Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Bjarki Sigurðsson skrifar 11. maí 2025 23:01 Væb-bræður heilla. Getty Bræðurnir í Væb og föruneyti þeirra eru algjörar stórstjörnur á Eurovision í Basel, miðað við áhuga fjölmiðla á þeim og fagnaðarláta þegar þeir mæta á svæðið. Síðustu ár hefur það verið hluti af opnunarhátíð Eurovision að keppendur gangi svokallaðan túrkis dregil þar sem gestir og gangandi geta hvatt þau til dáða. Nafn dregilsins er væntanlega komið til vegna þess að dregillinn sem gengið er eftir er túrkisblár. Í ár var hlutunum háttað öðruvísi en venjulega og í raun ekið eftir lengsta dregli Eurovision-sögunnar. Aksturinn hófst við Rathaus Basel, ráðhúsið í Basel, og endaði í Eurovision-þorpinu þar sem keppendur lentu í fanginu á fjölmiðlum sem höfðu beðið heillengi eftir þeim. Fréttastofa náði tali af nokkrum keppendum en vegna nýs fyrirkomulags voru viðtölin heldur færri en venjan er. Fjölmiðlum var skipt í sjö flokka og var fréttamaður í sjötta flokki, næst„lélegasta” flokknum. Keppendur fóru í gegnum alla flokkana í dagskrá sem hófst klukkan 14, en þá voru íslenskir fjölmiðlar einmitt komnir á sinn stað. Það var ekki fyrr en tæpum þremur tímum síðar sem sjötti flokkur fékk sitt fyrsta viðtal. Þá voru fjölmiðlar orðnir afar þreyttir á biðinni og keppendur enn þreyttari eftir að hafa klárað fimm flokka á undan. Því voru fjölmargir sem yfirgáfu dregilinn áður en sjötti flokkurinn fékk séns. Nokkrir slepptu líka hluta sjötta flokks til að gefa sjöunda flokknum (miðlar sem sérhæfa sig í Eurovision, bloggarar og fleiri) nokkur viðtöl. Þreytan lét flesta þó ekki stoppa sig og kláraðu dæmið með stæl, til að mynda Væb-bræðurnir og hópurinn þeirra. Allir sem vildu ræða við þá fengu viðtal og það var alveg sama hvað þeir voru búnir að vera lengi að, þeir voru alltaf jafn hressir og til í stuðið. Fjölmiðlamenn um allan heim virðast dýrka hópinn, því það var enginn sem fékk lófatak þegar gengið var inn í sjötta flokkinn, nema Væb-ararnir. Sannkallaðar stórstjörnur hér í Basel. Hér fyrir neðan má sjá þau viðtöl sem fréttamaður náði á túrkis dreglinum í ár. Eurovision Sviss Íslendingar erlendis Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira
Síðustu ár hefur það verið hluti af opnunarhátíð Eurovision að keppendur gangi svokallaðan túrkis dregil þar sem gestir og gangandi geta hvatt þau til dáða. Nafn dregilsins er væntanlega komið til vegna þess að dregillinn sem gengið er eftir er túrkisblár. Í ár var hlutunum háttað öðruvísi en venjulega og í raun ekið eftir lengsta dregli Eurovision-sögunnar. Aksturinn hófst við Rathaus Basel, ráðhúsið í Basel, og endaði í Eurovision-þorpinu þar sem keppendur lentu í fanginu á fjölmiðlum sem höfðu beðið heillengi eftir þeim. Fréttastofa náði tali af nokkrum keppendum en vegna nýs fyrirkomulags voru viðtölin heldur færri en venjan er. Fjölmiðlum var skipt í sjö flokka og var fréttamaður í sjötta flokki, næst„lélegasta” flokknum. Keppendur fóru í gegnum alla flokkana í dagskrá sem hófst klukkan 14, en þá voru íslenskir fjölmiðlar einmitt komnir á sinn stað. Það var ekki fyrr en tæpum þremur tímum síðar sem sjötti flokkur fékk sitt fyrsta viðtal. Þá voru fjölmiðlar orðnir afar þreyttir á biðinni og keppendur enn þreyttari eftir að hafa klárað fimm flokka á undan. Því voru fjölmargir sem yfirgáfu dregilinn áður en sjötti flokkurinn fékk séns. Nokkrir slepptu líka hluta sjötta flokks til að gefa sjöunda flokknum (miðlar sem sérhæfa sig í Eurovision, bloggarar og fleiri) nokkur viðtöl. Þreytan lét flesta þó ekki stoppa sig og kláraðu dæmið með stæl, til að mynda Væb-bræðurnir og hópurinn þeirra. Allir sem vildu ræða við þá fengu viðtal og það var alveg sama hvað þeir voru búnir að vera lengi að, þeir voru alltaf jafn hressir og til í stuðið. Fjölmiðlamenn um allan heim virðast dýrka hópinn, því það var enginn sem fékk lófatak þegar gengið var inn í sjötta flokkinn, nema Væb-ararnir. Sannkallaðar stórstjörnur hér í Basel. Hér fyrir neðan má sjá þau viðtöl sem fréttamaður náði á túrkis dreglinum í ár.
Eurovision Sviss Íslendingar erlendis Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira