Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2025 13:11 Ferðamenn fylgjast með ís hrynja úr Perito Moreno-skriðjöklinum af útsýnispalli. Vísir/Getty Framtíð Perito Moreno-skriðjökulsins í Patagóníu veldur vísindamönnum og ferðaþjónustufólki vaxandi áhyggjum. Jökullinn kelfir nú hraðar en áður en hafði þar til nýlega staðið hnattræna hlýnun betur af sér en margir aðrir. Perito Moreno-skriðjökullinn gengur niður úr Patagóníuísbreiðunni, þeirri þriðju stærstu á jörðinni, í Argentínuvatn í argentínska hluta Patagóníu. Ferðamenn flykkjast þangað til að berja tuga metra háan og þverhníptan jaðar jökulsins augum, vongóðir um að sjá brot úr honum brotna og skella í vatnið. Nú segja jöklafræðingar og leiðsögumenn á svæðinu við Reuters-fréttastofuna að jökullinn kelfi hraðar og stærri brot hrynji úr honum en síðustu áratugi. „Kelfingarviðburðir af þessari stærð hafa ekki verið mjög algengir í Perito Moreno-jöklinum síðustu tuttugu árin. Það er bara síðustu fjögur til sex árin sem við höfum byrjaði að sjá borgarísjaka af þessari stærð,“ sagði Pablo Quinteros, leiðsögumaður við Jöklaþjóðgarðinn sem Perito Moreno tilheyrir í síðasta mánuði. Tröllvaxinn klumpur hrinur úr jaðri Perito Moreno-skriðjökulsins í argentínska hluta Patagóníu.Vísir/Getty Vísaði hann þar til allt að sjötíu metra hárra ísblokka sem fréttamenn Reuters sáu hrynja úr rönd jökulsins út í Argentínuvatn. Tók tíma að finna fyrir loftslagsbreytingunum Lucas Ruiz, argentínskur jöklafræðingur, segir að jökullinn hafi haldið velli meira eða minna undanfarin áttatíu ár sem sé óvenjulegt. Frá 2020 hafi hluti jökulsins hins vegar byrjað að hörfa. Hann gæti enn náð vopnum sínum aftur eins og hann hafi gert áður en hætta sé á að það herði frekar á hopinu en hitt. Frá 2015 hefur jökullinn stöðugt tapað massa. Loftslag við jökulinn hefur hlýnað um 0,06 gráður á áratug og dregið hefur úr úrkomu þannig að hann á erfiðara að bæta sér upp þann ís sem bráðnar og kelfir. „Málið með Perito Moreno er að það tók smá tíma fyrir hann að finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, ef svo má segja. Breytingarnar sem við sjáum núna sýna greinilega að þeim öflum sem takast þarna á hefur verið raskað og að jökullinn tapar núna bæði massa og flatarmáli,“ sagði Ruiz. Jöklar á jörðinni hopa nú hraðar en nokkru sinni áður í mælingarsögunni vegna þeirrar hnattræn hlýnunar sem menn valda nú með stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum. Íslenskir jöklar rýrna hraðar en flestir aðrir. Argentína Loftslagsmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Perito Moreno-skriðjökullinn gengur niður úr Patagóníuísbreiðunni, þeirri þriðju stærstu á jörðinni, í Argentínuvatn í argentínska hluta Patagóníu. Ferðamenn flykkjast þangað til að berja tuga metra háan og þverhníptan jaðar jökulsins augum, vongóðir um að sjá brot úr honum brotna og skella í vatnið. Nú segja jöklafræðingar og leiðsögumenn á svæðinu við Reuters-fréttastofuna að jökullinn kelfi hraðar og stærri brot hrynji úr honum en síðustu áratugi. „Kelfingarviðburðir af þessari stærð hafa ekki verið mjög algengir í Perito Moreno-jöklinum síðustu tuttugu árin. Það er bara síðustu fjögur til sex árin sem við höfum byrjaði að sjá borgarísjaka af þessari stærð,“ sagði Pablo Quinteros, leiðsögumaður við Jöklaþjóðgarðinn sem Perito Moreno tilheyrir í síðasta mánuði. Tröllvaxinn klumpur hrinur úr jaðri Perito Moreno-skriðjökulsins í argentínska hluta Patagóníu.Vísir/Getty Vísaði hann þar til allt að sjötíu metra hárra ísblokka sem fréttamenn Reuters sáu hrynja úr rönd jökulsins út í Argentínuvatn. Tók tíma að finna fyrir loftslagsbreytingunum Lucas Ruiz, argentínskur jöklafræðingur, segir að jökullinn hafi haldið velli meira eða minna undanfarin áttatíu ár sem sé óvenjulegt. Frá 2020 hafi hluti jökulsins hins vegar byrjað að hörfa. Hann gæti enn náð vopnum sínum aftur eins og hann hafi gert áður en hætta sé á að það herði frekar á hopinu en hitt. Frá 2015 hefur jökullinn stöðugt tapað massa. Loftslag við jökulinn hefur hlýnað um 0,06 gráður á áratug og dregið hefur úr úrkomu þannig að hann á erfiðara að bæta sér upp þann ís sem bráðnar og kelfir. „Málið með Perito Moreno er að það tók smá tíma fyrir hann að finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, ef svo má segja. Breytingarnar sem við sjáum núna sýna greinilega að þeim öflum sem takast þarna á hefur verið raskað og að jökullinn tapar núna bæði massa og flatarmáli,“ sagði Ruiz. Jöklar á jörðinni hopa nú hraðar en nokkru sinni áður í mælingarsögunni vegna þeirrar hnattræn hlýnunar sem menn valda nú með stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum. Íslenskir jöklar rýrna hraðar en flestir aðrir.
Argentína Loftslagsmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira