Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar 15. maí 2025 12:02 Víðast hvar má núorðið greiða með kortum og gjaldeyrir því nánast orðinn óþarfi á ferðalögum. Stundum er þó skynsamlegt að vera með gjaldeyri á sér til öryggis. Skemmst er að minnast óvænts rafmagnsleysis á Spáni og í Portúgal sem varð til þess að ekki var hægt að greiða með kortum. Einnig geta komið upp aðstæður þar sem kortið bara virkar ekki eða söluaðilar vöru eða þjónustu kjósa frekar að fá greitt í peningum, til að mynda leigubílstjórar eða veitingastaðir. Margir kjósa einnig að gefa þjórfé með peningum. Forðastu fjölfarna ferðamannastaði og flugvelli þegar gjaldeyrir er keyptur Þegar þú kaupir gjaldeyri selur bankinn eða söluaðilinn þér hann á sölugengi seðlagengis. Ef þú kýst að selja erlenda seðla eru þeir keyptir á kaupgengi seðlagengis. Athugaðu að kanna fyrst hvort sú mynt, sem þú hefur hug á að kaupa eða selja, er örugglega í boði hjá viðkomandi þjónustuaðila. Skoðaðu einnig vel hvaða gengi er í boði áður en erlendir seðlar eru keyptir því að kjörin geta verið mjög misjöfn. Allajafna er dýrt að kaupa seðla á flugvöllum, bæði hér heima og í útlöndum, og eins í „götubönkum“ erlendis. Oft bætast við þóknanir hjá slíkum aðilum sem eiga það til að vera mjög háar. Betra að skipta á milli erlendra gjaldmiðla í viðkomandi löndum Ef þú átt erlendan gjaldeyri, t.d. Bandaríkjadali (USD) sem þú vilt skipta í evrur (EUR), er sennilega best fyrir þig að skipta dollurunum beint í evrur í evrulandinu því þá er einvörðungu USD/EUR gengi notað. Ef þessi skipti eru framkvæmd hér á landi (eða í landi sem er með annan gjaldmiðil en evru eða dollara) þarf alltaf fyrst að selja dollarana og kaupa íslenskar krónur sem svo þarf að selja aftur til að kaupa evrurnar. Þetta þýðir að greitt er tvisvar fyrir gjaldeyrisviðskiptin. Því er betra að skipta á milli erlendra gjaldmiðla í viðeigandi löndum. Jafnframt er rétt að forðast að skipta á flugvöllum eða fjölförnum stöðum þar sem það er oft mun dýrara. Líklega er hagstæðast að nýta bankaútibú ef kostur er. Þegar kort eru notuð erlendis er oftast hagstæðast að velja erlendu myntina Þegar verslað er erlendis með korti er úttektarupphæðin umreiknuð í íslenskar krónur. Gengi helstu gjaldmiðla í kortaviðskiptum má finna á heimasíðu eða appi þess banka sem gefur út kortið. Þegar gengi er skoðað skal miða útreikning við kortagengi og sölugengi. Stundum er hægt að velja á milli þess að greiða í íslenskum krónum eða gjaldmiðli þess lands sem þú ert í þegar verslað er erlendis. Berðu saman kjörin áður en þú ákveður í hvaða mynt viðskiptin eiga að fara fram. Oftast er mun hagkvæmara að versla í erlendu myntinni. Hvernig er best að nýta hraðbanka Margir nýta sér hraðbankaþjónustu til að nálgast reiðufé erlendis. Gott er að hafa í huga að greiða þarf fyrir slíka þjónustu. Vel staðsettir hraðbankar á fjölförnum ferðamannastöðum eru yfirleitt dýrir og það á einnig við um hraðbanka á flugvöllum, bæði hér heima og erlendis. Hraðbankar í bankaútibúum eru oftast ódýrari og einnig öruggari kostur. Varast skal að greiða fyrir reiðufjárúttektina í íslenskum krónum án þess að kynna sér fyrst vel gengið sem hraðbankinn býður upp á. Hér gildir einnig að það er oftast mun dýrara að velja íslenskar krónur en erlendu myntina. Flestir bankar innheimta einnig gjald þegar kort frá þeim er notað til úttekta í hraðbanka. Það er til dæmis oft hagkvæmara að nota debetkortið en kreditkortið þegar taka á út pening í hraðbanka og jafnframt oft ódýrara að taka út stærri upphæð í einni færslu en margar litlar þar sem lágmarksþóknun er oft tekin fyrir hverja úttekt. Að lokum má benda á að ef þig vantar reiðufé hér innanlands er best að nota debetkort og hraðbanka þess banka sem gefur út debetkortið. Að jafnaði er ekkert gjald tekið af slíkum úttektum. Höfundur er vörustjóri korta hjá Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arion banki Ferðalög Greiðslumiðlun Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Víðast hvar má núorðið greiða með kortum og gjaldeyrir því nánast orðinn óþarfi á ferðalögum. Stundum er þó skynsamlegt að vera með gjaldeyri á sér til öryggis. Skemmst er að minnast óvænts rafmagnsleysis á Spáni og í Portúgal sem varð til þess að ekki var hægt að greiða með kortum. Einnig geta komið upp aðstæður þar sem kortið bara virkar ekki eða söluaðilar vöru eða þjónustu kjósa frekar að fá greitt í peningum, til að mynda leigubílstjórar eða veitingastaðir. Margir kjósa einnig að gefa þjórfé með peningum. Forðastu fjölfarna ferðamannastaði og flugvelli þegar gjaldeyrir er keyptur Þegar þú kaupir gjaldeyri selur bankinn eða söluaðilinn þér hann á sölugengi seðlagengis. Ef þú kýst að selja erlenda seðla eru þeir keyptir á kaupgengi seðlagengis. Athugaðu að kanna fyrst hvort sú mynt, sem þú hefur hug á að kaupa eða selja, er örugglega í boði hjá viðkomandi þjónustuaðila. Skoðaðu einnig vel hvaða gengi er í boði áður en erlendir seðlar eru keyptir því að kjörin geta verið mjög misjöfn. Allajafna er dýrt að kaupa seðla á flugvöllum, bæði hér heima og í útlöndum, og eins í „götubönkum“ erlendis. Oft bætast við þóknanir hjá slíkum aðilum sem eiga það til að vera mjög háar. Betra að skipta á milli erlendra gjaldmiðla í viðkomandi löndum Ef þú átt erlendan gjaldeyri, t.d. Bandaríkjadali (USD) sem þú vilt skipta í evrur (EUR), er sennilega best fyrir þig að skipta dollurunum beint í evrur í evrulandinu því þá er einvörðungu USD/EUR gengi notað. Ef þessi skipti eru framkvæmd hér á landi (eða í landi sem er með annan gjaldmiðil en evru eða dollara) þarf alltaf fyrst að selja dollarana og kaupa íslenskar krónur sem svo þarf að selja aftur til að kaupa evrurnar. Þetta þýðir að greitt er tvisvar fyrir gjaldeyrisviðskiptin. Því er betra að skipta á milli erlendra gjaldmiðla í viðeigandi löndum. Jafnframt er rétt að forðast að skipta á flugvöllum eða fjölförnum stöðum þar sem það er oft mun dýrara. Líklega er hagstæðast að nýta bankaútibú ef kostur er. Þegar kort eru notuð erlendis er oftast hagstæðast að velja erlendu myntina Þegar verslað er erlendis með korti er úttektarupphæðin umreiknuð í íslenskar krónur. Gengi helstu gjaldmiðla í kortaviðskiptum má finna á heimasíðu eða appi þess banka sem gefur út kortið. Þegar gengi er skoðað skal miða útreikning við kortagengi og sölugengi. Stundum er hægt að velja á milli þess að greiða í íslenskum krónum eða gjaldmiðli þess lands sem þú ert í þegar verslað er erlendis. Berðu saman kjörin áður en þú ákveður í hvaða mynt viðskiptin eiga að fara fram. Oftast er mun hagkvæmara að versla í erlendu myntinni. Hvernig er best að nýta hraðbanka Margir nýta sér hraðbankaþjónustu til að nálgast reiðufé erlendis. Gott er að hafa í huga að greiða þarf fyrir slíka þjónustu. Vel staðsettir hraðbankar á fjölförnum ferðamannastöðum eru yfirleitt dýrir og það á einnig við um hraðbanka á flugvöllum, bæði hér heima og erlendis. Hraðbankar í bankaútibúum eru oftast ódýrari og einnig öruggari kostur. Varast skal að greiða fyrir reiðufjárúttektina í íslenskum krónum án þess að kynna sér fyrst vel gengið sem hraðbankinn býður upp á. Hér gildir einnig að það er oftast mun dýrara að velja íslenskar krónur en erlendu myntina. Flestir bankar innheimta einnig gjald þegar kort frá þeim er notað til úttekta í hraðbanka. Það er til dæmis oft hagkvæmara að nota debetkortið en kreditkortið þegar taka á út pening í hraðbanka og jafnframt oft ódýrara að taka út stærri upphæð í einni færslu en margar litlar þar sem lágmarksþóknun er oft tekin fyrir hverja úttekt. Að lokum má benda á að ef þig vantar reiðufé hér innanlands er best að nota debetkort og hraðbanka þess banka sem gefur út debetkortið. Að jafnaði er ekkert gjald tekið af slíkum úttektum. Höfundur er vörustjóri korta hjá Arion banka.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun