Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar 9. maí 2025 23:00 Undanfarnar vikur hafa íbúar Suðurnesjabæjar verið dregnir inn í mál sem hefur reynst bæði flókið og misvísandi. Boðað hefur verið til kosningar meðal félagsmanna íþróttafélaganna Reynis og Víðis um stofnun nýs íþróttafélags. En er kosningin í raun aðeins um nýtt íþróttafélag, eða eru önnur og stærri mál falin bak við tjöldin? Hér verður reynt að upplýsa málið af fullri hreinskilni og ábyrgð. Kosning um nýtt íþróttafélag – Hvað felst raunverulega í kosningunni? Íbúar Suðurnesjabæjar standa frammi fyrir mikilli ákvörðun mánudaginn 12. maí næstkomandi. Þá kjósa félagsmenn Reynis og Víðis um stofnun nýs íþróttafélags. Kosningin snýst þó ekki eingöngu um stofnun nýs félags, heldur fyrst og fremst um staðsetningu nýs gervigrasvallar í sveitarfélaginu. Er verið að blekkja íbúa með misvísandi upplýsingum? Valkostagreiningar og faglegt mat Framkvæmdir á nýjum gervigrasvelli hafa verið í ítarlegri undirbúningsvinnu lengi. Greiningar Verkfræðistofunnar Verkís leiddu til þess að hagkvæmasti kosturinn væri að staðsetja völlinn á aðalvellinum í Sandgerði. Mismunurinn á kostnaði milli malarvallarins í Garði og aðalvallarins í Sandgerði nemur samkvæmt þessum greiningum 124 milljónum króna í vil Sandgerðis. Í Sandgerði er einnig fyrir hendi fullbúin stúka fyrir 344 áhorfendur og þar eru 40 fleiri iðkendur. Stofnun félagsins og staðsetning vallarins – Tengt með ásetningi? Þann 22. júlí 2024 hófst formlegt ferli hjá bæjarráði Suðurnesjabæjar með því að fela bæjarstjóra að hefja viðræður um hönnun vallar í Sandgerði. Hins vegar kom í október sama ár fram erindi frá Reyni og Víði um stofnun nýs félags sem gerir ráð fyrir nýrri staðsetningu á malarvellinum í Garði. Það er vert að íhuga af hverju staðsetningarbreytingin er nú sett fram sem sjálfsögð forsenda hins nýja félags. Áfangaskýrsla og upplýsingaleynd Á undanförnum fundum var kynnt áfangaskýrsla um stofnun hins nýja félags. Það er sláandi að sjá að ekki var minnst á að samhliða stofnun félagsins væri verið að snúa við fyrri ákvörðun bæjarstjórnar frá 5. júní 2024 með verulegum kostnaðarauka upp á allt að 300 milljónir króna vegna nauðsynlegrar uppbyggingar nýrrar stúku í Garði. Kosningin – Upplýst val eða blekking? Formaður Reynis hefur nú staðfest opinberlega að kosningin sé um staðsetningu vallarins: ·„Já“ merkir að völlurinn verði staðsettur á malarvellinum í Garði. ·„Nei“ merkir að fyrri ákvörðun bæjarstjórnar frá 5. júní 2024 stendur og völlurinn verði í Sandgerði. ·Til að snúa við fyrri ákvörðun þarf 2/3 hluta atkvæða. Fjárhagsleg ábyrgð – Hvað mun þetta kosta? Bæjarfulltrúi meirihlutans hefur viðurkennt að verði völlurinn færður til Garðs muni það draga úr notkun svæðisins í Sandgerði. Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna til viðbótar, samkvæmt útreikningum Verkís. Sannleikurinn skiptir máli Það er grundvallaratriði að íbúar séu upplýstir um að kosningin varðar ekki aðeins nýtt íþróttafélag heldur einnig fjárhagslega ábyrgð sveitarfélagsins og trúverðugleika bæjarstjórnarinnar. Það er kominn tími á gagnsæi og heiðarleika gagnvart íbúum. Íbúar eiga rétt á sannleikanum – því annars, til hvers þá að segja satt? Höfundur er fyrrverandi formann knattspyrnudeildar Reynis og íbúa í Suðurnesjabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fótbolti Suðurnesjabær Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa íbúar Suðurnesjabæjar verið dregnir inn í mál sem hefur reynst bæði flókið og misvísandi. Boðað hefur verið til kosningar meðal félagsmanna íþróttafélaganna Reynis og Víðis um stofnun nýs íþróttafélags. En er kosningin í raun aðeins um nýtt íþróttafélag, eða eru önnur og stærri mál falin bak við tjöldin? Hér verður reynt að upplýsa málið af fullri hreinskilni og ábyrgð. Kosning um nýtt íþróttafélag – Hvað felst raunverulega í kosningunni? Íbúar Suðurnesjabæjar standa frammi fyrir mikilli ákvörðun mánudaginn 12. maí næstkomandi. Þá kjósa félagsmenn Reynis og Víðis um stofnun nýs íþróttafélags. Kosningin snýst þó ekki eingöngu um stofnun nýs félags, heldur fyrst og fremst um staðsetningu nýs gervigrasvallar í sveitarfélaginu. Er verið að blekkja íbúa með misvísandi upplýsingum? Valkostagreiningar og faglegt mat Framkvæmdir á nýjum gervigrasvelli hafa verið í ítarlegri undirbúningsvinnu lengi. Greiningar Verkfræðistofunnar Verkís leiddu til þess að hagkvæmasti kosturinn væri að staðsetja völlinn á aðalvellinum í Sandgerði. Mismunurinn á kostnaði milli malarvallarins í Garði og aðalvallarins í Sandgerði nemur samkvæmt þessum greiningum 124 milljónum króna í vil Sandgerðis. Í Sandgerði er einnig fyrir hendi fullbúin stúka fyrir 344 áhorfendur og þar eru 40 fleiri iðkendur. Stofnun félagsins og staðsetning vallarins – Tengt með ásetningi? Þann 22. júlí 2024 hófst formlegt ferli hjá bæjarráði Suðurnesjabæjar með því að fela bæjarstjóra að hefja viðræður um hönnun vallar í Sandgerði. Hins vegar kom í október sama ár fram erindi frá Reyni og Víði um stofnun nýs félags sem gerir ráð fyrir nýrri staðsetningu á malarvellinum í Garði. Það er vert að íhuga af hverju staðsetningarbreytingin er nú sett fram sem sjálfsögð forsenda hins nýja félags. Áfangaskýrsla og upplýsingaleynd Á undanförnum fundum var kynnt áfangaskýrsla um stofnun hins nýja félags. Það er sláandi að sjá að ekki var minnst á að samhliða stofnun félagsins væri verið að snúa við fyrri ákvörðun bæjarstjórnar frá 5. júní 2024 með verulegum kostnaðarauka upp á allt að 300 milljónir króna vegna nauðsynlegrar uppbyggingar nýrrar stúku í Garði. Kosningin – Upplýst val eða blekking? Formaður Reynis hefur nú staðfest opinberlega að kosningin sé um staðsetningu vallarins: ·„Já“ merkir að völlurinn verði staðsettur á malarvellinum í Garði. ·„Nei“ merkir að fyrri ákvörðun bæjarstjórnar frá 5. júní 2024 stendur og völlurinn verði í Sandgerði. ·Til að snúa við fyrri ákvörðun þarf 2/3 hluta atkvæða. Fjárhagsleg ábyrgð – Hvað mun þetta kosta? Bæjarfulltrúi meirihlutans hefur viðurkennt að verði völlurinn færður til Garðs muni það draga úr notkun svæðisins í Sandgerði. Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna til viðbótar, samkvæmt útreikningum Verkís. Sannleikurinn skiptir máli Það er grundvallaratriði að íbúar séu upplýstir um að kosningin varðar ekki aðeins nýtt íþróttafélag heldur einnig fjárhagslega ábyrgð sveitarfélagsins og trúverðugleika bæjarstjórnarinnar. Það er kominn tími á gagnsæi og heiðarleika gagnvart íbúum. Íbúar eiga rétt á sannleikanum – því annars, til hvers þá að segja satt? Höfundur er fyrrverandi formann knattspyrnudeildar Reynis og íbúa í Suðurnesjabæ
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun