Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. maí 2025 09:00 Dagur Evrópusambandsins var í gær 9. maí en þann dag árið 1950 flutti Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, ávarp sem markaði upphafið að sambandinu eins og við þekkjum það í dag. Þar kallaði Schuman eftir því að kola- og stálframleiðsla Evrópuríkja yrði sett undir eina yfirþjóðlega stjórn sem yrði fyrsta skrefið á þeirri vegferð að til yrði að lokum evrópskt sambandsríki. Síðan hafa jafnt og þétt verið tekin sífellt fleiri skref í þá átt. „Sameiginleg kola- og stálframleiðslu mun þegar í stað að leggja sameiginlegan grunn að efnahagsþróun sem fyrsta skrefið í átt að evrópsku sambandsríki,“ segir þannig í ávarpinu. Forystumenn í röðum hérlendra Evrópusambandssinna minnast dagsins árlega og skírskota til Schuman-ávarpsins og var gærdagurinn þar engin undantekning. Hins vegar minnast þeir iðulega einungis á fyrsta skrefið í þeim efnum en ekki lokamarkmiðsins. Það tala þeir ekki um. Meðal þess sem þróun Evrópusambandsins í átt að einu sambandsríki hefur falið í sér er að vægi ríkja þess við ákvarðanatökur hefur í vaxandi mæli tekið mið af íbúafjölda þeirra í stað þess að þau sitji jafnfætis við sama borð eins og allajafna þegar um alþjóðastofnanir er að ræða. Eitt ríki, eitt atkvæði. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði vægi landsins á þingi þess á við hálfan þingmann á Alþingi og í ráðherraráðinu einungis á við 5% af alþingismanni. Væntanlega segir það sig sjálft að við slíkar aðstæður hefðu fulltrúar íslenzkra kjósenda ekki mikið um málin að segja. Þar á meðal til dæmis um sjávarútvegs- og orkumál og langflesta aðra málaflokka. Við yrðum eftirleiðis að vona að ákvarðanir sem teknar væru á vettvangi Evrópusambandsins hentuðu okkar hagsmunum jafnvel þó þær yrðu eðli málsins samkvæmt seint teknar með þá í huga. Við værum einfaldlega ekki lengur við stýrið í þeim efnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Orkumál Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Dagur Evrópusambandsins var í gær 9. maí en þann dag árið 1950 flutti Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, ávarp sem markaði upphafið að sambandinu eins og við þekkjum það í dag. Þar kallaði Schuman eftir því að kola- og stálframleiðsla Evrópuríkja yrði sett undir eina yfirþjóðlega stjórn sem yrði fyrsta skrefið á þeirri vegferð að til yrði að lokum evrópskt sambandsríki. Síðan hafa jafnt og þétt verið tekin sífellt fleiri skref í þá átt. „Sameiginleg kola- og stálframleiðslu mun þegar í stað að leggja sameiginlegan grunn að efnahagsþróun sem fyrsta skrefið í átt að evrópsku sambandsríki,“ segir þannig í ávarpinu. Forystumenn í röðum hérlendra Evrópusambandssinna minnast dagsins árlega og skírskota til Schuman-ávarpsins og var gærdagurinn þar engin undantekning. Hins vegar minnast þeir iðulega einungis á fyrsta skrefið í þeim efnum en ekki lokamarkmiðsins. Það tala þeir ekki um. Meðal þess sem þróun Evrópusambandsins í átt að einu sambandsríki hefur falið í sér er að vægi ríkja þess við ákvarðanatökur hefur í vaxandi mæli tekið mið af íbúafjölda þeirra í stað þess að þau sitji jafnfætis við sama borð eins og allajafna þegar um alþjóðastofnanir er að ræða. Eitt ríki, eitt atkvæði. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði vægi landsins á þingi þess á við hálfan þingmann á Alþingi og í ráðherraráðinu einungis á við 5% af alþingismanni. Væntanlega segir það sig sjálft að við slíkar aðstæður hefðu fulltrúar íslenzkra kjósenda ekki mikið um málin að segja. Þar á meðal til dæmis um sjávarútvegs- og orkumál og langflesta aðra málaflokka. Við yrðum eftirleiðis að vona að ákvarðanir sem teknar væru á vettvangi Evrópusambandsins hentuðu okkar hagsmunum jafnvel þó þær yrðu eðli málsins samkvæmt seint teknar með þá í huga. Við værum einfaldlega ekki lengur við stýrið í þeim efnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun