Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. maí 2025 12:01 Mikill þungi hefur verið í fíkniefnainnflutningi um Keflavíkurflugvöll á þessu ári. Vísir/Vilhelm Nítján eru í gæsluvarðhaldi hjá Lögreglunni á Suðurnesjum vegna fíkniefnainnflutnings og tólf hafa verið handteknir í tengslum við slík mál frá tíunda apríl. Yfirlögregluþjónn segir að grunur sé um að ákveðinn hópur standi að baki nokkrum málanna. Síðan á miðvikudag hafa tveir verið handteknir í tveimur aðskildum málum vegna gruns um fíkniefnainnflutning á Keflavíkurflugvelli. Fjölmörg slík mál hafa komið upp á þessu ári og má þar nefna þegar átján ára piltur var handtekinn fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni í byrjun apríl og þegar tvær stúlkur, önnur 17 ára og hin 18 ára voru handteknar fyrir innflutning á tuttugu þúsund töflum af gerviópíóðanum nitazene. Báðar rannsóknir eru á lokametrunum. Mikil ákefð í innflutningi Nú eru sextán mál til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum og fjörutíu og eitt opið hjá embættinu. Nítján eru í haldi vegna þeirra. „Það er búin að vera mikil ákefð í innflutningi á fíkniefnum á þessu ári og miðað við það meðaltal sem við erum að sjá núna þá er það talsvert hærra en hefur verið,“ segir Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum en að meðaltali hafa átján verið í gæsluvarðhaldi hjá embættinu á hverjum degi á þessu ári. Augljóst sé að glufa sé á markaðnum. „Það getur sagt okkur ýmislegt, í fyrsta lagi hlýtur eitthvað að vanta í landinu þannig að menn eru að reyna. Og ekki síður er þetta merki um öflugt eftirlit lögreglunnar og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli og bara í kringum landið. Við erum farin að læra mynstur, erum fljótari að bregðast við og alþjóðasamstarfið er að skila okkur auknum árangri í þessum málum.“ Grunur um að málin tengist Lagt hefur verið hald á kókaín, metamfetamínkristala, amfetamín- og kókaínbasa og oxycontin - svo fátt eitt sé nefnt. Bjarney segir að skoða þurfi öll málin í samhengi við hvort annað. Er þá grunur um að einhver þessara mála tengist? „Já, já,“ segir Bjarney. Og að það séu sömu aðilar sem standi þarna að baki? „Allavega einhver hópur aðila, já.“ Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Fíkn Lögreglumál Tengdar fréttir Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk leitar í auknum mæli aðstoðar á Vog vegna fíkniefnaneyslu. Yfirlæknir segist uggandi yfir miklu magni fíkniefna sem flutt sé til landsins, full ástæða sé fyrir fólk að vera á varðbergi, það sé aldrei að vita hvað leynist í fíkniefnum. 15. apríl 2025 19:00 Átján ára með 13 kíló af kókaíni Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir sérstakt að leggja hald á flugfreyjutösku fulla af fíkniefnum, sem ferðast var með í handfarangri. Áætlað götuvirði er um 220 milljónir króna. 14. apríl 2025 19:05 Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Tollverðir á Keflavíkurflugvelli lögðu hald á um tuttugu þúsund lyfseðilsskyldar töflur í síðustu viku sem reynt var að smygla til landsins. 2. apríl 2025 19:54 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Framsóknarmenn velja sér ritara Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Sjá meira
Síðan á miðvikudag hafa tveir verið handteknir í tveimur aðskildum málum vegna gruns um fíkniefnainnflutning á Keflavíkurflugvelli. Fjölmörg slík mál hafa komið upp á þessu ári og má þar nefna þegar átján ára piltur var handtekinn fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni í byrjun apríl og þegar tvær stúlkur, önnur 17 ára og hin 18 ára voru handteknar fyrir innflutning á tuttugu þúsund töflum af gerviópíóðanum nitazene. Báðar rannsóknir eru á lokametrunum. Mikil ákefð í innflutningi Nú eru sextán mál til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum og fjörutíu og eitt opið hjá embættinu. Nítján eru í haldi vegna þeirra. „Það er búin að vera mikil ákefð í innflutningi á fíkniefnum á þessu ári og miðað við það meðaltal sem við erum að sjá núna þá er það talsvert hærra en hefur verið,“ segir Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum en að meðaltali hafa átján verið í gæsluvarðhaldi hjá embættinu á hverjum degi á þessu ári. Augljóst sé að glufa sé á markaðnum. „Það getur sagt okkur ýmislegt, í fyrsta lagi hlýtur eitthvað að vanta í landinu þannig að menn eru að reyna. Og ekki síður er þetta merki um öflugt eftirlit lögreglunnar og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli og bara í kringum landið. Við erum farin að læra mynstur, erum fljótari að bregðast við og alþjóðasamstarfið er að skila okkur auknum árangri í þessum málum.“ Grunur um að málin tengist Lagt hefur verið hald á kókaín, metamfetamínkristala, amfetamín- og kókaínbasa og oxycontin - svo fátt eitt sé nefnt. Bjarney segir að skoða þurfi öll málin í samhengi við hvort annað. Er þá grunur um að einhver þessara mála tengist? „Já, já,“ segir Bjarney. Og að það séu sömu aðilar sem standi þarna að baki? „Allavega einhver hópur aðila, já.“
Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Fíkn Lögreglumál Tengdar fréttir Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk leitar í auknum mæli aðstoðar á Vog vegna fíkniefnaneyslu. Yfirlæknir segist uggandi yfir miklu magni fíkniefna sem flutt sé til landsins, full ástæða sé fyrir fólk að vera á varðbergi, það sé aldrei að vita hvað leynist í fíkniefnum. 15. apríl 2025 19:00 Átján ára með 13 kíló af kókaíni Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir sérstakt að leggja hald á flugfreyjutösku fulla af fíkniefnum, sem ferðast var með í handfarangri. Áætlað götuvirði er um 220 milljónir króna. 14. apríl 2025 19:05 Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Tollverðir á Keflavíkurflugvelli lögðu hald á um tuttugu þúsund lyfseðilsskyldar töflur í síðustu viku sem reynt var að smygla til landsins. 2. apríl 2025 19:54 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Framsóknarmenn velja sér ritara Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Sjá meira
Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk leitar í auknum mæli aðstoðar á Vog vegna fíkniefnaneyslu. Yfirlæknir segist uggandi yfir miklu magni fíkniefna sem flutt sé til landsins, full ástæða sé fyrir fólk að vera á varðbergi, það sé aldrei að vita hvað leynist í fíkniefnum. 15. apríl 2025 19:00
Átján ára með 13 kíló af kókaíni Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir sérstakt að leggja hald á flugfreyjutösku fulla af fíkniefnum, sem ferðast var með í handfarangri. Áætlað götuvirði er um 220 milljónir króna. 14. apríl 2025 19:05
Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Tollverðir á Keflavíkurflugvelli lögðu hald á um tuttugu þúsund lyfseðilsskyldar töflur í síðustu viku sem reynt var að smygla til landsins. 2. apríl 2025 19:54