Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar 15. maí 2025 16:01 „Ég get ekki annað en velt fyrir mér virðingu þeirra sem leika þennan leik gagnvart tíma fólks sem starfar á Alþingi.“ Svona másar Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sig hása í grein á Vísi fyrr í dag þar sem hún viðurkennir að hún sé enn að reyna að skilja hvernig lýðræðisleg umræða gengur fyrir sig á Alþingi. Og það er ekkert að því. Hún er nýr þingmaður – rétt eins og ég – og saman munum við ná tökum á þessu með tíð og tíma. Yfirlæti ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er slíkt að stjórnarmeirihlutinn kemst ekki yfir það að lýðræðisleg umræða fari yfir höfuð fram um öll fallegu málin þeirra. Svo mjög að er farið loftköstum þegar tekist er á um risastór mál eins og veiðigjöldin og talað um Íslandsmet í málþófi. Þar gleymist þátttaka meirihlutans, sem tók afar virkan þátt í umræðunni þannig samhentur var þingheimur að bæta það met. Á meðan ríkisstjórnin hefur velt fyrir sér öflugum málflutning minnihlutans – eitthvað sem þingmenn voru lýðræðislega kjörnir til að gera – höfum við bent á hversu litla virðingu ríkisstjórnin ber fyrir Alþingi. Svikin loforð, ítrekuð brot á hefðum og venjum, svo ekki sé minnst á mætingu meirihlutans til vinnu á laugardaginn var. Þingfund sem meirihlutinn boðaði til. Ása másar sig hása er hún spyr hvernig þingmenn „sem kjósa að nýta tímann sinn með þessum hætti geti horft framan í fólkið í landinu sem greiðir okkur himinhá laun“. Fólkið í landinu vill að mætt sé til vinnu og að þingmenn taki málin alvarlega. Hún ætti kannski að líta sér nær og spyrja einn þingmann í sínum flokki, hvers vegna hann tók golfmót fram yfir þingfund á laugardaginn var, þegar hið risastóra veiðigjaldamál var til umræðu. Ég spyr mig hvernig þingmenn sem kjósa að nýta tímann sinn með þessum hætti geti horft framan í fólkið í landinu sem greiðir okkur himinhá laun? Hvað finnst þér? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
„Ég get ekki annað en velt fyrir mér virðingu þeirra sem leika þennan leik gagnvart tíma fólks sem starfar á Alþingi.“ Svona másar Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sig hása í grein á Vísi fyrr í dag þar sem hún viðurkennir að hún sé enn að reyna að skilja hvernig lýðræðisleg umræða gengur fyrir sig á Alþingi. Og það er ekkert að því. Hún er nýr þingmaður – rétt eins og ég – og saman munum við ná tökum á þessu með tíð og tíma. Yfirlæti ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er slíkt að stjórnarmeirihlutinn kemst ekki yfir það að lýðræðisleg umræða fari yfir höfuð fram um öll fallegu málin þeirra. Svo mjög að er farið loftköstum þegar tekist er á um risastór mál eins og veiðigjöldin og talað um Íslandsmet í málþófi. Þar gleymist þátttaka meirihlutans, sem tók afar virkan þátt í umræðunni þannig samhentur var þingheimur að bæta það met. Á meðan ríkisstjórnin hefur velt fyrir sér öflugum málflutning minnihlutans – eitthvað sem þingmenn voru lýðræðislega kjörnir til að gera – höfum við bent á hversu litla virðingu ríkisstjórnin ber fyrir Alþingi. Svikin loforð, ítrekuð brot á hefðum og venjum, svo ekki sé minnst á mætingu meirihlutans til vinnu á laugardaginn var. Þingfund sem meirihlutinn boðaði til. Ása másar sig hása er hún spyr hvernig þingmenn „sem kjósa að nýta tímann sinn með þessum hætti geti horft framan í fólkið í landinu sem greiðir okkur himinhá laun“. Fólkið í landinu vill að mætt sé til vinnu og að þingmenn taki málin alvarlega. Hún ætti kannski að líta sér nær og spyrja einn þingmann í sínum flokki, hvers vegna hann tók golfmót fram yfir þingfund á laugardaginn var, þegar hið risastóra veiðigjaldamál var til umræðu. Ég spyr mig hvernig þingmenn sem kjósa að nýta tímann sinn með þessum hætti geti horft framan í fólkið í landinu sem greiðir okkur himinhá laun? Hvað finnst þér? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar