara vegaframkvæmdir. Beinagrindin er að tvöfaldast og þörf á jafnri áherslu á viðhald gangstétta og akreina. Þannig byggjum við sterkari borg sem hentar fyrir fjölbreyttari íbúa flóru og fjölbreyttari faramáta. Ekki er síður mikilvægt að góðir og vel hirtir stígar eru ómissandi fyrir ásýnd fallegrar borgar. Hvet ég borgarbúa til að senda inn ábendingar um slæmar gangstéttir og stíga í eigu borgarinnar á https://abendingar.reykjavik.is/ og byggjum þannig saman betri borg sem hægt er að ferðast um með fjölbreyttum leiðum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Viðreisn Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Margir í mínu umhverfi ferðast hvað mest um á hjóli og ótrúlegt en satt þá er þetta duglega fólk búsett í Breiðholti og vinnur niður í bæ eins og ég sjálf. Þetta er hægt vegna þess að sátt hefur verið um gönguvæna borg og hugmyndina um 15 mínútna hverfið. Töluverðir fjármunir hafa verið lagðir í hjólastíga í borginni. Öll þessi stóru og frábæru verkefni byggja á mjög veikum grunni, þ.e. gangstéttum og göngustígum úthverfa. Innviðaskuld Stór hluti gangstétta í borginni hafa aldrei verið endurnýjaðir þó svo að þörfin sé öllum ljós. Þannig má nefna að gangstéttir í mínu allra besta Breiðholti eru margar hverjar yfir 40 ára gamlar, sumar þeirra hafa verið sprungnar og að möl komnar síðan ég var barn, til dæmis stígar við Eyjabakka í neðra Breiðholti. Mikið er rætt um innviðaskuldir og er þetta sannarlega slík skuld. Ég hef óskað eftir nákvæmari yfirsýn um stöðu gangstétta í borgarlandinu. Svörin voru þau að áætla mætti að kostnaður við viðgerðir á þeim stéttum sem eru gerónýtar í borgarlandinu myndu kosta um 2,3 milljarða! En á það aðeins við þær sem eru minna en 10% í lagi. Þýðir það þá að það sé bara best að gera ekki neitt? Skuldin er svo mikil að það tekur því varla að byrja? Nei nú hljótum við að þurfa að forgangsraða í þau verkefni sem snerta daglegt líf okkar. Í stóra samhenginu er þetta ekki veruleg fjárfesting. Með sól á himni fjölgar notendum gangstétta á öllum aldri og hvað þá fjöldi þeirra barna sem renna um á reiðfák inn í sumarið. Tryggjum öllum Reykvíkingum aðgengi Hvað með ungmenninn okkar? Mörg hver ferðast auðvitað um á fótum og hjóli og enn fleiri á rafmagnshlaupahjólum. Það undirlag sem við bjóðum þeim er ekki upp á marga fiska, stórhætta getur skapast af því að fara um ójafnar og slitnar gangstéttir hvort sem er á hjóli, hlaupahjóli eða fótgangandi, svo ekki sé litið til fólks eins og mín með skerta hreyfigetu. Það er algjörlega vonlaust að ganga á almennum göngustígum í hverfinu og það sorglega er að þetta er ekki bara vandamál í Breiðholtinu. Þetta á við um flest úthverfin kannski að undanskildum þeim nýjustu. Fólk með skerta hreyfigetu býr um alla borg og á það við um fólk á öllum aldri, en tel ég þó að við þurfum sérstaklega að horfa til þeirra sem eldri eru. Hreyfing er lykilatriði í vellíðan eldri borgara. Aftur á móti eru margir í þeirri stöðu að geta ekki með góðu móti gengið án stuðnings og verður þá undirlagið að styðja við að ferðalagið sé bæði ánægjulegt og hættulaust, svo ekki sé gleymt hinum fagurfræðilegu sjónarmiðum en þessar sprungnu stéttir eru engin augnaprýði. Aðrir sem nýtast við stoðtæki til að komast á milli staða eru okkar yngsta fólk, sem ný mætt eru í heiminn og eru oftar en ekki keyrð um í kerrum og vögnum. Hvort sem það flokkist sem almenn stoðtæki eða ekki, eru þau sannarlega nýtt til að auðvelda samgöngur. Að þessar stundir séu ánægjulegar og hreinlega færar okkar yngsta fólki er líka eitthvað sem vert er að horfa til, við viljum ekki hvíla þau á torfærubrautum með tilheyrandi hristingi og hossum. Hvað er hægt að gera? En hver á þessar stéttir og þessa stíga? Það er eitthvað sem við erum ekkert alltaf viss um. Þessar upplýsingar eru aðgengilegar á Borgarvefsjá á slóðinni https://borgarvefsja.reykjavik.is/borgarvefsja/. Hægt er að fara í valmyndina beint undir Reykjavíkurmerkinu vinstra megin og valið „Eigandi gatna og stíga.“ Stígar Reykjavíkur eru bláir. Einnig er hægt að slá götuheitinu í leitarglugganum í hægra horni og sjá hvort stígurinn sé verkefni sem húsfélagið eða eigandinn gæti tekið sig til og lagfært. Ef við viljum borg sem býður upp á fjölbreytta fararmáta verðum við að byrja á að styrkja beinagrindina sem heldur borginni saman! Það eru ekki bara vegaframkvæmdir. Beinagrindin er að tvöfaldast og þörf á jafnri áherslu á viðhald gangstétta og akreina. Þannig byggjum við sterkari borg sem hentar fyrir fjölbreyttari íbúa flóru og fjölbreyttari faramáta. Ekki er síður mikilvægt að góðir og vel hirtir stígar eru ómissandi fyrir ásýnd fallegrar borgar. Hvet ég borgarbúa til að senda inn ábendingar um slæmar gangstéttir og stíga í eigu borgarinnar á https://abendingar.reykjavik.is/ og byggjum þannig saman betri borg sem hægt er að ferðast um með fjölbreyttum leiðum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar