Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 15. maí 2025 21:00 Nú erum við að verða vitni að þjóðarmorði í beinni útsendingu. Á tækniöld gætu mál ekki verið skýrari hvað það varðar. Gaza er vettvangurinn og þar standa yfir fólksflutningar, landtaka, árásir á sjúkrahús, sveltun á fólki o.s.frv. Allt er þetta óefað og skýrt fyrir alla þá sem vilja sjá. Og ísraelsk stjórnvöld einfaldlega búin að lýsa þessu yfir. Það á bókstaflega að strauja Gaza og flæma fólk þaðan með illu. Upptökin að öllum þessum hörmungum eru líka ljós, fyrir alla þá sem búa yfir meðalfærni í gúggli. Nei, ekki er það hryðjuverkaárás af hendi Hamas, heldur er þetta búið að vera á dagskrá í 100 ár. Nú er verið að setja síðasta fasann í gang. Lokalausnin er í sjónmáli. Bandaríkin leyfa þessu að gerast og stuðla reyndar meðvitað að þessu. Eru með lamað SÞ í heljargreipum, líkt og með öll samtök og sjálfboðaliða sem reyna að koma bágstöddum á Gaza til hjálpar. Það er beinlínis hörmulegt að horfa upp á þessa grimmd, þessa illsku. Meginstraumsmeðvitund um þetta brjálæði er aðeins að aukast, en allt kemur fyrir ekki. Og þetta verður einfaldlega látið gerast. Sanniði til. Að fólk vogi sér síðan að saka einstaklinga sem hreyfa andmælum við þessum hryllingi um Gyðingaandúð! Skammist ykkar! Þetta er algerlega óþolandi smjörklípa. Hér er eitt ríki, öflugt og besti vinur aðal, að ráðast gegn öðru ríki sem getur ekki borið hönd yfir höfuð sér. Með öllum þeim stríðsklækjum sem þekkst hafa um örófir alda. Það er það sem er að gerast. Hættið að snúa út úr. Horfið, skiljið og bregðist við. Eins og manneskjur! Þar eru engar hendingar hér, heldur meðvituð keyrsla á eyðileggingu, ofbeldi og upprætingu. Allar alþjóðasamþykktir eru ítrekað látnar lönd og leið hjá Ísrael. Morðin, óskapnaðurinn, bjargarleysið, eyðileggingin. Rúmlega 50.000 manns í valnum, 120.000 særðir. Húsnæði teppasprengd og fólk myrt í unnvörpum. Fólk rekið af heimilum, fjölskyldum sundrað. Sjúkrahús hafa verið sérstök skotmörk, einnig sjúkra- og slökkviliðsbílar. Heilbrigðis- sem fréttafólki er meinaður aðgangur að svæðinu. Fólk í leit að mat er skotið á færi. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins eru myrtir blygðunarlaust. Hjálpargögn eru stöðvuð á landamærunum. Allar ályktanir alþjóðastofnanna eru hunsaðar. Mannréttindi eru þver- og mölbrotin, hægri vinstri. En ekkert er aðhafst. Mennska er aldrei valkvæð. Þetta er fólk eins og ég þú og á sinn sjálfsagða rétt til viðunandi lífs. Mótmælum, öll sem eitt, þessum glæpum! Höfundur er tónlistar- og félagsfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Eggert Thoroddsen Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú erum við að verða vitni að þjóðarmorði í beinni útsendingu. Á tækniöld gætu mál ekki verið skýrari hvað það varðar. Gaza er vettvangurinn og þar standa yfir fólksflutningar, landtaka, árásir á sjúkrahús, sveltun á fólki o.s.frv. Allt er þetta óefað og skýrt fyrir alla þá sem vilja sjá. Og ísraelsk stjórnvöld einfaldlega búin að lýsa þessu yfir. Það á bókstaflega að strauja Gaza og flæma fólk þaðan með illu. Upptökin að öllum þessum hörmungum eru líka ljós, fyrir alla þá sem búa yfir meðalfærni í gúggli. Nei, ekki er það hryðjuverkaárás af hendi Hamas, heldur er þetta búið að vera á dagskrá í 100 ár. Nú er verið að setja síðasta fasann í gang. Lokalausnin er í sjónmáli. Bandaríkin leyfa þessu að gerast og stuðla reyndar meðvitað að þessu. Eru með lamað SÞ í heljargreipum, líkt og með öll samtök og sjálfboðaliða sem reyna að koma bágstöddum á Gaza til hjálpar. Það er beinlínis hörmulegt að horfa upp á þessa grimmd, þessa illsku. Meginstraumsmeðvitund um þetta brjálæði er aðeins að aukast, en allt kemur fyrir ekki. Og þetta verður einfaldlega látið gerast. Sanniði til. Að fólk vogi sér síðan að saka einstaklinga sem hreyfa andmælum við þessum hryllingi um Gyðingaandúð! Skammist ykkar! Þetta er algerlega óþolandi smjörklípa. Hér er eitt ríki, öflugt og besti vinur aðal, að ráðast gegn öðru ríki sem getur ekki borið hönd yfir höfuð sér. Með öllum þeim stríðsklækjum sem þekkst hafa um örófir alda. Það er það sem er að gerast. Hættið að snúa út úr. Horfið, skiljið og bregðist við. Eins og manneskjur! Þar eru engar hendingar hér, heldur meðvituð keyrsla á eyðileggingu, ofbeldi og upprætingu. Allar alþjóðasamþykktir eru ítrekað látnar lönd og leið hjá Ísrael. Morðin, óskapnaðurinn, bjargarleysið, eyðileggingin. Rúmlega 50.000 manns í valnum, 120.000 særðir. Húsnæði teppasprengd og fólk myrt í unnvörpum. Fólk rekið af heimilum, fjölskyldum sundrað. Sjúkrahús hafa verið sérstök skotmörk, einnig sjúkra- og slökkviliðsbílar. Heilbrigðis- sem fréttafólki er meinaður aðgangur að svæðinu. Fólk í leit að mat er skotið á færi. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins eru myrtir blygðunarlaust. Hjálpargögn eru stöðvuð á landamærunum. Allar ályktanir alþjóðastofnanna eru hunsaðar. Mannréttindi eru þver- og mölbrotin, hægri vinstri. En ekkert er aðhafst. Mennska er aldrei valkvæð. Þetta er fólk eins og ég þú og á sinn sjálfsagða rétt til viðunandi lífs. Mótmælum, öll sem eitt, þessum glæpum! Höfundur er tónlistar- og félagsfræðingur
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar