Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Lovísa Arnardóttir skrifar 15. maí 2025 12:59 Úlfar Lúðvíksson var lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann var skipaður í embætti 2020. Vísir/Einar Úlfari Lúðvíkssyni var boðið starf lögreglustjórans á Austurlandi á fundi með ráðherra án þess að þurfa að sækja starfið gegn því að hann myndi láta af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Úlfar afþakkaði það á fundi og lét svo af störfum sem lögreglustjóri. Frá þessu er greint á vef mbl.is og er vísað í fundargerð af fundi ráðherra og lögreglustjórans. Eins og greint var frá í fyrradag lét Úlfar sjálfur af störfum sem lögreglustjóri eftir að hafa verið kallaður á fund Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra og tilkynnt að auglýsa ætti stöðu lögreglustjórans á Suðurnesjum eins og lög kveði á um að eigi að gera á fimm ára fresti. Í frétt mbl.is kemur fram að honum hafi á sama tíma verið boðin staða lögreglustjórans á Austurlandi en Margrét María Sigurðardóttir, fyrrverandi lögreglustjóri, var nýlega skipuð í embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands til fimm ára. Staðan var því laus. Sjá einnig: Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Í frétt mbl um málið er vísað til þess að á fundi ráðherra hafi Þorbjörg sérstaklega tekið fram að ákvörðunin um að auglýsa tengdist ekki með neinum hætti frammistöðu Úlfars í embætti. hún hafi vísað til yfirvofandi breytingar á störfum embættisins vegna uppbyggingar brottfarar- og móttökustöðvar fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á næsta ári. Til skoðunar væri einnig að flytja heimferða- og fylgdadeild ríkislögreglustjóra, áður stoðdeild ríkislögreglustjóra, til embættisins. Því hafi verið réttast að auglýsa embættið þegar skipunartími hans átti að renna út í nóvember. Vildi ekki fara á Austurland Úlfar hafi eftir það tilkynnt þeim að hann myndi ekki vilja taka við stöðunni á Austurlandi og það væri betra að hann myndi láta af störfum sem fyrst, við vikulok síðasta lagi. Hann eigi rétt á launum út skipunartímann, auk sex mánaða í viðbót verði hann ekki skipaður aftur, en stingur upp á því að gerður verði við hann starfslokasamningur, svo hann missi ekki af þessum kjörum. Samkvæmt fundargerð, og frétt mbl, segir Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri, sem ritar fundargerðina, að „ekki ætti að vera ómögulegt“ að fallast á þá beiðni. Samkvæmt frétt mbl var gerður starfslokasamningur við Úlfar daginn eftir. Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flóttafólk á Íslandi Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Vogar Suðurnesjabær Mannréttindi Tengdar fréttir Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Stjórnsýslufræðingur telur líkur á að afsögn Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum tengist útlendingapólitík. Hann segir framvinduna undanfarna daga óvenjulega. 14. maí 2025 19:58 Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eftir að Úlfar Lúðvíksson baðst lausnar. Hún segir embættið víðamikið og áskoranirnar margar en er jafnframt þakklát fyrir traustið. 13. maí 2025 20:35 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Eins og greint var frá í fyrradag lét Úlfar sjálfur af störfum sem lögreglustjóri eftir að hafa verið kallaður á fund Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra og tilkynnt að auglýsa ætti stöðu lögreglustjórans á Suðurnesjum eins og lög kveði á um að eigi að gera á fimm ára fresti. Í frétt mbl.is kemur fram að honum hafi á sama tíma verið boðin staða lögreglustjórans á Austurlandi en Margrét María Sigurðardóttir, fyrrverandi lögreglustjóri, var nýlega skipuð í embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands til fimm ára. Staðan var því laus. Sjá einnig: Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Í frétt mbl um málið er vísað til þess að á fundi ráðherra hafi Þorbjörg sérstaklega tekið fram að ákvörðunin um að auglýsa tengdist ekki með neinum hætti frammistöðu Úlfars í embætti. hún hafi vísað til yfirvofandi breytingar á störfum embættisins vegna uppbyggingar brottfarar- og móttökustöðvar fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á næsta ári. Til skoðunar væri einnig að flytja heimferða- og fylgdadeild ríkislögreglustjóra, áður stoðdeild ríkislögreglustjóra, til embættisins. Því hafi verið réttast að auglýsa embættið þegar skipunartími hans átti að renna út í nóvember. Vildi ekki fara á Austurland Úlfar hafi eftir það tilkynnt þeim að hann myndi ekki vilja taka við stöðunni á Austurlandi og það væri betra að hann myndi láta af störfum sem fyrst, við vikulok síðasta lagi. Hann eigi rétt á launum út skipunartímann, auk sex mánaða í viðbót verði hann ekki skipaður aftur, en stingur upp á því að gerður verði við hann starfslokasamningur, svo hann missi ekki af þessum kjörum. Samkvæmt fundargerð, og frétt mbl, segir Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri, sem ritar fundargerðina, að „ekki ætti að vera ómögulegt“ að fallast á þá beiðni. Samkvæmt frétt mbl var gerður starfslokasamningur við Úlfar daginn eftir.
Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flóttafólk á Íslandi Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Vogar Suðurnesjabær Mannréttindi Tengdar fréttir Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Stjórnsýslufræðingur telur líkur á að afsögn Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum tengist útlendingapólitík. Hann segir framvinduna undanfarna daga óvenjulega. 14. maí 2025 19:58 Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eftir að Úlfar Lúðvíksson baðst lausnar. Hún segir embættið víðamikið og áskoranirnar margar en er jafnframt þakklát fyrir traustið. 13. maí 2025 20:35 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Stjórnsýslufræðingur telur líkur á að afsögn Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum tengist útlendingapólitík. Hann segir framvinduna undanfarna daga óvenjulega. 14. maí 2025 19:58
Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37
„Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eftir að Úlfar Lúðvíksson baðst lausnar. Hún segir embættið víðamikið og áskoranirnar margar en er jafnframt þakklát fyrir traustið. 13. maí 2025 20:35