Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Lovísa Arnardóttir skrifar 16. maí 2025 16:00 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ásamt öðrum leiðtogum sem undirrituðu yfirlýsinguna. Á myndina vantar forsætisráðherra Írlands sem komst ekki til Tirana. Stjórnarráðið Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra undirritaði í dag yfirlýsingu með leiðtogum sex annarra ríkja þar sem þeir lýsa því yfir að tafarlausra aðgerða sé þörf til að koma í veg fyrir frekari hörmungar á Gasa. Ísland átti frumkvæði að gerð yfirlýsingarinnar samkvæmt tilkynningu stjórnarráðsins og veitti því forystu ásamt Spáni að hópurinn náði saman. Í yfirlýsingunni segja forsætisráðherrar Íslands, Spánar, Noregs, Írlands, Lúxemborgar, Slóveníu og Möltu að til þessa hafi yfir 50 þúsund manns látið lífið á Gasa og margir til viðbótar muni svelta í hel á komandi dögum ef ekkert verður að gert. Í yfirlýsingunni hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust, stöðva hernaðaraðgerðir á Gasa og tryggja óheftan aðgang hjálpargagna frá alþjóðlegum mannúðarsamtökum inn á svæðið. „Frumkvæði þessa hóps og sá stuðningur við Palestínu sem fram kemur í yfirlýsingunni skiptir mjög miklu máli. Staðan á Gasa er hryllileg, hún versnar með hverjum deginum sem líður, og við getum ekki setið lengur þögul hjá. Þetta er í fyrsta sinn sem yfirlýsing er gefin út á leiðtogastigi og það bendir til þess að afstaðan sé að breytast. Ég bind vonir við að þessi yfirlýsing, ásamt öðrum ferlum sem eru í gangi á alþjóðavettvangi, leiði til stærri skrefa í málum Palestínu,“ segir Kristrún sem er stödd í Tirana í Albaníu á vettvangi EPC (European Political Community). Yfirlýsingin kemur í kjölfar sameiginlegrar yfirlýsingar utanríkisráðherra sex ríkja frá 7. maí síðastliðnum sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra undirritaði. Þar höfnuðu ráðherrarnir öllum hugmyndum um brottflutning Palestínumanna frá Gasa enda væru þær brot á alþjóðalögum. „Við erum að hittast hér í Tirana til að ræða öryggismál í Evrópu en hljóð og mynd þurfa að fara saman. Við erum sammála um að það sem er að gerast á Gasa þurfi að ræða í samhengi við öryggi, ekki síst öryggi í Evrópu. Það varðar hag okkar allra að koma á friði í Palestínu. Fyrir utan þann augljósa siðferðislega vinkil sem er á málinu, enda öllum ljóst að verið er að beita hungri sem vopni og alþjóðleg lög margbrotin. Það var þungur tónn í umræðum okkar og ljóst að þolinmæði gagnvart óbreyttu ástandi er á þrotum. Ég lýsti yfir fullum vilja Íslands til að halda þessu samtali áfram og taka þátt í öllum aðgerðum sem mögulega væri hægt að grípa til,“ segir Kristrún í tilkynningu stjórnarráðsins. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Spánn Noregur Lúxemborg Slóvenía Malta Írland Tengdar fréttir Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Utanríkisráðherra Íslands og fimm annarra Evrópuríkja hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kallað er eftir því að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum sínum um að víkka út hernaðaraðgerðir og hafa varanlega viðveru á Gasa. Ráðherrarnir hafna jafnframt „öllum hugmyndum um brottflutning Palestínumanna frá Gaza enda væru það brot á alþjóðalögum,“ segir meðal annars í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu um málið. 7. maí 2025 07:24 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Í yfirlýsingunni segja forsætisráðherrar Íslands, Spánar, Noregs, Írlands, Lúxemborgar, Slóveníu og Möltu að til þessa hafi yfir 50 þúsund manns látið lífið á Gasa og margir til viðbótar muni svelta í hel á komandi dögum ef ekkert verður að gert. Í yfirlýsingunni hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust, stöðva hernaðaraðgerðir á Gasa og tryggja óheftan aðgang hjálpargagna frá alþjóðlegum mannúðarsamtökum inn á svæðið. „Frumkvæði þessa hóps og sá stuðningur við Palestínu sem fram kemur í yfirlýsingunni skiptir mjög miklu máli. Staðan á Gasa er hryllileg, hún versnar með hverjum deginum sem líður, og við getum ekki setið lengur þögul hjá. Þetta er í fyrsta sinn sem yfirlýsing er gefin út á leiðtogastigi og það bendir til þess að afstaðan sé að breytast. Ég bind vonir við að þessi yfirlýsing, ásamt öðrum ferlum sem eru í gangi á alþjóðavettvangi, leiði til stærri skrefa í málum Palestínu,“ segir Kristrún sem er stödd í Tirana í Albaníu á vettvangi EPC (European Political Community). Yfirlýsingin kemur í kjölfar sameiginlegrar yfirlýsingar utanríkisráðherra sex ríkja frá 7. maí síðastliðnum sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra undirritaði. Þar höfnuðu ráðherrarnir öllum hugmyndum um brottflutning Palestínumanna frá Gasa enda væru þær brot á alþjóðalögum. „Við erum að hittast hér í Tirana til að ræða öryggismál í Evrópu en hljóð og mynd þurfa að fara saman. Við erum sammála um að það sem er að gerast á Gasa þurfi að ræða í samhengi við öryggi, ekki síst öryggi í Evrópu. Það varðar hag okkar allra að koma á friði í Palestínu. Fyrir utan þann augljósa siðferðislega vinkil sem er á málinu, enda öllum ljóst að verið er að beita hungri sem vopni og alþjóðleg lög margbrotin. Það var þungur tónn í umræðum okkar og ljóst að þolinmæði gagnvart óbreyttu ástandi er á þrotum. Ég lýsti yfir fullum vilja Íslands til að halda þessu samtali áfram og taka þátt í öllum aðgerðum sem mögulega væri hægt að grípa til,“ segir Kristrún í tilkynningu stjórnarráðsins.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Spánn Noregur Lúxemborg Slóvenía Malta Írland Tengdar fréttir Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Utanríkisráðherra Íslands og fimm annarra Evrópuríkja hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kallað er eftir því að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum sínum um að víkka út hernaðaraðgerðir og hafa varanlega viðveru á Gasa. Ráðherrarnir hafna jafnframt „öllum hugmyndum um brottflutning Palestínumanna frá Gaza enda væru það brot á alþjóðalögum,“ segir meðal annars í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu um málið. 7. maí 2025 07:24 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Utanríkisráðherra Íslands og fimm annarra Evrópuríkja hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kallað er eftir því að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum sínum um að víkka út hernaðaraðgerðir og hafa varanlega viðveru á Gasa. Ráðherrarnir hafna jafnframt „öllum hugmyndum um brottflutning Palestínumanna frá Gaza enda væru það brot á alþjóðalögum,“ segir meðal annars í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu um málið. 7. maí 2025 07:24