Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar 17. maí 2025 08:02 Margir í mínu umhverfi ferðast hvað mest um á hjóli og ótrúlegt en satt þá er þetta duglega fólk búsett í Breiðholti og vinnur niður í bæ eins og ég sjálf. Þetta er hægt vegna þess að sátt hefur verið um gönguvæna borg og hugmyndina um 15 mínútna hverfið. Töluverðir fjármunir hafa verið lagðir í hjólastíga í borginni. Öll þessi stóru og frábæru verkefni byggja á mjög veikum grunni, þ.e. gangstéttum og göngustígum úthverfa. Innviðaskuld Stór hluti gangstétta í borginni hafa aldrei verið endurnýjaðir þó svo að þörfin sé öllum ljós. Þannig má nefna að gangstéttir í mínu allra besta Breiðholti eru margar hverjar yfir 40 ára gamlar, sumar þeirra hafa verið sprungnar og að möl komnar síðan ég var barn, til dæmis stígar við Eyjabakka í neðra Breiðholti. Mikið er rætt um innviðaskuldir og er þetta sannarlega slík skuld. Ég hef óskað eftir nákvæmari yfirsýn um stöðu gangstétta í borgarlandinu. Svörin voru þau að áætla mætti að kostnaður við viðgerðir á þeim stéttum sem eru gerónýtar í borgarlandinu myndu kosta um 2,3 milljarða! En á það aðeins við þær sem eru minna en 10% í lagi. Þýðir það þá að það sé bara best að gera ekki neitt? Skuldin er svo mikil að það tekur því varla að byrja? Nei nú hljótum við að þurfa að forgangsraða í þau verkefni sem snerta daglegt líf okkar. Í stóra samhenginu er þetta ekki veruleg fjárfesting. Með sól á himni fjölgar notendum gangstétta á öllum aldri og hvað þá fjöldi þeirra barna sem renna um á reiðfák inn í sumarið. Tryggjum öllum Reykvíkingum aðgengi Hvað með ungmenninn okkar? Mörg hver ferðast auðvitað um á fótum og hjóli og enn fleiri á rafmagnshlaupahjólum. Það undirlag sem við bjóðum þeim er ekki upp á marga fiska, stórhætta getur skapast af því að fara um ójafnar og slitnar gangstéttir hvort sem er á hjóli, hlaupahjóli eða fótgangandi, svo ekki sé litið til fólks eins og mín með skerta hreyfigetu. Það er algjörlega vonlaust að ganga á almennum göngustígum í hverfinu og það sorglega er að þetta er ekki bara vandamál í Breiðholtinu. Þetta á við um flest úthverfin kannski að undanskildum þeim nýjustu. Fólk með skerta hreyfigetu býr um alla borg og á það við um fólk á öllum aldri, en tel ég þó að við þurfum sérstaklega að horfa til þeirra sem eldri eru. Hreyfing er lykilatriði í vellíðan eldri borgara. Aftur á móti eru margir í þeirri stöðu að geta ekki með góðu móti gengið án stuðnings og verður þá undirlagið að styðja við að ferðalagið sé bæði ánægjulegt og hættulaust, svo ekki sé gleymt hinum fagurfræðilegu sjónarmiðum en þessar sprungnu stéttir eru engin augnaprýði. Aðrir sem nýtast við stoðtæki til að komast á milli staða eru okkar yngsta fólk, sem ný mætt eru í heiminn og eru oftar en ekki keyrð um í kerrum og vögnum. Hvort sem það flokkist sem almenn stoðtæki eða ekki, eru þau sannarlega nýtt til að auðvelda samgöngur. Að þessar stundir séu ánægjulegar og hreinlega færar okkar yngsta fólki er líka eitthvað sem vert er að horfa til, við viljum ekki hvíla þau á torfærubrautum með tilheyrandi hristingi og hossum. Hvað er hægt að gera? En hver á þessar stéttir og þessa stíga? Það er eitthvað sem við erum ekkert alltaf viss um. Þessar upplýsingar eru aðgengilegar á Borgarvefsjá á slóðinni https://borgarvefsja.reykjavik.is/borgarvefsja/. Hægt er að fara í valmyndina beint undir Reykjavíkurmerkinu vinstra megin og valið „Eigandi gatna og stíga.“ Stígar Reykjavíkur eru bláir. Einnig er hægt að slá götuheitinu í leitarglugganum í hægra horni og sjá hvort stígurinn sé verkefni sem húsfélagið eða eigandinn gæti tekið sig til og lagfært. Ef við viljum borg sem býður upp á fjölbreytta fararmáta verðum við að byrja á að styrkja beinagrindina sem heldur borginni saman! Það eru ekki bara vegaframkvæmdir. Beinagrindin er að tvöfaldast og þörf á jafnri áherslu á viðhald gangstétta og akreina. Þannig byggjum við sterkari borg sem hentar fyrir fjölbreyttari íbúa flóru og fjölbreyttari faramáta. Ekki er síður mikilvægt að góðir og vel hirtir stígar eru ómissandi fyrir ásýnd fallegrar borgar. Hvet ég borgarbúa til að senda inn ábendingar um slæmar gangstéttir og stíga í eigu borgarinnar á https://abendingar.reykjavik.is/ og byggjum þannig saman betri borg sem hægt er að ferðast um með fjölbreyttum leiðum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Viðreisn Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Skoðun Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Margir í mínu umhverfi ferðast hvað mest um á hjóli og ótrúlegt en satt þá er þetta duglega fólk búsett í Breiðholti og vinnur niður í bæ eins og ég sjálf. Þetta er hægt vegna þess að sátt hefur verið um gönguvæna borg og hugmyndina um 15 mínútna hverfið. Töluverðir fjármunir hafa verið lagðir í hjólastíga í borginni. Öll þessi stóru og frábæru verkefni byggja á mjög veikum grunni, þ.e. gangstéttum og göngustígum úthverfa. Innviðaskuld Stór hluti gangstétta í borginni hafa aldrei verið endurnýjaðir þó svo að þörfin sé öllum ljós. Þannig má nefna að gangstéttir í mínu allra besta Breiðholti eru margar hverjar yfir 40 ára gamlar, sumar þeirra hafa verið sprungnar og að möl komnar síðan ég var barn, til dæmis stígar við Eyjabakka í neðra Breiðholti. Mikið er rætt um innviðaskuldir og er þetta sannarlega slík skuld. Ég hef óskað eftir nákvæmari yfirsýn um stöðu gangstétta í borgarlandinu. Svörin voru þau að áætla mætti að kostnaður við viðgerðir á þeim stéttum sem eru gerónýtar í borgarlandinu myndu kosta um 2,3 milljarða! En á það aðeins við þær sem eru minna en 10% í lagi. Þýðir það þá að það sé bara best að gera ekki neitt? Skuldin er svo mikil að það tekur því varla að byrja? Nei nú hljótum við að þurfa að forgangsraða í þau verkefni sem snerta daglegt líf okkar. Í stóra samhenginu er þetta ekki veruleg fjárfesting. Með sól á himni fjölgar notendum gangstétta á öllum aldri og hvað þá fjöldi þeirra barna sem renna um á reiðfák inn í sumarið. Tryggjum öllum Reykvíkingum aðgengi Hvað með ungmenninn okkar? Mörg hver ferðast auðvitað um á fótum og hjóli og enn fleiri á rafmagnshlaupahjólum. Það undirlag sem við bjóðum þeim er ekki upp á marga fiska, stórhætta getur skapast af því að fara um ójafnar og slitnar gangstéttir hvort sem er á hjóli, hlaupahjóli eða fótgangandi, svo ekki sé litið til fólks eins og mín með skerta hreyfigetu. Það er algjörlega vonlaust að ganga á almennum göngustígum í hverfinu og það sorglega er að þetta er ekki bara vandamál í Breiðholtinu. Þetta á við um flest úthverfin kannski að undanskildum þeim nýjustu. Fólk með skerta hreyfigetu býr um alla borg og á það við um fólk á öllum aldri, en tel ég þó að við þurfum sérstaklega að horfa til þeirra sem eldri eru. Hreyfing er lykilatriði í vellíðan eldri borgara. Aftur á móti eru margir í þeirri stöðu að geta ekki með góðu móti gengið án stuðnings og verður þá undirlagið að styðja við að ferðalagið sé bæði ánægjulegt og hættulaust, svo ekki sé gleymt hinum fagurfræðilegu sjónarmiðum en þessar sprungnu stéttir eru engin augnaprýði. Aðrir sem nýtast við stoðtæki til að komast á milli staða eru okkar yngsta fólk, sem ný mætt eru í heiminn og eru oftar en ekki keyrð um í kerrum og vögnum. Hvort sem það flokkist sem almenn stoðtæki eða ekki, eru þau sannarlega nýtt til að auðvelda samgöngur. Að þessar stundir séu ánægjulegar og hreinlega færar okkar yngsta fólki er líka eitthvað sem vert er að horfa til, við viljum ekki hvíla þau á torfærubrautum með tilheyrandi hristingi og hossum. Hvað er hægt að gera? En hver á þessar stéttir og þessa stíga? Það er eitthvað sem við erum ekkert alltaf viss um. Þessar upplýsingar eru aðgengilegar á Borgarvefsjá á slóðinni https://borgarvefsja.reykjavik.is/borgarvefsja/. Hægt er að fara í valmyndina beint undir Reykjavíkurmerkinu vinstra megin og valið „Eigandi gatna og stíga.“ Stígar Reykjavíkur eru bláir. Einnig er hægt að slá götuheitinu í leitarglugganum í hægra horni og sjá hvort stígurinn sé verkefni sem húsfélagið eða eigandinn gæti tekið sig til og lagfært. Ef við viljum borg sem býður upp á fjölbreytta fararmáta verðum við að byrja á að styrkja beinagrindina sem heldur borginni saman! Það eru ekki bara vegaframkvæmdir. Beinagrindin er að tvöfaldast og þörf á jafnri áherslu á viðhald gangstétta og akreina. Þannig byggjum við sterkari borg sem hentar fyrir fjölbreyttari íbúa flóru og fjölbreyttari faramáta. Ekki er síður mikilvægt að góðir og vel hirtir stígar eru ómissandi fyrir ásýnd fallegrar borgar. Hvet ég borgarbúa til að senda inn ábendingar um slæmar gangstéttir og stíga í eigu borgarinnar á https://abendingar.reykjavik.is/ og byggjum þannig saman betri borg sem hægt er að ferðast um með fjölbreyttum leiðum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun