Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. maí 2025 12:01 Mikill þungi hefur verið í fíkniefnainnflutningi um Keflavíkurflugvöll á þessu ári. Vísir/Vilhelm Nítján eru í gæsluvarðhaldi hjá Lögreglunni á Suðurnesjum vegna fíkniefnainnflutnings og tólf hafa verið handteknir í tengslum við slík mál frá tíunda apríl. Yfirlögregluþjónn segir að grunur sé um að ákveðinn hópur standi að baki nokkrum málanna. Síðan á miðvikudag hafa tveir verið handteknir í tveimur aðskildum málum vegna gruns um fíkniefnainnflutning á Keflavíkurflugvelli. Fjölmörg slík mál hafa komið upp á þessu ári og má þar nefna þegar átján ára piltur var handtekinn fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni í byrjun apríl og þegar tvær stúlkur, önnur 17 ára og hin 18 ára voru handteknar fyrir innflutning á tuttugu þúsund töflum af gerviópíóðanum nitazene. Báðar rannsóknir eru á lokametrunum. Mikil ákefð í innflutningi Nú eru sextán mál til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum og fjörutíu og eitt opið hjá embættinu. Nítján eru í haldi vegna þeirra. „Það er búin að vera mikil ákefð í innflutningi á fíkniefnum á þessu ári og miðað við það meðaltal sem við erum að sjá núna þá er það talsvert hærra en hefur verið,“ segir Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum en að meðaltali hafa átján verið í gæsluvarðhaldi hjá embættinu á hverjum degi á þessu ári. Augljóst sé að glufa sé á markaðnum. „Það getur sagt okkur ýmislegt, í fyrsta lagi hlýtur eitthvað að vanta í landinu þannig að menn eru að reyna. Og ekki síður er þetta merki um öflugt eftirlit lögreglunnar og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli og bara í kringum landið. Við erum farin að læra mynstur, erum fljótari að bregðast við og alþjóðasamstarfið er að skila okkur auknum árangri í þessum málum.“ Grunur um að málin tengist Lagt hefur verið hald á kókaín, metamfetamínkristala, amfetamín- og kókaínbasa og oxycontin - svo fátt eitt sé nefnt. Bjarney segir að skoða þurfi öll málin í samhengi við hvort annað. Er þá grunur um að einhver þessara mála tengist? „Já, já,“ segir Bjarney. Og að það séu sömu aðilar sem standi þarna að baki? „Allavega einhver hópur aðila, já.“ Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Fíkn Lögreglumál Tengdar fréttir Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk leitar í auknum mæli aðstoðar á Vog vegna fíkniefnaneyslu. Yfirlæknir segist uggandi yfir miklu magni fíkniefna sem flutt sé til landsins, full ástæða sé fyrir fólk að vera á varðbergi, það sé aldrei að vita hvað leynist í fíkniefnum. 15. apríl 2025 19:00 Átján ára með 13 kíló af kókaíni Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir sérstakt að leggja hald á flugfreyjutösku fulla af fíkniefnum, sem ferðast var með í handfarangri. Áætlað götuvirði er um 220 milljónir króna. 14. apríl 2025 19:05 Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Tollverðir á Keflavíkurflugvelli lögðu hald á um tuttugu þúsund lyfseðilsskyldar töflur í síðustu viku sem reynt var að smygla til landsins. 2. apríl 2025 19:54 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Síðan á miðvikudag hafa tveir verið handteknir í tveimur aðskildum málum vegna gruns um fíkniefnainnflutning á Keflavíkurflugvelli. Fjölmörg slík mál hafa komið upp á þessu ári og má þar nefna þegar átján ára piltur var handtekinn fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni í byrjun apríl og þegar tvær stúlkur, önnur 17 ára og hin 18 ára voru handteknar fyrir innflutning á tuttugu þúsund töflum af gerviópíóðanum nitazene. Báðar rannsóknir eru á lokametrunum. Mikil ákefð í innflutningi Nú eru sextán mál til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum og fjörutíu og eitt opið hjá embættinu. Nítján eru í haldi vegna þeirra. „Það er búin að vera mikil ákefð í innflutningi á fíkniefnum á þessu ári og miðað við það meðaltal sem við erum að sjá núna þá er það talsvert hærra en hefur verið,“ segir Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum en að meðaltali hafa átján verið í gæsluvarðhaldi hjá embættinu á hverjum degi á þessu ári. Augljóst sé að glufa sé á markaðnum. „Það getur sagt okkur ýmislegt, í fyrsta lagi hlýtur eitthvað að vanta í landinu þannig að menn eru að reyna. Og ekki síður er þetta merki um öflugt eftirlit lögreglunnar og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli og bara í kringum landið. Við erum farin að læra mynstur, erum fljótari að bregðast við og alþjóðasamstarfið er að skila okkur auknum árangri í þessum málum.“ Grunur um að málin tengist Lagt hefur verið hald á kókaín, metamfetamínkristala, amfetamín- og kókaínbasa og oxycontin - svo fátt eitt sé nefnt. Bjarney segir að skoða þurfi öll málin í samhengi við hvort annað. Er þá grunur um að einhver þessara mála tengist? „Já, já,“ segir Bjarney. Og að það séu sömu aðilar sem standi þarna að baki? „Allavega einhver hópur aðila, já.“
Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Fíkn Lögreglumál Tengdar fréttir Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk leitar í auknum mæli aðstoðar á Vog vegna fíkniefnaneyslu. Yfirlæknir segist uggandi yfir miklu magni fíkniefna sem flutt sé til landsins, full ástæða sé fyrir fólk að vera á varðbergi, það sé aldrei að vita hvað leynist í fíkniefnum. 15. apríl 2025 19:00 Átján ára með 13 kíló af kókaíni Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir sérstakt að leggja hald á flugfreyjutösku fulla af fíkniefnum, sem ferðast var með í handfarangri. Áætlað götuvirði er um 220 milljónir króna. 14. apríl 2025 19:05 Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Tollverðir á Keflavíkurflugvelli lögðu hald á um tuttugu þúsund lyfseðilsskyldar töflur í síðustu viku sem reynt var að smygla til landsins. 2. apríl 2025 19:54 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk leitar í auknum mæli aðstoðar á Vog vegna fíkniefnaneyslu. Yfirlæknir segist uggandi yfir miklu magni fíkniefna sem flutt sé til landsins, full ástæða sé fyrir fólk að vera á varðbergi, það sé aldrei að vita hvað leynist í fíkniefnum. 15. apríl 2025 19:00
Átján ára með 13 kíló af kókaíni Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir sérstakt að leggja hald á flugfreyjutösku fulla af fíkniefnum, sem ferðast var með í handfarangri. Áætlað götuvirði er um 220 milljónir króna. 14. apríl 2025 19:05
Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Tollverðir á Keflavíkurflugvelli lögðu hald á um tuttugu þúsund lyfseðilsskyldar töflur í síðustu viku sem reynt var að smygla til landsins. 2. apríl 2025 19:54